Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 16
á að ekki væri hægt að kenna neinum um hvernig fór, en al- menningur var ekki að fullu sannfærður enda kom fram í skýrslunni að mikið af þeim annmörkum sem voru fundnir á Landakoti höfðu verið þekkt- ir um nokkurt skeið. Skýrslan er ekki formleg úttekt á smit- inu, slík rannsókn fer fram á vegum Landlæknis og er sú rannsókn hafin. Kjaramál voru enn fyrirferð- armikil og samþykkti Alþingi í lok nóvember að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgis- gæslunnar. Kom lagasetningin í kjölfar þess að gæslan hafði verið án þyrlu til taks í nokkra daga, en slíkt þótti ótækt og varða almannahagsmuni. Farsóttarþreyta Knattspyrnumaðurinn hár- fagri, Rúrik Gíslason, til- kynnti að hann hefði lagt fót- boltaskóna á hilluna aðeins 32 ára gamall. Hann lék síðast með þýska B-deildarliðinu Sanhausen en losnaði þaðan í júní. Hann mun þó ekki vera verkefnalaus heldur hefur hann stofnað tónlistarfyrir- tækið RG19 Viðburðir ehf. og þá og þegar mun vera von á hans fyrsta lagi og mynd- bandi. Þriðja bylgja kórónuveir- unnar hélt áfram að lama samfélagið og tíu manna sam- komutakmörkun fylgdi okkur út mánuðinn og grímuskylda var í flestum ef ekki öllum verslunum. Mikil þreyta gerði vart við sig í samfélaginu þar sem margir voru komnir með meira en nóg af sóttvarna- aðgerðum en tíðindi utan úr heimi um framleiðslu bólu- efnis gáfu tilefni til bjartsýni. Þingmennirnir Brynjar Níels- son og Sigríður Á. Andersen vöktu nokkra furðu þegar þau fóru mikinn í fjölmiðlum og gagnrýndu sóttvarnaað- gerðir sem þeim þóttu ganga of langt og ekki skila tilætl- uðum árangri. Sjálfur forseti Íslands var sendur í sóttkví eftir að smit kom upp í umhverfi hans og Víðir Reynisson, einn af þríeykinu knáa, veiktist af veirunni. Athygli vakti þegar Orka náttúrunnar var sýknuð af ásökunum fyrrverandi starfs- manns, Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, um ólögmæta uppsögn og kynbundna launa- mismunum. Áslaug steig fram á síðasta ári og greindi frá því að uppsögn hennar hefði verið í kjölfar þess að hún kvartaði undan hegðun yfirmanns síns. Í dómi héraðsdóms var rakið að Áslaug hefði um hríð verið hæst launuð allra forstöðu- manna Orku náttúrunnar. Eins var rakið að uppsögn hennar hefði átt sér málefna- lega ástæðu sem ekki tengd- ist kvörtun hennar, heldur frammistöðu hennar í starfi. Desember Landsmenn bjuggu sig undir óhefðbundin og lágstemmd jól í faraldrinum og voru hvattir til að eiga aðeins samskipti við mest tíu einstaklinga yfr hátíðirnar. Landsmenn fóru að leyfa sér bjartsýni eftir já- kvæð tíðindi af bóluefnum sem virtust handan við hornið. Það olli því töluverðum vonbrigð- um þegar greint var frá því að ekki myndi takast að ná hjarð- ónæmi með bólusetningu á Ís- landi fyrr en síðla næsta árs. Ísland á EM 2022 Yfirdeild Mannréttindadóm- stóls Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefð brotið í bága við ákvæði Mannréttindasáttmála Evr- ópu þegar skipað var í Lands- rétt. En fjórir dómarar voru skipaðir þvert á mat hæfnis- nefndar án þess að fyrir því hefði verið færður nægilegur rökstuðningur. Það varð mikið gleðiefni í upphafi mánaðar þegar A-landslið kvenna í knatt- spyrnu tryggði sér sæti í úr- slitakeppni EM 2022. Lands- liðið ásamt þjálfara og fleirum fagnaði áfanganum í Búdapest í Ungverjalandi en þar átti sér stað alvarlegur trúnaðar- brestur milli leikmanna og þjálfarans, Jóns Þórs Hauks- sonar. Mun Jón, undir áhrifum áfengis, hafa látið falla um- mæli sem fóru langt fyrir strikið gagnvart nokkrum leikmönnum. Í kjölfarið sagði Jón Þór starfi sínu lausu. Samfylkingu barst liðs- styrkur þegar Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk í flokk- inn. Rósa Björk sat á þingi fyrir Vinstri græn, en sagði sig úr flokknum í september í kjölfar fyrirhugaðrar brott- vísunar egypsku fjölskyld- unnar, en viðbrögð Vinstri grænna hefðu opnað augu Rósu fyrir því að hún ætti ekki lengur samleið með sín- um gamla flokki. Aurskriða á Seyðisfirði Skömmu fyrir jól féll fjöldi aurskriða á Seyðisfirði, með hrikalegum afleiðingum. Rýma þurfti bæinn og var neyðarstigi almannavarna lýst yfir. Fjórtán hús eru horfin eða hrunin eftir ham- farirnar og íbúar slegnir og í sárum. Ekki varð af manntjón en ljóst að litlu mátti muna þar sem stór skriða féll á hluta bæjarins sem ekki hafði verið rýmdur og áttu þá margir fótum sínum fjör að launa. Mikil vinna er nú fram undan við verðmætabjörgun og upp- byggingu í bæjarfélaginu. En ekki þykir víst að allir íbúar treysti sér til að snúa til baka eftir þessa erfiðu reynslu. Það er því með litlum sökn- uði sem Íslendingar kveðja árið 2020, ár sem einkenndist af vægðarlausri náttúrunni og óþreytandi kórónuveirunni. Við munum þó flest að erfið- leikarnir styrkja okkur svo það verður harðgerð þjóð og full baráttuvilja sem skríður undan þessum vetri, undan veirunni og vonandi fljótlega undan atvinnuleysi og kreppu. Gleðilegt nýtt ár. n Stórfellt eignatjón varð á Seyðisfirði þegar stórar aurskriður féllu á bæinn. MYND/ANTON 16 FRÉTTIR 30. DESEMBER 2020 DV Fjórtán hús eru horfin eða hrunin eftir hamfarirnar og íbúar slegnir og í sárum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.