Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 42
BESTA TRENDIÐ VERSTA TRENDIÐ
HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR
„Shoplifter Hrafnhildur Arnar
dóttir myndlistarmaður. Framúr
stefnuleg og öðruvísi. Hún er
eins og úr öðrum heimi. Blandar
saman öllum litum, mynstrum í
bland við alls konar efnisáferðir
og allt gengur þetta upp á ein
hvern ævintýralegan hátt.“
Bergþóra Magnúsdóttir
SKJÖLDUR SIGURJÓNSSON
„Skjöldur prýðir jakkaföt ansi vel
og er með óaðfinnanlega bindis
hnúta. Og er tignarlegur á velli.“
Kormákur Geirharðsson
ALMA MÖLLER
„Ég get ekki sleppt að nefna Ölmu
Möller landlækni. Hún er með
klassískan og fágaðan stíl, sem
hún er óhrædd við að poppa upp
með sterkum litum þegar við á.
Glæsileg kona.“
Bergþóra Magnúsdóttir
EDDA ANDRÉSDÓTTIR
„Edda Andrésdóttir fjölmiðla
kona. Edda er trú sínum stíl sem
og flott, hvort sem það er rúllu
kragi og dragt, eða skyrta og
dragt. Trylltu „70‘s“ gleraugun
hennar setja svo punktinn yfir
iið.“
Elísbet Gunnarsdóttir
J0GGARAR
„Joggarar (e. sweatsuits) náðu
nýjum hæðum árið 2020 og það
er svo sannarlega mitt uppáhalds
trend á árinu. Trend sem heldur
bara áfram því öll tískuhúsin
virðast vera að vinna með nota
legheitin inn í nýja árið.“
HÁRKLEMMUR
„Persónulega vann ég
líka mikið með hárk
lemmur og derhúfur –
bæði skemmtileg trend
sem setja punktinn yfir
iið.“
ÍSLENSK HÖNNUN
„Sérstakt íslenskt trend fólk vel
ur íslenska hönnun meira en áður.
Að styðja við okkar hæfileikafólk í
hönnun er einmitt málið!“
Elísbet Gunnarsdóttir
RÚLLUKRAGINN
„Ég er búinn að vera í „rúll
ara“ svolítið lengi en mér
finnst að fleiri hafi verið að
uppgötva hann í ár.“
Kormákur Geirharðsson
DYNGJA X BUGABOO
„Samsetningin kamelli taður
Buggabu og 66°Norður hnésíð
Dyngja. Flott bæði, bara í sitt
hvoru lagi.“
Bergþóra Magnúsdóttir:
LÝTAAÐGERÐIR
„Ég er ekki hlynnt öllum þessum lýtaaðgerðum sem
virðast því miður vera einhvers konar trend hérlendis
og erlendis.“
Elísabet Gunnars
„BUFFIÐ.“
Kormákur Geirharðsson
HÁTÍSKA STÍLUÐ Á UNGT FÓLI
„Dýrar vörur frá hátískumerkjum
fyrir ungt fólk sem á ekki fyrir því
– hettupeysur fyrir handlegg. Mér
finnst mikilvægt að impra á því við
ungt fólk að eiga fyrir hlutunum
sem þeir klæðast. Ég kenni minni
dóttur það sem verður bráðum
unglingur.“
Elísabet Gunnars
GRÍMUR
„Verð ég ekki að svara þessu undir
boðorði hinnar heilögu þrenningar
og segja grímur. Við erum öll al
mannavarnir en sem betur fer er
grímuflóran litrík og fjölbreytileg
og lýsir þannig upp sóttvarna
drungann sem væri hræðilegur ef
allir væru með hvítar einnota and
litsgrímur.“
Bergþóra Magnúsdóttir
MYND/STEFÁN KARLSSON
MYND/ANTON BRINK
MYND/AÐSEND
MYND/THE TODAY SHOW
MYND/66°NORÐUR MYND/BUGABOO
MYND/BELIEVEINTHERUN.COM
MYND/GETTY
MYND/SKJÁSKOT VÍSIR
MYND/ERNIR
42 FÓKUS 30. DESEMBER 2020 DV