Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 68
68 SPORT 433 UPPGJÖR Á FURÐULEGU FÓTBOLTAÁRI 30. DESEMBER 2020 DV BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON BLAÐAMAÐUR Á FRÉTTABLAÐINU „Valur 2020 – Heimir Guðjónsson kom í byrjun tíma- bilsins til okkar í hlaðvarp Vals, Vængjum þandir, og sigraði hjörtu og hug. Hann kveikti þennan neista sem hafði horfið árinu áður. Eftir brösuga byrjun kom sigurinn gegn Kópavogspiltum og eftir það varð þetta aldrei spurning. KR sigurinn úti, 4-5 var einn af leikjum sumarsins og fyrri hálfleikurinn gegn Stjörnunni, hljóta að teljast til bestu 45 mín. sem íslenskt lið hefur spilað. Það var ótrúlegt að horfa upp á og hlusta á Henry Birgi í lýsingunni. Hann skilaði því heim í stofu hvað þetta var ótrúlegt. Vonandi verður þessi fyrri hálfleikur gefinn út. Sjóðheitar 45 mín. í ísskápnum. Það yrði bestseller.“ VÍÐIR SIGURÐSSON BLAÐAMAÐUR Á MORGUNBLAÐINU „Frammistaða Söru Bjarkar Gunn- arsdóttur er það sem stendur upp úr á knattspyrnuárinu 2020. Þýskur meistari, þýskur bikar- meistari, franskur bikarmeistari og loks Evrópumeistari með Lyon, þar sem hún skoraði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn sínu gamla félagi, Wolfsburg. Sara vann með þessu einstakt afrek í knattspyrnusögu Íslands, og á þessu sama ári fór hún fyrir ís- lenska landsliðinu sem tryggði sér sæti í lokakeppni EM í fjórða skiptið í röð.“ MAGNÚS MÁR EINARSSON RITSTJÓRI FÓTBOLTA.NET „Á einkennilegu fótboltaári stóð það upp úr fyrir mér að sjá Liver- pool verða enskan meistara eftir 30 ára þrautagöngu. Það að liðið hafi tryggt titilinn á sumarkvöldi í júní, þar sem liðið var ekki einu sinni að spila, lýsti því ágætlega hversu mikið rugl þetta fótboltaár var. Liverpool tók líka á móti titl- inum án áhorfenda á Anfield. 30 ára bið eftir titlinum og svo var ekki hægt að fagna honum. Bilun! Vonandi fáum við eðlilegri mót, áhorfendafjölda og meiri stemn- ingu í fótboltanum innanlands sem utan árið 2021.“ INGVI ÞÓR SÆMUNDSSON BLAÐAMAÐUR Á VÍSI.IS „Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að verða Evrópumeistari og gull- tryggði sigur Lyon á gamla liðinu sínu, Wolfsburg, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Árið 2020 hjá Söru er eitt besta ár íslensks íþróttamanns í sögunni. Að fara úr næstbesta liði heims í besta lið heims og vinna allt sem hægt er að vinna. Og bæta leikjametið hjá kvennalandsliðinu og hjálpa því að komast á fjórða Evrópumótið í röð. Það er varla hægt að gera mikið betur.“ EVA BJÖRK BENEDIKTSDÓTTIR ÞRÓTTAFRÉTTAKONA Á RÚV „Það sem stendur helst upp úr, eftir þetta annars stórundarlega ár, er að kvennalands- liðið hafi komist á fjórða stórmótið í röð. Mó- mentið fékk kannski ekki að njóta sín jafn vel og ella, þar sem þær fara inn eftir að úrslit í öðrum leikjum voru ljós, en ekki beint eftir sinn sigur gegn Ungverjum. Virkilega gaman að sjá hvað yngri og reynsluminni leikmenn voru að fá stór hlutverk. Þær hafa líka góðan tíma til að aðlagast enn betur þar sem það er enn töluvert langt í þetta mót og ég hef fulla trú á þessu liði á EM í Englandi. Líka að U21 karlaliðið hafi sömuleiðis komist á EM – stóðu sig vel í undankeppninni og framtíðin er aug- ljóslega björt bæði karla- og kvennamegin. Það sem hins vegar situr mest í manni er þessi martröð sem leikur karlalandsliðsins gegn Ungverjalandi í úrslitunum um EM-sætið var. Ég man ekki eftir því að hafa verið jafn slegin yfir fótbolta og þegar við fengum seinna mark- ið í andlitið í uppbótartíma. Ég held að stór hluti þjóðarinnar hafi ekki sofið vel þá nótt.“ KRISTJANA ARNARSDÓTTIR ÍÞRÓTTAFRÉTTAKONA Á RÚV „Þrátt fyrir afar sérstakt fótboltaár er þó hægt að taka til mörg frábær afrek. Liverpool varð loksins Englandsmeistari eftir margra áratuga bið, U-21 árs landslið karla komst á EM og kvennalandsliðið sömuleiðis. Það sem stóð upp úr hjá mér á árinu er árangur okkar bestu fótboltakvenna. Leikmenn kvenna- landsliðsins hafa tekið stórstígum framförum og þá sér í lagi ungu leikmennirnir. Sveindís Jane Jónsdóttir sýndi það til dæmis á árinu að hún er okkar framtíðarstjarna og Alexandra Jóhannsdóttir spilaði eins og hún hefði verið í mörg ár í A-landsliðinu. Ingibjörg Sigurðar- dóttir var valin besti leikmaðurinn í Noregi og Glódís Perla Viggósdóttir átti enn eitt frá- bært árið í Svíþjóð. Áhuginn á kvennaknatt- spyrnunni er alltaf að aukast og samhliða því eru stelpurnar okkar að fá tækifæri í atvinnu- mennsku. Sara Björk Gunnarsdóttir sýndi það svo í enn eitt skiptið að hún er ein besta fót- boltakona heims. Að vinna Meistaradeildina með Lyon, sem er auðvitað eitt besta félagslið heims, er eitthvað sem allar fótboltastelpur dreymir um. Ég held allavega að þjóðin geti farið að setja sig í gírinn fyrir EM 2022, þar eiga okkar konur eftir að gera góða hluti.“ HÖRÐUR MAGNÚSSON KNATTSPYRNULÝSANDI HJÁ VIAPLAY „Í mínum huga gnæfir yfir á knattspyrnuárinu 2020 Englandsmeistaratitill Liverpool. Að Jürg en Klopp skyldi stýra liðinu til sigurs eftir 30 ár, er eitt af mestu afrekum síðustu áratuga. Pressan sem hefur verið á félaginu á þessum tíma jókst og jókst. Liðið hafði á þessum tíma unnið fullt af öðrum titlum m.a. Meistara- deildina tvívegis og leikið í fjórum úrslitaleikj- um í Meistaradeildinni. En þetta var sá sem vantaði. Þetta var líka gert með slíkum stæl og yfirburðum að annað eins hefur ekki sést. Þetta lið er eitt það sterkasta í sögu félags- ins, ef ekki það sterkasta. Blanda af ungum leikmönnum ásamt tiltölulega óþekktum eins og Andy Robertson. Klopp hefur byggt þetta upp á snilldarlegan hátt. Alls ekki með mesta fjármagnið, langt í frá. Einstakt afrek og liðið mun halda áfram á sömu braut á næstu árum.“ COVID-19 veiran hefur haft gríðarleg áhrif á íþróttalíf í heiminum þetta árið. Það tók tíma að skipuleggja leikárið upp á nýtt með tilliti til veirunnar, áður en boltinn gat tekið að rúlla á ný. Þegar loks kom grænt ljós frá yfirvöldum var flautað til leiks með breyttu sniði og án áhorfenda. Boltasérfræðingar landsins völdu það sem þeim fannst standa upp úr í fótboltanum á árinu. MYND/AÐSEND MYND/AÐSEND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.