Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 44
V ölva DV vill ekki láta nafns síns getið. „Ég verð að geta tjáð mig frjálst, þú skilur, án þess að fólk vilji mér illt. Ljósið er ekki alltaf allsráðandi,“ segir hún og leggur spilin á borðið. „Ég nota bæði spil og innsæ- ið til þess að fá svör við spurn- ingum þínum,“ segir hún og horfir fast á blaðamann. Bandar svo frá sér. „Svona, vertu ekki fyrir mér, segir hún og bendir á stól hinum megin í myrkvuðu herberginu. Hún er á óræðum aldri, með sítt, óstýrilátt sítt hár og frá henni streymir kynngi- mögnuð orka en um leið er eitthvað sem gefur til kynna að hún láti ekki segja sér hvað henni finnst. Hún er sinn eigin herra. Og minn næstu klukku- stundirnar. Blaðamaður sest á stólinn sem hún bendir á og dregur sig í hlé. Við gefum hinu óútskýrða og dulmagn- aða orðið. Heildarmyndin „Árið fram undan sýnir full- komið flæði fyrir Ísland, sem er jákvætt vægast sagt. Hér er sýnt að landið er staðsett beint undir happastjörnu – þrátt fyrir ástand og erfið- leika býr í landsmönnum kraftur og hugrekki. Ísland er staðsett á björtum blessuðum reit á Atlantshafshryggnum og þar er mikið ljós. Svakaleg birta, svona svipuð og friðar- súlan í Viðey, en margfalt öflugri. Við getum leiðbeint öðrum þjóðum ef við höldum okkur í ljósinu. Hér í byrjun árs kemur fram einhver ólga í Heklu. Jörðin titrar og dýrin á tún- um eru á flótta, óttaslegin. Í febrúarbyrjun sér íslenska þjóðin loksins að það birtir sannarlega til. Við höldum ein- beitt áfram og horfum fram á við. En það eru einhverjir erfiðleikar sem koma hér fram á leið okkar, en það sem er skýrt hér er þetta bjarta upphaf. Nýjar áskoranir sem þjóðin tekst á við og hjálpin berst úr óvæntri átt, myndi ég halda – við sjáum fyrir lok faraldursins – við erum með raunhæfa áætlun. Veiran mun samt fylgja okkur áfram út veturinn. Það verður holóttur vegurinn í átt að hjarðónæmi. Ég sé fram á nokkra bið eftir nægjanlegum skömmtum, en á sama tíma finnst mér glitta í mikinn liðsstyrk. Það er þó ekki hann Kári okkar Stef- ánsson? En seinni hluti ársins Völvan segir bjartari tíma fram undan. MYND/ERNIR VÖLVUSPÁ 2021 Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér – eða hvað? Völva DV sér lengra en margur og hefur merkilega oft rétt fyrir sér, enda spádómsgáfan hennar vöggugjöf. Hún segir kynngimagnaðan kraft krauma undir landinu og að það séu bjartari tímar fram undan þó að sorgartímar séu einnig sjáanlegir. Hræði- legt morð skekur þjóðina og miklar manna- breytingar verða í stjórnmálum. Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is 44 FÓKUS 30. DESEMBER 2020 DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.