Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Side 69

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Side 69
SPORT 69DV 30. DESEMBER 2020 HJÖRVAR HAFLIÐASON DR. FOOTBALL „Stærsta augnablikið árið 2020 var þegar HK vann sinn fyrsta deildarsigur í Vestur- bænum á KR, 0-3. Á fallegum júnídegi, ekki bara það að þeir hafi unnið leikinn heldur rúlluðu þeir yfir KR. Ungstirnið, Valgeir Val- geirsson, var frábær. Þetta var magnaður dagur og allt sem maður vildi sjá í fótbolta, skemmtilegur leikur. Það sem mikilvægast var, það voru áhorfendur. Annar hápunktur er að stórt lið í Englandi keypti fullorðinn ís- lenskan leikmann, þegar Arsenal fékk Rúnar Alex Rúnarsson.“ GUNNAR BIRGISSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR Á RÚV „Það sem stendur upp úr á þessu knattspyrnusumri er í raun og veru bara þessi fordæmalausa staða sem að myndaðist nánast í hverri einustu viku. Lið í sóttkví, einstaka leikmenn í sóttkví, smitaðir leikmenn, frestaðir leikir og allt endar þetta með að tímabilið hér heima er blásið af. Auðvitað er erfitt líka að komast hjá því að nefna frábæran árangur íslenska kvennalands- liðsins, en aftur á móti súmmeruðu síðustu tíu mínút- urnar í leik íslenska karlalandsliðsins gegn Ungverja- landi ytra, í raun og veru þetta ár bara í heild sinni.“ SVAVA KRISTÍN GRÉTARSDÓTTIR ÍÞRÓTTAFRÉTTAKONA Á STÖÐ2 „Íslensk kvennaknattspyrna stóð að mínu mati upp úr á árinu. Að fá að fylgjast með okkar bestu konu, Söru Björk Gunnarsdóttur, verða Evrópumeistara með Lyon og skora í úrslitaleiknum, var stórkostlegt. Elísabet Gunnarsdóttir náði langþráðu markmiði sínu sem þjálfari, að koma Íslendingaliði Kristianstad í Meistaradeildina. Sveindís Jane Jónsdóttir vann hug og hjörtu knattspyrnuáhugamanna, óþekkt nafn í upp- hafi árs, varð markadrottning í Pepsí Max deildinni og lauk árinu sem lykilmaður í íslenska landsliðinu. Berg- lind Björg Þorvaldsdóttir skoraði 5 mörk í jafnmörgum leikjum fyrir AC Milan, Ingibjörg Sigurðardóttir best í Noregi. Ísland á EM. 2020 var geggjað ár fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og við getum verið stolt af Stelp- unum okkar.“ BÁRA KRISTBJÖRG RÚNARSDÓTTIR ÞJÁLFARI Í SVÍÞJÓÐ „Þrátt fyrir ótrúlega skrítið fótboltaár voru nokkur atriði sem stóðu upp úr fyrir mig. Eitt af því var að Liverpool skyldi verða enskur meistari. Þrátt fyrir að stuðningsmenn ann- arra liða vilji setja stjörnu fyrir aftan þennan titil, þá er hann alveg jafn sætur fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool, enda langþráður. Þegar Sara Björk skoraði í úrslitaleik Meist- aradeildarinnar fyrst Íslendinga er svo annað sem stóð upp úr á árinu að mínu mati. Eiður Smári hefur náttúrulega unnið Meistara- deildina með Barcelona, en þetta mark hennar í þessum úrslitaleik gegn hennar gamla félagi sem hún spilaði með framan af í keppninni, var ótrúlega magnað augna- blik. Þetta mark og þessi Meistaradeildar- titill Lyon tekur verðskuldað pláss í íslenskri knattspyrnusögu.“ ELVAR GEIR MAGNÚSSON RITSTJÓRI FÓTBOLTA.NET „Þrátt fyrir nokkrar, stórar stundir verður fótboltaárinu 2020 þegar upp verður staðið því miður helst minnst sem tímabilinu þar sem COVID-19 setti allt í rugl. Sífelldar stöðvanir, áhorfendabann, heilu liðin í sóttkví, leikir Íslandsmóts- ins ekki kláraðir og kærumál í kjöl- farið. Hverjir urðu bikarmeistarar 2020? Þessi spurning verður lík- lega ofnotuð í spurningaleikjum framtíðarinnar.“ EINAR ÖRN JÓNSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR Á RÚV „Mér finnst standa upp úr að kvennalandsliðið okkar tryggði sig inn á EM án þess að þurfa í umspil. Það er meira en að segja það að halda sér á þessu leveli og virkilega vel gert hjá þeim. Auð- vitað líka gaman að sjá guttana í U21 gera það sama og sem Valsari var titillinn sætur, þó hann sé spes þetta árið.“ MYND/KSÍ MYND/AÐSEND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.