Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23DV 30. DESEMBER 2020 Uppákomur á ári veirunnar Árið 2020 verður í manna minnum árið þar sem kórónuveiran stal jólunum, eða öllu heldur árinu. Samkomubönn, tveggja metra regla og reglulegir upplýsingafundir þríeykisins settu svip sinn á árið- og eins varð til ný tegund af fréttum – svonefndar COVID-uppákomur sem vöktu mikla athygli. ELSTI ÁHRIFAVALDUR Á ÍSLANDI Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, varð óvænt uppnefnd elsti áhrifavaldur Íslands, eftir að hún var gestur á reglulegum fundi almannavarna- deildar ríkislögreglustjóra vegna kórónuveirunnar þann 4. nóvember. Þórunn mætti á fundinn til að tala um aðstæður aldraðra í faraldrinum og nýtti tækifærið og benti á nær- ingardrykkinn Næring+ og gerði gott betur og dró upp tvær fernur og sýndi. Drykkurinn er framleiddur af MS og vakti uppátækið athygli þar sem ekki er gert ráð fyrir auglýsingum á upplýsingafundi. Þórunn benti í kjölfarið á að drykkurinn hefði verið framleiddur að tilstuðlan Lands- sambandsins með eldri borgara í huga og út frá ráðleggingum land- læknis um næringarþörf hjá hrumu eða veiku eldra fólki, en næringar- skortur væri mikið vandamál meðal eldri borgara. Þórunn kippti sér þó ekkert upp við áhrifavaldstitilinn og í samtali við DV sagðist hún taka því fagnandi því eldri borgarar þyrftu á því að halda að eiga sér málsvara. KALLAÐ EFTIR AFSÖGN Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra, komst í hann krappann um jólin. Hann hafði brugðið sér með eiginkonu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á sölusýningu í Ás- mundarsal þar sem fjöldi fólks var saman kominn. Svo mikill fjöldi var á svæðinu að lögregla greindi frá því í dagbók sinni að grunur væri um að sóttvarnareglur hefðu verið brotnar. Bjarni baðst afsökunar í samtali við RÚV og nefndi hann þar konu sína fjórum sinnum á nafn. Fannst mörgum hann þar ýja að því að það væri konunni hans að kenna að hann komst í þessar aðstæður og hann sjálfur bæri þar enga sök. Flestir sáu þó í gegn um þetta. FÖGNUÐU OG BRUTU REGLUR Valur varð Íslandsmeistari í elstu deild karla í október eftir að KSÍ ákvað að blása öll Íslandsmót af vegna kórónuveirunnar. Vals- menn fögnuðu þessum tíðindum vel og mikið á samkomustað á Hlíðarenda. Hins vegar voru þá samkomutakmarkanir svo að ekki máttu fleiri en tuttugu koma saman, en af myndum og mynd- skeiðum sem Valsmenn birtu af fögnuðinum mátti sjá að töluvert fleiri voru á Hlíðarenda en reglur heimiluðu. Sömu sögu var að segja af leik- mönnum Leiknis sem komust upp í efstu deild karla í október. Mynd- band fór í dreifingu sem leikmaður Leiknis tók í gleðskapnum og mátti þar sjá kampavínið flæða yfir mann- skapinn. Ljóst var að fleiri en tutt- ugu voru þar saman komnir og engin tveggja metra regla var virt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í nóvember rannsókn á sam- komunum tveimur og meintum brotum á sóttvarnareglum. VINKONUHITTINGUR RÁÐHERRA Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ferða- mála-, iðnaðar og nýsköpunar- ráðherra, hitti vinkonuhóp sinn í ágúst og voru myndir af því birtar á Instagram. Athygli vakti að vin- konurnar gættu ekki að tveggja metra reglu á hittingnum og var ráð- herrann harðlega gagnrýndur fyrir vikið, enda höfðu margir landsmenn á þeim tíma þurft að fresta sam- komum af hverju tagi vegna sam- komutakmarkana. Eins vakti athygli að vinafagnaðurinn hafði að hluta til verið samstarf við fyrirtæki, en Þór- dís hefur fullyrt að hún hafi borgað sinn eigin reikning þó svo einhverjar vinkonur hennar hafi verið í sam- starfi við veitingastaðinn og hót- elið sem þær dvöldu á. Þórdís brást upphaflega við gagnrýninni með því að afsaka og réttlæta atvikið, en viðurkenndi síðar að myndir sem birtust frá þessum degi hefðu verið „taktlaus og mistök“. Hins vegar taldi sóttvarnalæknir að ekki hefði um brot á reglum verið að ræða. Þórdís sagði í fjölmiðlum að þrátt fyrir að vera stjórnmálamaður þá væri hún líka manneskja. „Ég ætla að vera ég sjálf. En það er snúið að kalla eftir manneskjulegum mann- eskjum í pólitík, en leyfa þeim svo ekki að vera manneskjur. Gleymum því ekki að það er stór hluti þess að vera manneskja, að gera mis- tök, vera taktlaus, hafa ekki alltaf hugsað hlutina til enda.“ ENSKIR LANDSLIÐSMENN Í BOBBA Tveir enskir landsliðsmenn í knatt- spyrnu, Mason Greenwood og Phil Foden, brutu sóttvarnareglur hér á landi í september þegar þeir buðu tveimur íslenskum konum í heim- sókn til sín á Hótel Sögu. Leikmenn- irnir áttu að gæta sóttkvíar á meðan þeir voru hér á landi og var óheimilt að hit ta aðra aðila. Stúlkurnar tvær, Nadía Sif Gunnarsdóttir og Lára Clausen, birtu myndskeið af hittingnum á samfélagsmiðlum, en þau skilaboð voru aðeins ætluð af- mörkuðum hópi. Engu að síður fóru myndskeiðin í dreifingu og bárust DV, sem greindi fyrst frá málinu. Brot ensku leikmannanna vöktu heimsathygli og áttu stúlkurnar fullt í fangi við að svara ágangi fjölmiðla í kjölfarið. Greenwood og Foden voru reknir úr landsliðinu vegna brotsins og voru harðlega gagnrýndir fyrir vikið. Lára og Nadía urðu svo óvænt skot- spónn æstra aðdáenda sem kenndu þeim um uppákomuna, þrátt fyrir að þær hafi ekki átt að vera í sóttkví á umræddum tíma. MYND/AÐSENT SKJÁSKOT MYND/FJÓSIÐ-STUÐNINGSMANNASÍÐA VALS SKJÁSKOT/UPPLÝSINGAFUNDUR ALMANNAVARNA MYND/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.