Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
Hörð átök áttu sér stað
innan SÁÁ þegar kosið var
um nýjan formann. Þórarinn
Tyrfingsson og Einar Her-
mannsson tókust þar á og
fóru stuðningsmenn beggja
mikinn í fjölmiðlum í aðdrag-
anda kosninganna. Rafmagn-
að andrúmsloft var á fundi
aðalstjórnar og mikill hiti í
fundargestum. Einar hafði á
endanum betur og er tekinn
við sem formaður.
Banaslys og líkfundur
Sá harmleikur átti sér stað
í lok júní að hjón létu lífið í
mótorhjólaslysi á Vesturlands-
vegi þar sem hann liggur í
gegnum Kjalarnes. Tildrög
slyssins voru rakin til hálku
vegna galla í nýlögðu malbiki.
Boðað var til mótmæla við
húsakynni Vegagerðarinnar
í Borgartúni. Í kjölfarið var
ráðist í endurskoðun á gæða-
eftirliti með lagningu malbiks,
og nýlagt malbik á tveim stöð-
um fræst upp og endurlagt.
Líkfundur varð í smábáta-
höfninni í Reykjanesbæ nærri
skessuhellinum. Ekki er talið
að neitt saknæmt hafi átt sér
stað.
Júlí
Greina mátti miklar tilslak-
anir hvað varðar viðbrögð
stjórnvalda sem og almenn-
ings í mánuðinum. Þannig
fór goslokahátíð fram, þó í
breyttri mynd. Tilslakanirnar
áttu ekki eftir að vara lengi,
því þjóðhátíð sem halda átti
mánuði seinna var aflýst og
þriðja bylgja faraldursins svo-
kallaða var þá í þann mund að
hefjast. Eins fór fyrir fjöl-
mörgum bæjarhátíðum um
allt land.
Þess var minnst þann 10.
júlí að hálf öld var liðin frá
eldsvoða á Þingvöllum sem
varð Bjarna Benediktssyni
afabróður fjármálaráðherra
og alnafna Bjarna Ben., konu
hans og dóttursyni að bana.
Minningarathöfn var haldin
á Þingvöllum. Eldsupptök eru
enn óupplýst.
Húsavík í brennidepli
Húsavík varð frægasti bærinn
á Íslandi eftir að Eurovision-
mynd var frumsýnd á Netflix í
lok júní, og vakti myndin mikla
athygli. Þar leikur Húsavík
stórt hlutverk sem heimabær
aðalpersóna myndarinnar, sem
fjallar um viðleitni þeirra til
að verða fyrstu Íslendingarnir
til að vinna keppnina. Kvik-
myndin hlaut misjöfn viðbrögð
áhorfenda en skemmtanagildið
var þó talið mikið, einkum fyr-
ir þá sem búa yfir hjarta sem
slær fyrir Eurovision. Sveitar-
stjóri sagði Húsvíkinga ætla að
hagnýta sér þá auglýsingu sem
í myndinni fólst. Barinn Ja Ja
Ding Dong var opnaður og vís-
aði nafnið í lag úr kvikmynd-
inni. Eins varð lagið Húsavík
úr myndinni eitt vinsælasta
lag sumarsins á Íslandi.
Kjarabarátta Icelandair
við flugfreyjur hélt áfram en
öllum flugfreyjum Icelandair
var sagt upp þann 18. júlí. Til-
kynnti Icelandair að það hygð-
ist nota „öryggisfulltrúa“ um
borð í vélum sínum. Daginn
eftir uppsagnirnar var nýr
samningur undirritaður, sem
var svo kolfelldur í atkvæða-
greiðslu. 73% sögðu nei.
Tilkynnt var að kosið yrði
til Alþingis næst haustið 2021,
þann 25. september nánar
tiltekið. Ákvörðunin hlaut
nokkra gagnrýni, og þá helst
vegna þess hve lítinn tíma ný
stjórn fengi til þess að klára
fjárlagafrumvarp og að baga-
legt væri að reka kosninga-
baráttu yfir hásumarið.
Fimm voru dæmd til fang-
elsisvistar í svonefndu Hval-
fjarðargangamáli. Fimm-
menningarnir voru ákærðir
fyrir amfetamínframleiðslu í
sumarbústað og fyrir náttúru-
spjöll fyrir að losa spilliefni út
í náttúruna. Málið kom upp í
febrúar.
Stjörnunuddarinn svonefndi,
Jóhannes Tryggvi Svein-
björnsson, var ákærður fyrir
kynferðisbrot gegn fjórum
konum. Meint brot hans höfðu
lengi verið til umfjöllunar
í fjölmiðlum, en fleiri tugir
kvenna höfðu stigið fram og
sakað hann um að hafa beitt
sig kynferðisofbeldi.
Mannskæður eldsvoði
Harmleikur átti sér stað í
miðborginni þann 25. júní
þegar eldsvoði varð í íbúðar-
húsi á horni Vesturgötu og
Bræðraborgarstígs. Eldsupp-
tök reyndust vera íkveikja.
Þrennt lést í eldsvoðanum og
átti bruninn eftir að verða eitt
stærsta fréttamál sumarsins.
Íbúðarhúsinu hafði verið skipt
niður í fjölda útleiguherbergja
og var aðbúnaðurinn slæmur
og brunavörnum alvarlega
ábótavant. Margir veltu vöng-
um yfir því hver bæri ábyrgð
á harmleiknum. Maðurinn
sem kveikti í, eigandi hússins,
yfirvöld sem ekki höfðu staðið
sig í stykkinu að tryggja rétt-
indi erlends verkafólks á Ís-
landi, auk þess sem bent var á
mikla undirmönnun í slökkvi-
liðinu. Karlmaðurinn sem
kveikti í húsinu hefur verið
ákærður fyrir manndráp og
íkveikju.
Bruninn hratt af stað mikl-
um umræðum um aðbúnað
erlends verkafólks á Íslandi.
Rannsókn Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar á brun-
anum leiddi í ljós að um ófull-
nægjandi brunavarnir hefði
verið að ræða, og að ráðist
hefði verið í miklar breytingar
á húsinu að innan, án aðkomu
byggingarfulltrúa. Ekki voru
lagðar til neinar reglubreyt-
ingar í skýrslu HMS.
Önnur bylgja COVID
Náttúran hélt áfram að minna
á sig með jarðskjálftum. Sá
stærsti var af stærðinni 4,5 og
varð við Fagrafjall á Reykja-
nesi og fannst vel á suðvestur-
horni landsins.
Eftir tilslakanir í byrjun
sumars tókst kórónuveirunni
að komast aftur á flug, sem
olli annarri bylgju COVID-19
á Íslandi. Því var gripið á
það ráð að herða sóttvarna-
aðgerðir innanlands sem og
á landamærum að nýju. Nú
máttu aftur ekki fleiri en 100
koma saman og tveggja metra
reglu átti að virða í allri starf-
semi. Andlitsgrímur bæri að
bera þar sem ekki væri hægt
að tryggja tvo metra. Á landa-
mærunum áttu allir sem til
landsins komu frá áhættu-
svæðum að fara í tvöfalda
sýnatöku og gæta sóttkvíar á
meðan beðið væri eftir niður-
stöðum.
Ágúst
Í kjölfar annarrar bylgju
kórónu veirunnar var tekist á
um það í umræðunni hverj-
um slík smit væru að kenna.
Ferðaþjónustan sór þau af sér
af miklum krafti en margir
sögðu stjórnvöld ganga erinda
ferðaþjónustunnar. Gylfi Zo-
ega var einn þeirra. Á þessum
tíma, um miðjan ágúst, voru
100 manna samkomutak-
markanir og einföld sýnataka
í boði fyrir erlenda ferðamenn
á Leifsstöð. Þetta breyttist á
einni nóttu þegar stjórnvöld
lögðu á tvöfalda sýnatöku og
aflögðu svokallaða heimkomu-
smitgát. Nú fóru allir í að
minnsta kosti 5 daga sóttkví
með sýnatöku í báðum endum.
Þeir fáu ferðamenn sem þó
sáust á vappi um Reykjavík
hurfu eins og dögg fyrir sólu.
Í fyrsta sinn á Íslandi var tek-
in upp grímuskylda sem átti
við í aðstæðum þar sem ekki
væri hægt að tryggja tveggja
metra reglu. Eins átti að bera
grímur í starfsemi sem krafð-
ist nálægðar og í almennings-
samgöngum.
Ný bylgja kórónuveirunnar
var þó ekki eignuð ferða-
mönnum heldur kennd við
unga fólkið sem var talið hafa
slakað um of á sóttvörnum
yfir sumartímann.
Ríkisstjórn í skimun
Stór hópsýking kom upp á Hót-
el Rangá, sem meðal annars
varð til þess að ríkisstjórnin
öll var svo send í tvöfalda
skimun, en ríkisstjórnin hafði
fundað þar með starfsfólki
stjórnarráðsins og aðstoðar-
mönnum sínum. Smitið á Hótel
Rangá reyndist alvarlegt hóp-
smit, en um 63 smit voru rakin
þangað.
Eftir að sóttvarnaaðgerðir
voru hertar að nýju fór að
bera á nýju fyrirbæri í sam-
félaginu, svonefndri farsóttar-
þreytu. Þingmenn úr stjórnar-
andstöðunni fóru að gagnrýna
meirihlutann fyrir stefnuleysi
í faraldrinum og þótti mörgum
óvissan og ófyrirsjáanleikinn
orðinn of mikill.
Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins setti svip sinn á síðustu mánuði ársins. MYND/ANTON BRINK
30. DESEMBER 2020 DV
Þeir fáu ferðamenn sem þó
sáust á vappi um Reykjavík
hurfu eins og dögg fyrir sólu.