Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 32
32 EYJAN 30. DESEMBER 2020 DV djamminu.“ Og Andrés bætti um betur á jóladag eftir yfir- lýsingu Bjarna og sagði að fjármálaráðherra væri „of merkilegur maður að gera of mikilvæga hluti til að spá í að sýna auðmýkt“. Annar flóttamaður úr þing- flokki VG (sem fengið hefur pólitískt hæli hjá Samfylk- ingu), Rósa Björk Brynjólfs- dóttir, tísti líka á jóladag og sagði viðbrögð forsætisráð- herra við framferði fjármála- ráðherra fela í sér „gríðarleg vonbrigði. Það er ekki boðlegt að a) henda ábyrgð á hegðun BB á eigendur salarins b) að segja „þetta er ekki gott mál.“ c) „Já, ég held að þetta sé af- sakanlegt.““ Fjölmargir flokksmenn Bjarna, jafnt trúnaðarmenn sem almennir flokksfélagar, tóku upp hanskann fyrir sinn mann á samfélagsmiðlum. Aftur á móti má ætla að meðal stuðningsmanna VG veki Þor- láksmessuteitið á Freyjugötu mun meiri titring en í Val- höll. Ummæli þeirra Andrésar Inga og Rósu Bjarkar eru vís- bending í þá átt. Ráðherrar sitja sem fastast Staða Bjarna er líklega fjarri eins slæm og ætla mætti en hann hefur staðið af sér ótrú- legustu óveður hingað til. Ef áfram verður sótt að honum getur hann líka slegið vopnin úr höndum andstæðinga með því að víkja tímabundið. Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæð- isflokks, yrði þá kannski feng- inn til að leysa hann af undir þeim formerkjum að hann hygðist sækja sér endurnýjað traust flokksmanna. Síðan yrði Bjarni endurkjörinn með rússneskri kosningu á nýbólu- settum landsfundi Sjálfstæð- ismanna í marsmánuði, hvít- þveginn af flokknum og gæti stefnt ótrauður á forsætisráð- herrastólinn að loknum kosn- ingum. En vart mun þurfa að koma til æfinga af þessu tagi. Jólin og áramótin kunna að hylja þann ágreining sem myndast hefur milli stjórnar- flokkanna út af þessu máli en ætla má að forsætisráðherra (sem og aðrir ráðherrar) vilji teygja sig býsna langt til að ljúka kjörtímabilinu. Hóti VG stjórnarslitum vegna gleð- skaparins á Freyjugötu þá gætu Sjálfstæðismenn allt eins bent á margt annað sem þeim hefur mislíkað, svo sem það sem virðist vera klúður í innkaupum á bóluefni, stofn- anavæðingu miðhálendisins og áfram mætti telja. Katrín virðist líka njóta at- hyglinnar í embætti forsætis- ráðherra en henni er auðsjáan- lega afar umhugað um ímynd sína og sendir reglulega frá sér tilkynningar á ensku. Í byrjun desember sagði hún til að mynda á Twitter: „Only 3 out of 44 confirmed cases of COVID-19 in Iceland from De- cember 2nd-5th were people outside of quarantine. Brilli- ant work of our tracking team following the test-trace-isol- ate guidelines of the @WHO. Keep up the good work!“ Lík- lega var Katrín þarna full- bráð að fagna – en eftir situr spurningin: hvaða tilgangi eiga tíst á ensku af þessu tagi að þjóna? Fjölmargir í athuga- semdum bentu á að árangur Íslands í þessum málum væri fjarri því neitt einstakur eða eftirtektarverður á heimsvísu. Stjórnin ætti að geta þraukað Og burtséð frá allri Þorláks- messugleði hafa menn spurt sig frá því að stjórnin var mynduð hvort henni takist að sitja út kjörtímabilið. Sem fyrr er vitaskuld ómögulegt að spá fyrir um slíkt. Atburða- rás getur orðið fullkomlega ófyrirsjáanleg og hröð saman- ber fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar í september 2017, eftir aðeins átta mánuði við völd. Úr því sem komið er má þó telja líklegt að stjórn Katrínar þrauki fram í sept- ember á næsta ári, kannski með herkjum. Gangi bærilega að útvega bóluefni og bólusetning geng- ur vel í byrjun ársins má ætla að atvinnulífið taki hratt við sér. Stjórnarflokkarnir óska þess heitast að geta gengið til kosninga undir þeim slag- orðum að þeir hafi sigrast á veirunni og atvinnuleysinu. Eftir situr þó skuldum vafinn ríkissjóður og ekki verður komist hjá fjölda gjaldþrota í ferðaþjónustu. Að sama skapi má ætla að ekki takist að út- rýma atvinnuleysi á næsta ári. Þau félagslegu vandamál sem því fylgja kunna að hafa víð- tækar pólitískar afleiðingar. Samfylking og Píratar vilja vinstristjórn En ef við spáum í mögulegt stjórnarsamstarf að loknum kosningum er fyrst til þess að taka að Píratar og Sam- fylking hafa (ýmist formlega og óformlega) útilokað sam- starf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk. Atkvæði greitt þeim er því atkvæði greitt vinstri- stjórn en miðað við kann- anir þyrftu PS-flokkarnir að minnsta kosti tvo aðra með sér til að hægt yrði að mynda stjórn – jafnvel þrjá, en fimm flokka ríkisstjórn á sér engin fordæmi hér á landi. Enginn flokkur er kominn jafnlangt í framboðsmálum og Samfylkingin í Reykjavík en þar á bæ var ákveðið að sleppa prófkjöri og uppstill- inganefnd falið að ganga frá framboðslistum í febrúar – en það er óvenjusnemmt þar sem kosningar eru ekki ráð- gerðar fyrr en í lok septem- ber. Nefndin mun hafa til hlið- sjónar niðurstöður ráðgefandi skoðanakönnunar sem fram fór á dögunum. Athygli vakti fjöldi kunnra andlita sem gaf kost á sér. Ekki kæmi á óvart að átök yrðu um skipan list- anna – enda sitja núverandi þingmenn á fleti fyrir. Meðal þeirra sem gaf kost á sér var Kristrún Frostadóttir, aðal- hagfræðingur Kviku, en kunn- ugir segja framboð hennar ekki hafa komið á óvart en hún hefur undanfarið komið fram í viðtölum og talað m.a. um mikilvægi þess að sporna við niðurskurði í opinberum rekstri. Afstaða af þessu tagi úr fjármálakerfinu hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Kristrún má teljast ein helsta vonarstjarna Samfylk- ingar, en viðmælendur segja fæsta núverandi þingmenn Samfylkingar mjög „ráðherra- lega“. Fyrir fáeinum árum var fjöldi öflugra forystumanna í þingliði Samfylkingar, Ingi- björg Sólrún, Össur, Jóhanna, Kristján Möller og Árni Páll en uppstilling ætti að gera flokknum kleift að raða upp sigurstranglegu liði. Í tilfellum sumra annarra flokka er vel hægt að sjá fyrir sér ráðherralistann. Það gildir til dæmis um Við- reisn en dr. Daði Már Kristó- fersson hagfræðiprófessor er nýr varaformaður Viðreisnar og stefnir ótrauður að for- ystusæti í öðru hvoru Reykja- víkurkjördæmanna. Hann má teljast ráðherraefni flokksins, ásamt þeim Þorgerði Katrínu, formanni flokksins, og Hönnu Katrínu Friðriksson. Til hægri eða vinstri? Ef mæling MMR yrði að niðurstöðum kosninga þá væru PS-flokkarnir samtals með aðeins 27,6% fylgi og því þyrfti að minnsta kosti fimm flokka ríkisstjórn. Þá er stóra spurningin hvort Framsókn- ar- og Viðreisnarmenn muni horfa til vinstri eða hægri. Í baklandi beggja flokka er fólk með sterk tengsl við atvinnu- lífið sem þykir þegar nóg um vinstrimennskuna á stjórnar- heimilinu, stóraukin umsvif hins opinbera, hækkandi skattbyrði og skuldasöfnun ríkissjóðs. Því má telja lík- legra að þessir tveir flokkar horfi til samstarfs með Sjálf- stæðisflokki verði kostur á myndun þriggja flokka stjórnar Hér á þessum vettvangi hefur áður verið fjallað um stirt samband Sigurðar Inga Jóhannssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hvað sem því líður má alls ekkert útiloka að Miðflokksmenn taki sæti í ríkisstjórn – en það verður þá stjórn með Sjálf- stæðisflokknum að minnsta kosti – í ljósi þess að Sam- fylking og Píratar hafa hafnað samstarfi við Miðflokk. Fylgi Miðflokkins hefur verið á nið- urleið í vetur en gera má ráð fyrir að flokkurinn komi með kröfugt útspil í aðdraganda kosninga – í anda Sigmundar Davíðs. En hvað sem öllum vanga- veltum um stjórnarmyndun líður blasir við að mikil dreifing á fylgi er komin til að vera, þingflokkar verða að öllum líkindum sjö til níu tals- ins og væntanlega verður eng- inn möguleiki á meirihluta- stjórn með færri en þremur flokkum. Þetta er grund- vallarbreyting á íslenskum stjórnmálum sem orðið hefur á örfáum árum. n Niðurstöður nýjustu mælinga á fylgi flokkanna 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Sjálf- stæðis- flokkur Píratar Sam- fylking Viðreisn Fram- sóknar- flokkur Vinstri græn Mið- flokkur Flokkur fólksins Sósíal- ista- flokkur n Könnun MMR, nóvember n Gallup, nóvember n Fréttablaðið, Zenter, desember Píratar og Samfylking stefna að myndun vinstristjórnar. MYND/ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.