Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 54
ÁSTARÆVINTÝRI
OG SKILNAÐIR
ÁRSINS
Þó svo að landsmenn eyddu stórum
hluta ársins innilokaðir og líkurnar á
skemmtistaðasleik færu sífellt minnk-
andi tókst Amor að skjóta nokkrum
örvum. Ár ástarinnar hefur verið við-
burðaríkt, hvort sem ný ævintýri hóf-
ust eða ástin rann sitt skeið.
MANUELA OG JÓN DANSARI
Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir og dansarinn
Jón Eyþór Gottskálksson felldu saman hugi við tökur á
þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 haustið 2019. Þau
opinberuðu samband sitt í byrjun árs en leiðir þeirra
skildi í vor.
KRISTÍN SIF OG AARON
Útvarps- og íþróttakonan Kristín Sif Björgvinsdóttir
varð ástfangin af hinum bandaríska Aaron Kaufman
í byrjun árs.
BADDI OG SUNNA
Tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall, betur þekktur
sem Baddi, og Sunna Sæmundsdóttir byrjuðu saman
í ár. Baddi er þekktastur fyrir að vera söngvari hljóm-
sveitarinnar Jeff Who? Sunna er rísandi stjarna í fjöl-
miðlaheiminum og fréttamaður hjá Stöð 2 og Vísi.
ANNA LILJA OG GRÍMUR
Athafnakonan Anna Lilja Johansen og Grímur Alfreð
Garðarsson, einn eigandi Bestseller-veldisins, ákváðu
að fara hvort í sína áttina í ár.
BINNI LÖVE OG KRISTÍN
Áhrifavaldaparið Brynjólfur Löve Mogensson og Kristín Pétursdóttir hættu
saman á fyrri hluta árs. Þau eiga saman son og voru áberandi á samfélags-
miðlum. Kristín er leikkona og Brynjólfur starfar sem markaðsstjóri KIWI.
SVANHILDUR OG GRÍMUR
Seint á árinu byrjaði Grímur að
rugla saman reytum með at-
hafnakonunni Svanhildi Nönnu
Vigfúsdóttur, sem er fyrrverandi
stjórnarformaður VÍS og fyrr-
verandi hluthafi í Skeljungi.
BINNI LÖVE OG EDDA FALAK
Brynjólfur fann ástina á ný í
örmum CrossFit-stjörnunnar Eddu
Falak í lok árs.
MANUELA OG EIÐUR
Í byrjun júlí komu fyrstu fregnir um að Manuela hefði
nælt sér í kvikmyndaframleiðandann Eið Birgisson.
Það leið ekki á löngu þar til parið staðfesti fréttirnar.
Þau eru flutt saman og hafa verið dugleg að flagga
ást sinni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.
Þau innsigluðu ástina á árinu með stórum húðflúrum
með nöfnum hvort annars svo ljóst er að hamingjan
er allsráðandi.
BENNI OG TINNA
Leikstjórinn og kvikmyndaundrið Benedikt Erlingsson
og leikkonan, verkefnastjórinn og framkvæmdastjóri
Þjóðleikhússins, Tinna Lind Gunnarsdóttir, urðu að
einu glæsilegasta pari landsins í ár.
MYND/INSTAGRAM
MYND/INSTAGRAM
MYND/ERNIR MYND/FACEBOOK
MYND/INSTAGRAM
MYND/AÐSENDMYND/HANNA
MYND/ARNÞÓRMYND/SIGTRYGGUR
MYND/SAMSETT DV
MYND/FACEBOOK
54 FÓKUS 30. DESEMBER 2020 DV