Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 30
30 EYJAN Samstarf VG og Sjálfstæðisflokks hefur gengið betur en flestir þorðu að vona. MYND/SIGTRYGGUR ARI E rlendir vinir mínir verða alltaf jafnhissa þegar þeir heyra af samsteypustjórninni íslensku þar sem sitja saman mið- hægriflokkur, miðju-dreif- býlisflokkur og róttækur vinstriflokkur. Næsta spurn- ing útlendinga er þá jafnan hver sé eiginlega stefnan. Jú, hún hefur að mestu verið varðstaða um óbreytt ástand og hrossakaup um umdeildari málefni. Stefnan getur í það minnsta ekki byggst á neinni skýrri hugmyndafræði – til þess eru málamiðlanirnar of miklar. Ef við reynum að setja okk- ur í spámannlegar stellingar á áramótum má telja yfirgnæf- andi líkur á að ný ríkisstjórn hafi sest að völdum að loknum kosningum sem í seinasta lagi verða haldnar 25. september. Og þegar nær dregur kjördegi má telja næsta víst að marg- víslegur ágreiningur stjórnar- flokkanna í grundvallarmál- um muni sífellt betur koma upp á yfirborðið. Átta flokkar inni En hvaða kostir gætu verið í stöðunni að loknum alþingis- kosningum 2021? Auðvitað er of snemmt að spá fyrir um slíkt en lítum á nýjustu kann- anir. MMR mældi stuðning við flokkana í fyrri hluta nóvembermánðar. Sú könnun sýndi að fylgi Samfylkingar hefði minnkað um tæp þrjú prósentustig frá fyrri könnun fyrirtækins, væri nú 13,8% og fylgi Framsóknarflokks hefði minnkað um rúm tvö prósentustig og mældist 7,6%. Sömuleiðis hefði fylgi Mið- flokksins dregist saman um tvö prósentustig og mældist 7,9%. Þá var fylgi flokks Ingu Sæland, Flokks fólksins, komið upp í 6,2%. Könnunin sýndi því að allir þingflokk- arnir átta héldu mönnum inni og Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar næði einn- ig inn mönnum með herkjum. Þingflokkarnir þá orðnir níu talsins, sem yrði met. Níu flokkar eða sjö? Í nýjustu könnun Gallups var helsta breytingin sú frá fyrri mælingu að fylgi Við- reisnar dróst saman um tvö prósentustig, en tæplega 10% kváðust myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Breytingar á fylgi annarra flokka milli kannana Gall- ups voru hverfandi. Tæplega 24% sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, 17% Sam- fylkingu, ríflega 12% nefndu Pírata, tæp 12% Vinstri græn, um 9% Miðflokk og tæp 9% Framsóknarflokk. Aftur á móti mældust flokkur Ingu Sæland og Sósíalistaflokkur Gunnars Smára undir 5% markinu og þingflokkarnir yrðu því sjö en ekki átta eins og nú. Nýjasta mælingin er skoð- anakönnun Fréttablaðsins og Zenter sem birt var á Þorláks- messu. Þar kom fram að 7,3% sögðust styðja Framsóknar- flokk, 22,9% Sjálfstæðis- flokk og 10,2% Vinstri græn: Stjórnin því kolfallin (líkt og í flestum öðrum könnunum kjörtímabilsins). Þá eru Pírat- ar stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, en alls kváðust 17,0% aðspurðra myndu kjósa þá yrði gengið nú til kosninga. Samfylking kom þar á eftir með 15,6% fylgi og fylgi Við- reisnar mældist 10,2%. Mið- flokkurinn fengi aftur á móti aðeins 6,7% atkvæða sem er það lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum Zenter og Fréttablaðsins síðan í mars 2019. Flokkar Ingu Sæ- land og Gunnars Smára mæld- ust báðir með undir 5% mark- inu eins og í könnun Gall ups, Sósíalistaflokkur Gunnars Smára raunar aðeins með 3,3%. Þingflokkarnir yrðu þá sjö. Möguleikar á myndun meirihluta kunna að ráðast að nokkru leyti af því hvort minnstu framboðin nái mönn- um inn (og mögulega önnur smáframboð en þeirra Ingu og Smára). Í alþingiskosning- unum 2013 voru nærri 12% atkvæða greidd framboðum sem ekki náðu mönnum inn, en þetta hafði umtalsverð áhrif á hlutföll flokka á þingi. Spurning útvarpsmannsins Sama dag og könnun Frétta- blaðsins á fylgi flokkanna birtist var Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðis- flokks og fjármálaráðherra, mættur ásamt eiginkonu sinni, Þóru Baldvinsdóttur, í upptöku á hugljúfu viðtali í Ríkisútvarpinu hjá Sigur- laugu Margréti Jónasdóttur útvarpsmanni. „Hvað ætlarðu að verða lengi í pólitíkinni, Bjarni?“ spurði Sigurlaug í lok viðtalsins – „Góð spurning,“ sagði Þóra þá. – „Já, Þóra bað mig að spyrja,“ bætti Sigur- laug við. Bjarni svaraði: „Ég veit það ekki alveg. Mér finnst eins og ég sé bara á fullri ferð Rýnt í kristalskúlu STJÓRNMÁLIN Á KOMANDI KOSNINGAÁRI Gera má ráð fyrir að margvíslegur ágreiningur stjórnarflokkanna muni koma upp á yfirborðið á nýju ári. Nýtt flokkakerfi er að festast í sessi með mun meiri dreifingu atkvæða en áður var. 30. DESEMBER 2020 DV Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is SKOÐANAPISTILL og ég er ekkert að hugsa um að hætta en það kæmi mér ekkert á óvart að þetta myndi mögulega einn daginn gerast svona svipað eins og gerðist hjá Guðna Ágústssyni: hann bara stóð upp og gekk út.“ Þóra bætti því síðan við að hún væri orðin „brjálæðis- lega þreytt á þessu“ og hefði lengi beðið þess að maður sinn hætti afskiptum af stjórn- málum. Þátturinn var sendur út klukkan níu að morgni að- fangadags meðan blaðamenn voru enn að ráða fram úr því hvaða ráðherra hefði verið viðstaddur hinn margum- rædda gleðskap í Ásmundar- sal kvöldið áður. Titringur á vinstri vængnum Erfitt er að segja fyrir um það á þessari stundu hversu víð- tækar pólitískar afleiðingar þetta umtalaðasta mál jóla- hátíðarinnar kann að hafa og það væri að æra óstöðugan að greina öll ummæli meiri og minni spámanna sem fallið hafa. Kannski er þó athyglis- verðast að líta á hvað tví- menningarnir sem yfirgáfu þingflokk Vinstri grænna höfðu að segja, en meðan flestir landsmenn nutu jólahá- tíðarinnar í faðmi níu vina og venslamanna sátu þau Andrés og Rósa við símann. Andrés Ingi Jónsson tísti svo á aðfangadag: „Vinstri græn gerðu Bjarna að fjár- mála eftir Panama, Sigríði að dóms eftir Landsrétt og stóðu þétt við sinn mann Kristján í Samherjamálinu. Boltinn er hjá VG – en af reynslu síðustu 3 ár reikna ég ekki með þau láti Bjarna axla neina alvöru ábyrgð á Þorláksmessu- Framhald á síðu 32 ➤
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.