Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR
L esendur DV hafa valið manneskju ársins 2020. Fjöldi góðra tilnefninga
barst frá lesendum en eftir að
opnað var fyrir kosningu varð
ljóst að kórónuveiran og þeir
sem stóðu í framlínunni í bar-
áttunni við hana voru lands-
mönnum ofarlega í huga.
Að lokum voru það heil-
brigðisstarfsmenn sem hlutu
heiðurinn fyrir þeirra þrot-
lausa starf í baráttunni þar
sem margir lögðu heilsu sína
og velferð að veði til að hjálpa
þeim sem heilbrigðisaðstoð
þörfnuðust.
Það er þrautin þyngri að
hafa samband við heila starfs-
stétt til að greina frá tíðindum
á borð við að stéttin sem heild
sé manneskja ársins hjá DV.
Því urðu fyrir valinu Ragnar
Freyr Ingvarsson sem var
umsjónarlæknir göngudeildar
COVID og Erna Niluka Njáls-
dóttir hjúkrunarfræðingur
sem tók þátt í uppbyggingu
deildarinnar og hefur starfað
þar frá því að hún var sett á
laggirnar í vor.
Í öðru sæti var þríeykið svo-
kallaða sem samanstendur
af Ölmu Möller landlækni,
Þórólfi Guðnasyni sóttvarna-
lækni og Víði Reynissyni,
yfirlögregluþjóni almanna-
varnadeildar ríkislögreglu-
stjóra. Eftir atvikum var
Rögnvaldur Ólafsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn einnig
hluti af þríeykinu í stað Víðis.
Þríeykið hélt þjóðinni upp-
lýstri í gegnum faraldurinn
og lagði okkur línurnar, sem
og stjórnvöldum, og á stóran
þátt í hvernig hefur gengið.
Í þriðja sæti var forstjóri
Íslenskrar erfðagreiningar,
Kári Stefánsson, en hann
ásamt fyrirtæki hans hefur
veitt Íslendingum ómælda
aðstoð í faraldrinum þar sem
starfsemi fyrirtækisins var
lögð til hliðar til að gegna
sjálfboðaliðastarfi og liðsinna
Íslendingum. n
30. DESEMBER 2020 DV
ÞAU ERU MANNESKJUR ÁRSINS 2020
Manneskjur ársins 2020 að mati
lesenda DV eru heilbrigðisstarfs-
fólk sem hefur staðið sig eins og
hetjur í baráttunni gegn COVID.
Erla Dóra
Magnúsdóttir
erladora@dv.is
MYND/ANTON BRINK
ERNA NILUKA
„Mér er sérstakur heiður sýndur að vera tilnefnd til
þessara verðlauna, í félagi við samstarfsfólkið mitt,
sem hefur staðið í framlínunni á liðnum mánuðum. Við
höfum staðið langa og stranga vakt þetta árið, þyngri
vakt en oft áður, en það er mín upplifun að þetta ár hafi
ekki bara verið ár erfiðleika heldur líka verið ár sigra. Ár
sigra þrátt fyrir það áfall sem margar fjölskyldur hafa
orðið fyrir og það áfall sem hefur dunið á efnahag okkar
Íslendinga, og alls heimsins. Sigur okkar er að skaðinn
hafi ekki orðið meiri en blasti við okkur í upphafi. Og
ástæða þessa sigurs er ekki bara framlag okkar sem
erum í framlínunni, heldur fyrir sakir framlags okkar
allra. Við öll tókum höndum saman og ákváðum að
þetta væri verkefni sem við myndum sigrast á, hönd
í hönd. Að því sögðu þá unnum við sannarlega mikið,
meira en maður man í raun eftir og oft við mjög svo
krefjandi aðstæður. Hulin þykkum búningum að reyna
að veita þeim sem veikir voru viðeigandi þjónustu og
hlýju. En þegar allt kemur til alls þá vorum við að sinna
sjúklingum og fjölskyldum þeirra, verkefnum sem alla
jafna er hægt að ætlast til að við sinnum daglega, alla
daga – með því að leggja okkur sjálf í hættu, vinna nótt
og dag, takast á við erfið samtöl og hlúa að sjúklingum
og aðstandendum á þeirra erfiðasta degi. Við höfum
svo sannarlega fundið fyrir auknum stuðningi almenn-
ings, svo og stjórnmálamanna, enda hafa allir fengið
að sjá hversu mikilvægt starf okkar er, sérstaklega
nú þegar svo mikið reynir á. Núna, vonandi, sér fyrir
endann á þessari vegferð, þessu mjög svo átakanlega
ferðalagi, að þessum heimsfaraldri fari að ljúka. Mín
von er að þessi kærleikur og sú velvild sem við Íslend-
ingar höfum sýnt hverju öðru lifi áfram. Auk þess óska
ég að þegar þessu óveðri slotar – verði áfram hugsað
til okkar af sama hlýhug og þegar verst viðraði.”
RAGNAR FREYR
„Það gleður mig mjög að heyra að heilbrigðisstarfsfólk
hafi hlotið þann heiður að vera valið maður ársins af
lesendum DV. Það gleður alltaf að fá viðurkenningu
fyrir vel unnin störf.
Það eru sérstök forréttindi að fá að starfa við að sinna
fólki – það er bæði áhugavert og gefandi. Og stundum
krefjandi. Sjaldan eins krefjandi og nú undanfarna
mánuði. Þetta hefur ekki bara verið erfitt fyrir okkur
sem störfum við að sinna sjúklingum og aðstandendum
þeirra – heldur krefjandi fyrir okkur öll.
Sjaldan hafa heilbrigðismál verið jafnmikið í brenni-
depli og einmitt nú. Af augljósum ástæðum. Allt sam-
félagið hefur, jú, verið undir í þessum heimsfaraldri. Og
vegna þessa hefur starf okkar sem veitum heilbrigðis-
þjónustu orðið svo miklu sýnilegra en áður.
Fréttir bárust frá starfseminni á sjúkrahúsinu og í
heilsugæslunni daglega, stundum oft á dag. Fréttir
af líðan sjúklinga sem voru innlagðir eða lágu veikir
heima fóru um allt samfélagið. Á sama tíma held ég
að mörgum hafi orðið ljóst hversu mikilvægt framlag
okkar heilbrigðisstarfsmanna er. Ekki bara í þessum
faraldri heldur alltaf. Við erum alltaf til staðar.
Ég held að þessi heimsfaraldur hafi sýnt okkur glögg-
lega að til þess að okkar litla samfélag geti gengið upp
þá verðum við að standa saman. Og við verðum að
standa vörð um þá þjónustu sem við viljum veita og ef
við sjálf veikjumst að fá að þiggja.
Þessi viðurkenning sýnir að við forgangsröðum heilsu
okkar og heilbrigði efst. Takk fyrir okkur.”