Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Ef heimsfaraldurinn gerði þetta ár ekki nógu slæmt þá gerðu andlát stjarnanna það. Stjörn- urnar sem kvöddu okkur á árinu voru margar, sumar þeirra fóru líka frá okkur alltof snemma. 30. DESEMBER 2020 DV M YND/G ETTY Erlendar stjörnur sem féllu frá á árinu RUTH BADER GINSBURG Ruth Bader Ginsburg var önnur konan í sögunni til þess að verma sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Bill Clinton tilnefndi hana sem dómara í Hæstarétt árið 1993 en þá var hún orðin heimsfræg fyrir baráttu sína í þágu jafn- réttis kynjanna. Ginsburg sat í Hæstarétti í tæpa þrjá áratugi en hún glímdi við krabbamein síðustu tvo ára- tugina. Þrátt fyrir það missti hún aldrei af málflutningi við réttinn. Ginsburg hafði betur gegn krabbameininu fimm sinnum en það reyndist þó vera banameinið þann 18. september. Hún var 87 ára gömul þegar hún lést. JERRY STILLER Gamanleikarinn Jerry Stiller lést af náttúrulegum orsökum í maí, þá 92 ára. Flestir kannast við Jerry úr gamanþáttunum Seinfeld en þar fór hann með hlutverk Frank Constanza. Árið 1997 var hann tilnefndur til Emmy-verðlaun- anna fyrir leik sinn í þáttunum. Leikarinn Ben Stiller, sonur Jerry Stiller, minntist föður síns á sam- félagsmiðlinum Twitter. „Hann var frábær faðir og afi,“ sagði Stiller. „Hans verður sárt saknað. Elska þig, pabbi.“ DIEGO MARADONA Diego Maradona, ein skærasta knattspyrnugoðsögn allra tíma, lést í lok nóvember úr hjartaáfalli. Maradona var 60 ára að aldri en hann er af mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður allra tíma. Maradona er hvað frægast- ur fyrir það sem kallað er „hönd guðs“, þegar hann skoraði með hendinni á HM árið 1986 en vann mótið það ár með Argentínu. SIR SEAN CONNERY Skoski leikarinn Sir Sean Conn- ery lést í svefni á Bahamaeyjum þann 31. október á þessu ári, 90 ára gamall. Sean Connery var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í James Bond myndunum en hann var fyrsti leikarinn sem lék njósnarann með einkennisnúm- erið fræga, 007. Connery vann Óskarsverðlaun árið 1988 fyrir leik sinn í The Untouchables. DAVID PROWSE Þrátt fyrir að hafa leikið eitt stærsta hlutverk allra tíma þekkja fáir David Prowse í sjón. Prowse lék nefnilega Svarthöfða í fyrstu þremur Star Wars myndunum. Þá þekkja eflaust fáir röddina hans þar sem hans rödd var ekki notuð í myndunum. Leikarinn James Earl Jones ljáði Svarthöfða rödd sína. Andlit Prowse sást aldrei í Star Wars myndunum, ekki einu sinni þegar Svarthöfði tók hjálminn af sér. Þegar það gerðist var það leikarinn Sebastian Shaw sem fór í búninginn. Prowse var því einn frægasti en á sama tíma einn óþekktasti leikari allra tíma. Prowse var 85 ára þegar hann lést. NAYA RIVERA Leikkonan Naya Rivera, sem var hvað þekktust fyrir leik sinn í Glee-þáttunum vinsælu, lést í júlí. Hennar hafði verið saknað í nokkra daga eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst yfirgefinn á litlum bát á stöðu- vatni í Kaliforníu. Mæðginin fóru saman út á vatnið en hann kom einn til baka. Umfangsmikil leit að leik- konunni hófst en fljótlega gerðu yfirvöld sér grein fyrir því að hún fyndist líklegast ekki á lífi. Lík hennar fannst að lokum en talið er að hún hafi nýtt alla sína krafta í að bjarga syni sínum frá drukknun. Rivera var einungis 33 ára þegar hún lést. KOBE BRYANT Andlát körfuboltagoðsagnarinnar Kobe Bryant kom mörgum í opna skjöldu í byrjun árs. Kobe Bryant lést ásamt dóttur sinni, Gianna Bryant, í þyrluslysi þann 26. janú- ar. Kobe var einn besti körfubolta- maður allra tíma en hann vann NBA-deildina 5 sinnum með Los Angeles Lakers. Kobe var aðeins 41 árs gamall þegar hann lést og dóttir hans einungis 13 ára gömul. Kobe lætur eftir sig eiginkonu og þrjár dætur. CHADWICK BOSEMAN Leikarinn Chadwick Boseman var einungis 43 ára gamall þegar hann lést þann 28. ágúst. Þá hafði hann verið búinn að berjast við ristil- krabbamein í fjögur ár án þess að neinn vissi, fyrir utan nánustu aðstandendur hans. Boseman er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem T‘Challa í Marvel-kvikmyndinni Black Panther. Þá sagði Boseman sjálfur að hann væri stoltastur af því hlutverki. Boseman var í miðri baráttu við krabbameinið þegar hann lék T’Challa. MYND/GETTYMYND/GETTY MYND/GETTYMYND/CBS MYND/AFP MYND/GETTY MYND/SWNS.COM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.