Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11DV 30. DESEMBER 2020 milli ríkisins og Félags ís­ lenskra hjúkrunarfræðinga þann 10. apríl. Mikil reiði greip um sig meðal hjúkr­ unarfræðinga þegar samning­ urinn var kynntur þeim, enda töldu þeir kjörin samkvæmt samningnum ekki góð. Það fór því svo að samningurinn var felldur þann 29. apríl. Hávært kall barst frá landsmönnum samhliða kjaraviðræðunum, þar sem skorað var á ríkið að gera vel við hjúkrunarfræð­ inga sem höfðu staðið í fram­ línunni í kórónuveirufaraldr­ inum. Maí Í byrjun maí var ákveðið að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Tilslakanir tóku gildi þann 4. maí þar sem samkomu­ bann var rýmkað úr 20 í 50 manns. Faraldurinn var tal­ inn í rénun og hafði Ísland vakið heimsathygli fyrir gott gengi í baráttunni við veiruna. Margir töldu baráttuna unna og mátti greina mikinn létti í samfélaginu sem fagnaði tilslökunum og sumrinu og landsmenn hófu að ferðast um landið til að halda uppi ferða­ þjónustunni og geðheilsunni. Líkamsrækt, íþróttir og sund­ ferðir voru aftur á dagskrá og knæpur máttu hafa opið til 23.00. Dýr landkynning Stjórnvöld ákváðu að ráðast í landkynningu á Íslandi sem ferðamannastað á erlendum mörkuðum með markaðs­ átakinu: Ísland – saman í sókn. Fjöldi auglýsingastofa sóttist eftir því að fá að taka verkefnið að sér, en fyrir val­ inu varð bresk stofa, M&C Saatchi, íslenskum stofum til lítillar gleði. Eftirminnilegasti afrakstur þessa markaðsátaks er sennilega herferðin Let It Out. Þar til gerðum hátölurum var komið fyrir víðs vegar um landið og fólki boðið að losa um uppsafnaða streitu vegna heimsfaraldursins með því að láta öskur sín hljóma hér á landi. Ísland hefur ætlað vel á annan milljarð króna í þetta átak. Icelandair fylgdi eftir stóru hópuppsögninni með því að til­ kynna að félagið vantaði um 30 milljarða inn í reksturinn. Hið opinbera samþykkti lána­ línu, en skilyrti hana við að­ komu markaðarins í gegnum hlutafjárútboð á genginu ein­ um, og allsherjar endurskipu­ lagningu á fjárhag félagsins. Útboðið fór fram á haustmán­ uðum og tókst vel til. Lítið gekk á í Alþingi nema þá til þess að afgreiða allra brýnustu málin er tengdust aðgerðum ríkisins vegna CO­ VID­19 faraldursins. Í viðtali við DV seinna um sumarið sagði Steingrímur J. Sigfús­ son, forseti Alþingis, að í upp­ hafi hefðu menn ekki vitað hvernig þetta yrði, en þegar þingið var ekki undanskilið 20 manna samkomubanni hefði hann þurft að bregðast við. „Það máttu bara vera 20 í salnum í einu, aðrir horfðu á umræður í hliðarsölum þingsins og svo þegar kom að atkvæðagreiðslum þurfti að fara í þessa hringekju,“ sagði Steingrímur og vísaði til þess að þingmennirnir röðuðu sér upp í röð með tvo metra á milli manna og gengu inn í þingsal einum megin og úr honum hinum megin í hala­ rófu. Þannig var tryggt að þingmenn mættust ekki meira en þurfti. Steingrímur rifjaði enn fremur upp fjarfundi þingnefnda, sem þá voru ný­ mæli. „Þetta var eiginlega bíó að fylgjast með þessu,“ sagði hann. „Það verður talað um þetta í framtíðinni.“ Verkfall starfsmanna Efl­ ingar hjá öðrum sveitarfélög­ um á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík stóð í um viku í apríl. Samherjabörnin Tekist var á um uppbyggingu varnarmannvirkja við Kefla­ víkurflugvöll innan ríkis­ stjórnarinnar, en sagt var að Vinstri græn hefðu hafnað uppbyggingunni með öllu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði tillög­ una fram í ríkisstjórninni og sagði þar að um væri að ræða 12­18 milljarða framkvæmd sem skapa myndi hundruð starfa á Suðurnesjum. Athygli vakti þegar stærstu hluthafar í Samherja fram­ seldu hlutabréf sín til barna sinna. Tímasetningin olli tortryggni í kjölfar Sam­ herjamálsins, sem var um­ fangsmikið á síðasta ári. En Samherjamenn færðu þau rök fyrir ákvörðuninni að þetta hefði verið í nokkur ár í und­ irbúningi og ætti að treysta mikilvæg fjölskyldutengsl. Kjaraviðræður við Flug­ freyjufélagið sigldu í strand í mánuðinum. Deilan harðnaði til muna þegar fréttir láku út að Icelandair væri að skoða þann möguleika að ganga til viðræðna við annað stéttar­ félag í flugstéttinni og snið­ ganga þannig Flugfreyju­ félagið alfarið. Utankjörfundaratkvæða­ greiðsla vegna forsetakosn­ inganna þann 27. júní hófst í lok mánaðarins og voru tveir í framboði. Sitjandi forseti Guðni Th. Jóhannesson, og Guðmundur Franklín Jónsson. Áfram bárust tíðindi um uppsagnir í ferðaþjónustunni og víðar. Bláa lónið sagði upp 403 starfsmönnum eftir mik­ inn samdrátt og óvissu. Júní Kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn hjá þeim landsmönnum sem hugðust verja frídögum utan land­ steinanna og mikil umræða skapaðist um réttindi þeirra sem höfðu bókað sér svonefnd­ ar pakkaferðir. Margar ferða­ skrifstofur brugðu á það ráð að bjóða viðskiptavinum end­ urgreiðslu í formi inneigna, mörgum til lítillar gleði. Fjöl­ margir stigu fram opinberlega og greindu frá samskiptum sínum við ferðaskrifstofur og vandkvæðum við að fá ferð­ irnar endurgreiddar. Sam­ kvæmt ályktun Evrópuþings­ ins áttu neytendur skýlausan rétt til endurgreiðslu þó þeir gætu vissulega þegið inn­ eign í staðinn, en það væri þá þeirra val en ekki ferðaskrif­ stofunnar. Stjórnvöld brugðu á það ráð að koma á fót svo­ nefndum Ferðaábyrgðarsjóði til að endurgreiða neytendum pakkaferðir og var ferðaskrif­ stofum veittur sex ára frestur til að greiða sjóðnum til baka. Forsetakosningar Kjaramál voru áfram áber­ andi í umræðunni. Flugfreyj­ ur og Icelandair skrifuðu und­ ir nýjan kjarasamning sem var síðar felldur með afger­ andi hætti í atkvæðagreiðslu félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands. Icelandair tilkynnti í kjölfarið að felldi samningur­ inn hefði verið þeirra besta boð og óvíst væri hvað fram­ haldið hefði í för með sér. Hjúkrunarfræðingar féllust á miðlunartillögu ríkissátta­ semjara og var ákveðið að vísa afmörkuðum hluta launaliðar í Gerðardóm. Gerðardómur reyndist svo vonbrigði og var talið að með honum hafi ekki tekist að leiðrétta laun hjúkr­ unarfræðinga í samræmi við ábyrgð þeirra og menntun til samræmis við aðrar viðmið­ unarstéttir. Landsmenn gátu hugsað um eitthvað annað en faraldurinn þann 27. júní þegar forseta­ kosningar fóru fram. Þar hlaut sitjandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, yfirgnæf­ andi meirihluta atkvæða, eða um 92,2% gildra atkvæða. Er það næstmesti stuðningur sem nokkur hefur hlotið í forseta­ kjöri í lýðveldissögunni. Umdeild ritstjórastaða Annað stórt fréttamál í júní var ritstjórastaða hagfræði­ tímaritsins Nordic Economics Policy Review. Hagfræðingn­ um Þorvaldi Gylfasyni hafði verið boðin staðan, sem hann þáði, en fjármálaráðuneytið lagðist gegn því, þar sem þeim þótti Þorvaldur of póli­ tískur til að gegna stöðunni. Ákvörðunina rökstuddi ráðu­ neytið með vísan í Wikipedia­ síðu um Þorvald, sem sagði hann formann stjórnmála­ afls. Síðar kom á daginn að þær upplýsingar voru rangar. Bjarni Benediktsson fjár­ málaráðherra var kallaður á fund stjórnskipunar­ og eftir­ litsnefndar og beðinn um að skýra afstöðu ráðuneytisins í málinu. Í kjölfarið hófst um­ ræða um stöðu fræðimanna á Íslandi og þær afdrifaríku af­ leiðingar sem stjórnmálaskoð­ anir gætu haft á feril þeirra. Þrennt lést í miklum bruna á Bræðra- borgarstíg. MYND/ ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.