Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 45
verður okkur auðveldari og ég sé fram á að margir Íslending- ar nái að ferðast út fyrir land- steinana með haustinu. Ferðaþjónustan Ferðaþjónustan okkar hefur staðið í ströngu. Það fer að birta í þeim geira með sumr- inu en ég sé líka mörg fyrir- tækjanöfn sem þurfa að skella í lás. Úrræði stjórnvalda fyrir atvinnugreinina munu áfram sæta gagnrýni og ég sé hana eflast nokkuð á fyrstu mán- uðum ársins. Hér er einn- ig sterk kona með veglegar tengingar í viðskiptalífið. Hún er hér til að bera þjóðina yfir erfiða hjalla. Ný útkoma. Hér er tækifæri sem blasir við okkur og talan sjö birtist hér. Við höldum ótrauð áfram og gerum það sem við byrjuðum á að vinna að í ársbyrjun. Hjól atvinnulífsins byrja loksins að snúast. Ferðamenn koma hing- að í enn meira mæli en áður í júlí, ágúst og september, þar sem við tökum á móti erlend- um gestum á annan máta en áður. Ný hugmynd skilar sér vel hér. Síðustu þrír mánuðir ársins sýna að allt sem við höfum unnið að þegar kemur að ferðaiðnaðinum þá gerum við hér áherslubreytingar og mik- ill árangur næst. Jú, einhver hópur birtist hér sem öskrar hátt og gagnrýnir þessar nýju aðferðir landans þegar kemur að ferðamönnum. Neikvæðnin nær alltaf athygli en þessi hópur fær ekki hljómgrunn. Nýjungar koma hér fram þegar ferðaþjónustan er ann- ars vegar. Menn byrja að hugsa út fyrir kassann og skapa tækifæri í kreppunni. Við drögum heiminn bókstaf- lega til okkar. Allt er til staðar hér. Við erum með öll verk- færin og vættir landsins sjá um okkur og vernda og milda höggið af faraldrinum. Mikið púður verður lagt í landkynningu og þessi bless- aða breska auglýsingastofa, ég skynja nokkra óánægju með hana og finnst eins og stjórnvöld sjái eftir ákvörðun sinni að ráða hana í verkið og ákveði að fela það innlendum aðila. Flugfélög Hér er ekki að sjá að ný flug- félög bætist við árið fram undan. Icelandair blómstrar sem aldrei fyrr og stjórnend- ur fagna þegar haustar árið 2021. Hlutabréf í fyrirtækinu hækka. Sigurbogi birtist hér yfir flugfélaginu. Fögnuður mikill hér. Lærdómurinn hef- ur verið numinn. Hér er eins og Icelandair sé á sterum mið- að við síðasta ár. Starfsmenn endurráðnir og jafnvægi næst. Ég sé samt einhverja örðug- leika sem munu hafa áhrif á gengi hlutabréfanna til hins verra, en þó er þetta engin ástæða til að örvænta því mér sýnist ástandið vara stutt, enda menn þar á bæ snillingar í að rétta úr kútnum. Ég sé nokkuð stóran starfs- mannafögnuð þegar starfsemi flugfélagsins kemst aftur á fullt skrið eftir veirufarald- urinn, svo stóran að fjallað verður um hann í fjölmiðlum. Veitingahús Hér er komið inn á erfiða stöðu veitingastaða í miðborg Reykjavíkur og nágrenni en hér birtir til og það er eins og frjór jarðvegurinn sé að skila góðri uppskeru þegar ágúst- mánuður árið 2021 líður undir lok. Kórónuveirufaraldur er hættur að lama samfélagið og það er eins og gjaldþrotin nái ekki yfir töluna tíu. Öll þessi tómu rými fyllast á ný í Reykjavík og hér er hröð uppbygging. Verslunargatan Laugavegur mun blómstra og Austurstræti iðar af lífi og gleði borgarbúa. Lundabúð- irnar eru ekki eins smitandi og áður. Það hefur átt sér stað hreinsun. Ný verslun ýtir und- ir vinsældir Laugavegs. Veitingarekstur í Perlunni lifir þetta af. Grillið deyr hinsvegar. Það hverfur af yfirborðinu eins og það hafi aldrei verið til. Menntamál Menntamál, skýrari samskipti í stað reiði, gagnrýni og ótta. Hér er talan fimm öflug þeg- ar heildarmyndin er skoðuð. Nýjar leiðir í menntamálum fá hljómgrunn. Listir skipta þar sköpum. Ástrík konan sem stendur hér fremst í flokki er með alla þjóðina á bak við sig sem traustur leiðtogi. Þessi nýi kafli byrjaði á nýju tungli 14. desember og núna erum við á leiðinni inn í nýja tíma. Þjóðin stendur saman. Regnboginn birtist hér yfir okkur. Brottfall úr skólum er minna en búist var við í kjöl- far aukinnar ásóknar í nám á COVID-tímum. Þó eru ein- staklingar sem gefast upp. Menntakerfið hefur tekið mikinn þroska eftir faraldur- inn og ég sé spennandi, nýjar leiðir kynntar í náminu sem mun auka aðsókn, einkum hjá fullorðnu fólki sem er nú þeg- ar komið á vinnumarkaðinn. Stafrænar lausnir spila þar stórt hlutverk og möguleikar í fjarnámi eflast gífurlega. Ég sé þó gagnrýnisraddir innan fræðasamfélagsins sem telja að slegið sé af árangurs- kröfum með þessu nýja fyrir- komulagi, en þessi ástríka kona sem ég minntist á áðan mun snúa þá gagnrýni niður eins og hinn öflugasti MMA- kappi. Erfiðleikar Myrk teikn eru á lofti í and- legum málefnum þjóðarinnar í byrjun nýs árs. Þunglyndi, atvinnuleysi, einangrun og fá- tækt liggja þungt á landanum. Sjálfsvíg hér á landi verða allt of mörg. Hér er einn tugur mér greinilega sýndur á árinu fram undan þar sem Íslendingar og tveir aðfluttir útlendingar taka eigið líf. Hér vil ég stoppa stutt við. Hræði- legt að sjá þetta.” Völvan þagnar stundarkorn og fær sér sopa úr dökkum leirbolla með óræðu innihaldi. Hendur hennar skjálfa. „Alveg hræðilegt, en þetta mun leiða til enn frekari vit- undarvakningar og stjórn- völd munu finna fyrir miklum þrýstingi að veita fjármagni í sálfræðiþjónustu á næstu fjár- lögum. Svo það er víst ljósið í myrkrinu, þótt við kærum okkur fæst um að bíða lengur eftir úrbótum.” Könnun meðal unga fólks- ins í framhaldsskólum og efstu bekkjum grunnskóla mun valda áhyggjum, en hún mun sýna fram aukna nikó- tínneyslu ungmenna. Vegna þessa verður farið í laga- breytingar og sérstakt átak til að spyrna við þessari þróun. Ég sé rafrettur ná auknum vinsældum á kostnað nikó- tínpúðanna. Ég sé mörg stór fíkniefna- mál á komandi ári og munu þau í auknum mæli varða innlenda framleiðslu, enda áttu fíkniefnasalar erfitt með að anna eftirspurn í faraldr- inum sem gerði það erfiðara að flytja hingað inn efni. Ég sé mál koma upp sem varðar mikil veikindi meðal þeirra sem neyta efna sem hafa verið framleidd innanlands. Alvar- leg veikindi þar sem nokkrir þurfa að leggjast inn á sjúkra- hús og einn tapar lífinu. Fólkið Þetta er árið sem við þurfum að hlusta á forsetann. Hann Guðni Th. Jóhannesson birt- ist hér sem kennari og þetta er ár kennarans. Ég sé ekki miklar breytingar fram undan hjá honum, hann mun halda áfram að vera viðkunnanlegi og alþýðlegi sagnfræðingur- inn sem við höfum fengið að venjast síðustu fjögur árin. Enda þarf ekki að breyta því sem virkar. Eliza Reid mun láta meira að sér kveða en áður, enda orðin dauðþreytt á að teljast handtaska forsetans. Hún hefur sína eigin rödd og mun leyfa henni að heyrast meira en við höfum áður fengið að kynnast. Því verður mætt með blönduðum viðbrögðum, enda Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. MYND/SIGTRYGGUR ARI Nýjar leiðir í menntamálum fá hljómgrunn. Listir skipta þar sköpum. FÓKUS 45DV 30. DESEMBER 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.