Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 58
Andrew Bretaprins Andrew Bretaprins hefur verið talsvert í kastljós-inu í ár vegna tengsla sinna við bandaríska auð- kýfinginn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Hann hefur verið sakaður um að hafa nýtt þjónustu Jeffreys til að fá að- gang að ungum stúlkum, jafn- vel barnungum, til að misnota. Prinsinn hefur neitað þessu, en undanfarin misseri hafa sífellt komið fram nýjar frá- sagnir og gögn renna stoðum undir ásakanirnar og hafa dregið úr trúverðugleika hans. Virginia Roberts Giuffre steig fram í sumar og lýsti kynferðisofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu Andrew Bretaprins þeg- ar hún var 17 ára. Hún sagði Jeffrey hafa leigt hana út til Andrew svo hann gæti mis- notað hana. Hún hefur sagt að hún vonist til að Andrew verði stungið í steininn og fái klefa við hliðina á Ghislaine Maxwell. Ghislaine Maxwell, unnusta Jeffrey Epstein, var í felum þegar bandaríska alríkis- lögreglan FBI handtók hana í byrjun júlí. Hún er grunuð um að hafa útvegað Epstein fjölda ungra stúlka sem hann nauðgaði og beitti kynferðis- legu ofbeldi. Hún er einnig grunuð um að hafa sjálf tekið þátt í kynferðisofbeldinu. Í 417 blaðsíðna yfirheyrslu yfir Ghislaine komu fram nýjar og áður óbirtar upplýs- ingar um meint kynferðisof- beldi Andrew gegn Virginiu. Ellen DeGeneres G rínistinn Ellen DeGene-res hefur undanfarin sautján ár stjórnað þættinum The Ellen DeGene- res Show. Þátturinn hefur verið gríðarlega vinsæll, en þegar fór að líða á árið var áhorf þáttarins í frjálsu fjalli í kjölfar harðrar gagnrýni. Ell- en var sökuð um rasisma, ein- elti og að stuðla að neikvæðu vinnuumhverfi bak við tjöld þáttarins. Það mætti segja að upp- hafspunkturinn hafi verið í mars, þegar samfélagsmiðla- stjarnan Nikkie de Jager lýsti upplifun sinni sem gestur í The Ellen DeGeneres Show. Hún sagði að Ellen hefði ekki heilsað sér fyrir þáttinn og að allir gestir þáttarins hefðu fengið eigið klósett, en ekki hún. Nikkie kom í þáttinn til að ræða um opinberun sína sem transkona, en þar til hún greindi frá því hafði það verið leyndarmál. Eftir þetta fór boltinn að rúlla. Sögur um starfshætti hennar og karakter fóru á flug um Twitter. Fyrrum starfs- menn þáttarins fóru ófögrum orðum um hegðun hennar. Margir sögðu hana taka ein- hvern einn starfsmann fyrir á degi hverjum og nýju starfs- fólki var ráðlagt að „láta sig hafa það, því að á morgun verði það einhver annar.“ Með hverri vikunni virtist sífellt bætast í hóp þeirra sem voru ósáttir við Ellen. Meðal þeirra var fyrrum lífvörður hennar, Tom Majerack, sem sagði hegðun hennar hafa ver- ið „niðrandi“ í garð hans. Í júlí ræddi BuzzFeed News við tíu fyrrverandi starfsmenn og einn sem vann enn hjá þættinum og sögðust þeir hafa upplifað kynþáttafordóma á tökustað, ekki fengið veikinda- daga greidda og ekki þorað að kvarta undan aðstæðum. Í ágúst voru þrír hátt- settir framleiðendur reknir frá þættinum og sett var af stað rannsókn til að komast til botns í málinu. Í kjölfarið bað Ellen starfsfólk sitt af- sökunar og kjör starfsmanna voru bætt. Margt úr fortíð Ellenar kom einnig aftur upp á yfirborðið, meðal annars frægt viðtal hennar við stórsöngkonuna Mariuh Carey árið 2008. Ell- en hálfpartinn neyddi söng- konuna til að staðfesta að hún væri ólétt, eitthvað sem hún vildi ekki opinbera og viku seinna missti Mariah fóstrið og þurfti að tilkynna það í kjölfarið. Mariah opnaði sig um viðtalið alræmda við Vult- ure í september. „Mér fannst þetta ótrúlega óþægilegt. Það er það eina sem ég get sagt. Og ég átti mjög erfitt með að glíma við það sem kom á eftir,“ sagði hún. Nokkrar stjörnur stigu fram henni til varnar og lýstu stuðningi við hana. Þar á með- al Kevin Hart, Katy Perry og Steve Harvey. Ellen sneri til baka á skjáinn í september og byrjaði á því að biðjast afsökunar. Það var í fyrsta og eina skiptið sem hún hefur tjáð sig opinberlega um málið. Hún greindist með CO- VID í byrjun desember. Stórstjörnurnar hneyksluðu á árinu Árið var sannkölluð rússíbanareið fyrir alla, en fyrir Ellen DeGeneres, Harry og Meghan, Britney Spears, Andrew prins og Kanye West, var árið sérlega erfitt. Þau voru á milli tannanna á fólki allt árið og er óhætt að segja að þau séu flækt í stærstu stjörnuskandala ársins. Framhald á síðu 60 ➤ Kanye West Þ að var erfitt ár fyrir rapparann Kanye West. Slúðurmiðlar sögðu hjónaband hans og raun- veruleikastjörnunnar Kim Kardashian vera á hálum ís, hann bauð sig fram til forseta Bandaríkjana, en hlaut aðeins um 60 þúsund atkvæði og svo olli hann fjaðrafoki á Twitter. Hann sakaði meðal annars eiginkonu sína um að hafa reynt að læsa hann inni. Fjöl- miðlar drógu þá ályktun frá Twitter-færslum hans að hann væri að upplifa maníu á háu stigi. Rapparinn hefur verið opinn um geðræn vandamál sín og að hann sé með geð- hvarfasýki. Kim birti í kjölfarið yfirlýs- ingu á Instagram þar sem hún bað fólk um að sýna Kanye og fjölskyldu þeirra skilning á þessum erfiðu tímum. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs lifa nú hjónin „sitt- hvoru lífinu“. Ellen DeGeners mætti aftur á skjáinn eftir nokkurra mánaða pásu. MYND/GETTY Andrew Bretaprins og Jeffrey Epstein að ræða saman. MYND/GETTY Hjónin á góðri stundu á Met Gala árið árið 2019. MYND/GETTY 58 FÓKUS 30. DESEMBER 2020 DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.