Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 15
Hópsmit á Landakoti
Enn voru sóttvarnaaðgerðir
hertar um miðjan mánuðinn.
Var hárgreiðslustofum og lík-
amsræktarstöðvum skellt í lás
og víðtæk grímuskylda tekin
upp í samfélaginu.
Margar hópsýkingar, minni
og stærri, komu fram og var
sú alvarlegasta án efa sú
sem kom upp á Landakoti.
Á tímabilinu 22.-29. október
greindust 98 einstaklingar í
tengslum við smitið. Þar af 52
starfsmenn og 46 sjúklingar.
Tólf létust vegna hópsmitsins
og ef afleidd smit eru talin
með veiktust rúmlega 200 af
völdum sýkingarinnar. Málið
var litið alvarlegum augum,
enda er á Landakoti við-
kvæmur hópur sjúklinga, oft
fjölveikt aldrað fólk sem er að
jafna sig eftir bráð veikindi.
Annað smit sem vakti mikla
athygli átti sér stað um borð í
togaranum Júlíusi Geirmunds-
syni. Þar veiktist meirihluti
áhafnar af kórónuveirunni en
útgerðin neitaði að snúa togar-
anum aftur til hafnar, þrátt
fyrir veikindin. Rétt eftir að
togarinn hélt úr höfn óskaði
umdæmislæknir sóttvarna
á Vestfjörðum eftir því að
skipið kæmi í land svo áhöfn-
in gæti farið í sýnatöku. Því
var hafnað af útgerðinni. Um
borð urðu margir verulega
veikir og voru þrátt fyrir það
skikkaðir til að vinna. Eftir
að togarinn kom aftur í höfn
var hart gengið að áhöfninni
að tjá sig ekki við fjölmiðla.
Stéttarfélög skipverjanna
hafa ákveðið að kæra fram-
göngu útgerðarinnar og lög-
regla mun eins hafa málið inni
á borði hjá sér.
Snarpur jarðskjálfti
Náttúran gætti þess að Ís-
lendingar fengju um annað að
hugsa en veiruna um stundar-
sakir. Snarpur jarðskjálfti
reið yfir þann 20. október
sem fannst vel á höfuðborgar-
svæðinu. Upptökin voru um
fimm kílómetrum vestan við
Kleifar vatn og var um 5,6 að
stærð. Mörgum varð hreint
ekki um sel þegar skjálftinn
reið yfir, enda skalf jörðin
um nokkurra sekúndna skeið.
Forsætisráðherra, Katrín
Jakobsdóttir, var í viðtali í
beinni útsendingu við erlenda
fréttaveitu og gátu landsmenn
skemmt sér yfir viðbrögðum
hennar við skjálftanum. Þing-
maðurinn Helgi Hrafn Gunn-
arsson var í ræðustól á Alþingi
og sást í beinni útsendingu
forða sér undan skjálftanum
á harðahlaupum en viðbrögðin
vöktu töluverða kátínu.
Það hreyfði þó meira en
jörðin við landsmönnum í
október. Móðir ellefu ára
drengs í Garðabæ greindi frá
hrottalegu einelti sem sonur
hennar hafði orðið fyrir frá
skólafélögum hans og hversu
ráðalaus þau væru gagnvart
aðstæðunum. Landsliðsmenn
úr bæði fótbolta og handbolta
sendu drengnum hvatningar-
orð sem og margir þjóðþekkt-
ir einstaklingar á borð við
Ingó Veðurguð, Ævar vísinda-
mann og menntamálaráðherra
– Lilju Alfreðsdóttur.
Lögreglan sætti gagn-
rýni eftir að myndir fóru á
flug í netheimum sem sýndu
meintar áróðursmerkingar
á búningum lögreglumanns.
Merkingar vísuðu til áróð-
urs nýnasista og hvítrar
þjóðernis hyggju, en umrædd-
ur lögreglumaður kvaðst ekki
hafa vitað um þá tengingu.
Í kjölfarið voru send fyrir-
mæli til lögregluþjóna að láta
af þeirri háttsemi að merkja
búninga sína með merkjum
sem ekki tilheyri lögreglu-
búningum.
10 manna takmörkun
Um mánaðamótin október/
nóvember voru tilkynntar
hörðustu samkomutakmark-
anir til þessa, en aðeins tíu
manns máttu koma saman.
Aukin áhersla var jafnframt
lögð á grímunotkun, sem gilti
fyrir alla sem voru fæddir
fyrir 2015. Sundlaugum og
krám var gert að loka og veit-
ingastaðir máttu aðeins hafa
opið til 21.00. Íþróttir og sviðs-
listir voru óheimilar auk þess
sem fimmtíu manna hámarks-
fjöldi einstaklinga gilti fyrir
lyfja- og matvöruverslanir.
Nóvember
Landsmenn fengu sýn í undir-
heima Íslands þegar mynd-
bönd fóru að ganga á netinu
sem sýndu refsiverða hátt-
semi. Annars vegar var um
tvö myndbönd að ræða sem
sýndu hvar bensínsprengjum
var kastað í íbúðarhús annars
vegar í Úlfarársdal og hins
vegar í Þingholtunum. Eins
gengu myndbönd af grófri
árás. Árásarmaður var Guð-
laugur Þór Einarsson, sem
hefur keppt í bardagaíþrótt-
inni MMA á Íslandi. Brota-
þoli á myndbandinu var Ævar
Annel Valgarðsson, sem lög-
regla lýsti eftir í kjölfarið og
gekk nokkuð illa að hafa uppi
á. Ævar var grunaður um að
tengjast bensínsprengjuárás-
unum.
Lög á verkfall
Slegist var á fleiri vígstöðum
en í undirheimum, en hjá Sam-
fylkingunni var tekist á um
varaformennsku á rafrænum
landsfundi í nóvember. Helga
Vala Helgadóttir, þingmaður
flokksins, gerði þar mis-
lukkaða atlögu að sitjandi
varaformanni, Heiðu Björgu
Hilmisdóttur, sem hélt velli í
kosningunum.
Skýrsla um hópsmitið á
Landakoti kom út í nóvem-
berbyrjun og gaf hún dökka
mynd af stöðu sóttvarna á
spítalanum. Loftskipti voru
sögð léleg, m.a. vegna engrar
loftræstingar. Þá var aðbún-
aður allur sagður hinn versti.
Skýrsluhöfundar og stjórnend-
ur Landspítala lögðu áherslu
Alþingismenn höfðu um fátt annað að hugsa en COVID á þessu ári. MYND/ANTON BRINK
FRÉTTIR 15DV 30. DESEMBER 2020
Margar hópsýk-
ingar komu fram
og var sú alvar-
legasta án efa sú
sem kom upp á
Landakoti.