Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 48
fyrir atvinnulausa sem virkja
sköpunarkraft til góðra verka.
Íslendingar ná að halda sér
nokkuð vel á floti í gegnum
kreppuna en ég sé þó merkjan-
lega aukningu á nauðungar-
sölum eftir því sem líður á
árið. Þeir aðilar eiga sér þó
málsvara inn á Alþingi sem
munu berjast ötullega fyrir
réttindum þeirra.
Verkalýðshreyfingin verður
áfram áberandi. Þar sé ég Sól-
veigu Önnu Jónsdóttur hjá
Eflingu halda áfram að vera
háværan málsvara láglauna-
fólks. Hún mun tvíeflast og
ganga hart fram í þágu félags-
manna og sá styr sem hefur
staðið um hana vegna innan-
hússmála hjá Eflingu, ég sé
hann líða undir lok. Hún þarf
að verjast árásum frá Sam-
tökum atvinnulífsins sem saka
hana um að hafa leitt til þess
að fjöldi fyrirtækja fór í þrot
og fjöldi félagsmanna hennar
tapaði vinnu sinni.
Stjórnvöld munu fara af stað
með átak næsta sumar þar sem
búinn verður til fjöldi tíma-
bundinna starfa, bæði fyrir
háskólanema sem og bótaþega
á atvinnuleysisskrá. Eins, sé
ég eitthvað útspil ríkisstjórn-
arinnar sem miðar að því að
auðvelda vinnuveitendum
að fjölga störfum, eða halda
starfsmönnum sem annars
hefðu misst vinnuna.
Hreyfing og íþróttir
Leiðin að markinu hefur verið
fyrir fram ákveðin fyrir Söru
Björk Gunnarsdóttur fyrir-
liða íslenska landsliðsins í
knattspyrnu. Núna er lands-
lið kvenna í startholunum að
takast á við framhaldið. Hér
standa þær þétt saman en nýr,
erlendur þjálfari kemur hér
fram og nýr hópur starfsfólks,
sem sér til þess að stúlkurnar
nái þeim árangri sem þeim er
ætlað og geta sætt sig við.
Björn Leifsson brosir breitt
í janúar. Íslenska þjóðin flykk-
ist í líkamsræktarstöðvarnar
hér í byrjun árs en fyrst um
sinn verða settar fjölda-
takmarkanir. Þær verða þó
felldar niður þegar líða tekur
á árið. Þjóðin hreyfir sig sem
aldrei fyrr. Vellíðan, jafn-
vægi og hreysti er svarið hér
gegn offitu og þunglyndi sem
safnast hefur upp í ástandinu.
Hjólaæðið nær nýjum víddum.
Notkun rafmagnshjóla fer
upp úr öllu valdi hér á landi
2021 og verður sett fram sér-
stök reglugerð á árinu hvað
notkun þeirra varðar sem og
hvað varðar rafhlaupahjóla-
leigur. Ég sé fyrir nokkur
misalvarleg slys á fólki vegna
rafhlaupahjóla sem gera það
að verkum að stjórnvöld telja
rétt að stíga inn í með laga-
setningu sem setur skorður
við hámarkshraða.
Skemmtanalíf
Daði og Gagnamagnið taka
Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva og pakka
henni saman. Daði verður
sterk landkynning en því
miður sigrum við ekki þetta
árið heldur náum í þriðja sinn
í annað sætið á keppninni.
Enda er það hinn íslenski
sigur þar sem fæstir kæra sig
um þau útgjöld sem fylgja því
að halda Eurovision-keppnina
hér á landi, auk þess yrði allt
of mikið af túristum á landinu
og við rétt að venjast því að
eiga miðborgina aftur fyrir
okkur. Daði sigrar hins vegar
því hans stjarna skín skært í
Bandaríkjunum þetta árið.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyj-
um verður sú allra veglegasta
í ár. Landsmenn flykkjast á
útihátíðina sem fer fram um
Verslunarmannahelgina. Fjöl-
menni verður óvenju mikið og
því miður sé ég nokkur alvar-
leg brot koma upp á hátíðinni,
bæði ofbeldis- og fíkniefna.
Í aðdraganda hátíðarinnar
verður lögreglan í Vestmanna-
eyjum fyrir mikilli gagnrýni
og háværar áskoranir berast
frá nokkrum baráttuhópum
um að blása hátíðina alfarið
af.
Það verður rækilega fagn-
að í mars þegar skemmti-
staðir mega aftur hafa opið
fram eftir nóttu. Jafnvel of
mikið fagnað og mun lög-
regla standa í ströngu við að
eiga við drykkjulæti í mið-
borginni. Ástandið varir þó
stutt og margir munu áfram
tileinka sér COVID-siðinn að
fara snemma út og koma heim
snemma.
Veðrið
Þó að það sé það síðasta sem
við Íslendingar þurfum þá
verður veturinn þungur. Ég
sé mikið af appelsínugulum
viðvörunum í janúar og eina
rauða.
Hér sé ég snjóflóð við varn-
argarðinn á Siglufirði en hve-
nær, kemur ekki skýrt fram,
nema hvað að efstu húsin gætu
beðið tjón þar, en engin mann-
eskja hlýtur skaða af.
Sólskinsstundir verða marg-
ar sumarið fram undan en úr-
komudagar enn fleiri. Árið
2021 einkennist af miklum
hlýindum en um allt landið
verður mjög úrkomusamt. Já,
þetta sumar verður frekar
blautt og sólarrýrt. Úrkoma
birtist hér langt yfir meðal-
lagi um mest allt land.
Eldgos sé ég á árinu, en hvar
sé ég ekki, enda náttúran með
öllu óútreiknanleg, jafnvel þó
maður búi yfir þriðja auganu.
Eldgosið mun valda nokkrum
truflunum á samgöngum. Mér
sýnist það endast stutt, þetta
gos.
Jarðskjálftar verða margir
á árinu. Nokkrir svo stórir að
vel finnst fyrir þeim í byggð-
um og bæjum og einn svo stór
að nokkuð eignatjón verður af.
Stjórnmál
Það verður mikill titringur
í ríkisstjórninni í ársbyrjun
og hún hangir á bláþræði.
Þrátt fyrir það tekst henni
með herkjum að komast í
gegnum sumarið og að næstu
kosningum. Ríkisstjórnin nær
ekki endurkjöri. Ég sé tvö stór
hneyksli sem tengjast þing-
mönnum og eitt sem tengist
ráðherra sem eiga sér stað
fyrir sumarið. Eitt málið teng-
ist metoo-byltingunni.
Unga kynslóðin kemur sterk
inn þegar stjórnmálin eru
annars vegar á nýju ári og ég
sé mörg ný andlit á Alþingi í
kjölfar kosninganna næsta
haust og nokkur þeirra eru á
þrítugsaldri.
Árið 2021 verður mikið
átakaár í stjórnmálum, þrír
flokkar munu tilkynna fyrir
kosningar að þeir geti ekki
hugsað sér samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn og munu
kynna sig sem nokkurs konar
sameiginlegt mótframboð
gegn íhaldinu.
Kosningarnar munu svo
fela í sér miklar breytingar og
nýja leikmenn. Allt er breytt.
Framsókn og Miðflokkur
fara í harða kosningabaráttu
og skipta á milli sín fylgi
miðjumanna. Ég sé þó Fram-
sóknarflokkinn fá meira fylgi
að lokum. Ásmundur Einar
Daðason, barnamálaráðherra,
verður vinsæll sem og Lilja
Alfreðsdóttir, menntamála-
ráðherra, og verða þau lykil-
menn í að landa atkvæðum
kjósenda til flokksins. Ég sé
Sigurð Inga Jóhannsson, for-
mann Framsóknar hætta í
stjórnmálum og mun Lilja
taka við af honum. Sigurður
hugar loksins almennilega að
heilsunni, þar sem styrkur
hans dvínar á árinu og hann
breytir um takt í lífinu og
nýtur lífsins með fólkinu sínu
í stað þess að vera á sífelldum
hlaupum.
Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson formaður Mið-
flokksins mætir daglega í
líkamsræktina eins og alþjóð
og tekur mataræðið í gegn, því
hér er talað um ofsa kvíða eða
ótta sem hann tekst á við. Það
er eitthvað ójafnvægi innra
með honum og hann fær að-
stoð hvað það varðar. Rödd
hans er ekki eins hávær árið
fram undan og áður.
Flokkur fólksins missir
fylgi. Niðurstaða kosning-
anna er þokukennd en annað
hvort mun flokkurinn ekki
ná inn á þing eða fá algjöra
lágmarkskosningu. Má þetta
rekja til tilkomu Sósíalista-
flokksins sem tekur til sín
Kosningabarátta Bjarna verður söguleg. MYND/STEFÁN KARLSSON
Það verður mikill titringur í
ríkisstjórninni í ársbyrjun og
hún hangir á bláþræði.
48 FÓKUS 30. DESEMBER 2020 DV