Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 54
ÁSTARÆVINTÝRI OG SKILNAÐIR ÁRSINS Þó svo að landsmenn eyddu stórum hluta ársins innilokaðir og líkurnar á skemmtistaðasleik færu sífellt minnk- andi tókst Amor að skjóta nokkrum örvum. Ár ástarinnar hefur verið við- burðaríkt, hvort sem ný ævintýri hóf- ust eða ástin rann sitt skeið. MANUELA OG JÓN DANSARI Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir og dansarinn Jón Eyþór Gottskálksson felldu saman hugi við tökur á þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 haustið 2019. Þau opinberuðu samband sitt í byrjun árs en leiðir þeirra skildi í vor. KRISTÍN SIF OG AARON Útvarps- og íþróttakonan Kristín Sif Björgvinsdóttir varð ástfangin af hinum bandaríska Aaron Kaufman í byrjun árs. BADDI OG SUNNA Tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi, og Sunna Sæmundsdóttir byrjuðu saman í ár. Baddi er þekktastur fyrir að vera söngvari hljóm- sveitarinnar Jeff Who? Sunna er rísandi stjarna í fjöl- miðlaheiminum og fréttamaður hjá Stöð 2 og Vísi. ANNA LILJA OG GRÍMUR Athafnakonan Anna Lilja Johansen og Grímur Alfreð Garðarsson, einn eigandi Bestseller-veldisins, ákváðu að fara hvort í sína áttina í ár. BINNI LÖVE OG KRISTÍN Áhrifavaldaparið Brynjólfur Löve Mogensson og Kristín Pétursdóttir hættu saman á fyrri hluta árs. Þau eiga saman son og voru áberandi á samfélags- miðlum. Kristín er leikkona og Brynjólfur starfar sem markaðsstjóri KIWI. SVANHILDUR OG GRÍMUR Seint á árinu byrjaði Grímur að rugla saman reytum með at- hafnakonunni Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur, sem er fyrrverandi stjórnarformaður VÍS og fyrr- verandi hluthafi í Skeljungi. BINNI LÖVE OG EDDA FALAK Brynjólfur fann ástina á ný í örmum CrossFit-stjörnunnar Eddu Falak í lok árs. MANUELA OG EIÐUR Í byrjun júlí komu fyrstu fregnir um að Manuela hefði nælt sér í kvikmyndaframleiðandann Eið Birgisson. Það leið ekki á löngu þar til parið staðfesti fréttirnar. Þau eru flutt saman og hafa verið dugleg að flagga ást sinni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Þau innsigluðu ástina á árinu með stórum húðflúrum með nöfnum hvort annars svo ljóst er að hamingjan er allsráðandi. BENNI OG TINNA Leikstjórinn og kvikmyndaundrið Benedikt Erlingsson og leikkonan, verkefnastjórinn og framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, Tinna Lind Gunnarsdóttir, urðu að einu glæsilegasta pari landsins í ár. MYND/INSTAGRAM MYND/INSTAGRAM MYND/ERNIR MYND/FACEBOOK MYND/INSTAGRAM MYND/AÐSENDMYND/HANNA MYND/ARNÞÓRMYND/SIGTRYGGUR MYND/SAMSETT DV MYND/FACEBOOK 54 FÓKUS 30. DESEMBER 2020 DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.