Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Síða 32
32 EYJAN 30. DESEMBER 2020 DV djamminu.“ Og Andrés bætti um betur á jóladag eftir yfir- lýsingu Bjarna og sagði að fjármálaráðherra væri „of merkilegur maður að gera of mikilvæga hluti til að spá í að sýna auðmýkt“. Annar flóttamaður úr þing- flokki VG (sem fengið hefur pólitískt hæli hjá Samfylk- ingu), Rósa Björk Brynjólfs- dóttir, tísti líka á jóladag og sagði viðbrögð forsætisráð- herra við framferði fjármála- ráðherra fela í sér „gríðarleg vonbrigði. Það er ekki boðlegt að a) henda ábyrgð á hegðun BB á eigendur salarins b) að segja „þetta er ekki gott mál.“ c) „Já, ég held að þetta sé af- sakanlegt.““ Fjölmargir flokksmenn Bjarna, jafnt trúnaðarmenn sem almennir flokksfélagar, tóku upp hanskann fyrir sinn mann á samfélagsmiðlum. Aftur á móti má ætla að meðal stuðningsmanna VG veki Þor- láksmessuteitið á Freyjugötu mun meiri titring en í Val- höll. Ummæli þeirra Andrésar Inga og Rósu Bjarkar eru vís- bending í þá átt. Ráðherrar sitja sem fastast Staða Bjarna er líklega fjarri eins slæm og ætla mætti en hann hefur staðið af sér ótrú- legustu óveður hingað til. Ef áfram verður sótt að honum getur hann líka slegið vopnin úr höndum andstæðinga með því að víkja tímabundið. Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæð- isflokks, yrði þá kannski feng- inn til að leysa hann af undir þeim formerkjum að hann hygðist sækja sér endurnýjað traust flokksmanna. Síðan yrði Bjarni endurkjörinn með rússneskri kosningu á nýbólu- settum landsfundi Sjálfstæð- ismanna í marsmánuði, hvít- þveginn af flokknum og gæti stefnt ótrauður á forsætisráð- herrastólinn að loknum kosn- ingum. En vart mun þurfa að koma til æfinga af þessu tagi. Jólin og áramótin kunna að hylja þann ágreining sem myndast hefur milli stjórnar- flokkanna út af þessu máli en ætla má að forsætisráðherra (sem og aðrir ráðherrar) vilji teygja sig býsna langt til að ljúka kjörtímabilinu. Hóti VG stjórnarslitum vegna gleð- skaparins á Freyjugötu þá gætu Sjálfstæðismenn allt eins bent á margt annað sem þeim hefur mislíkað, svo sem það sem virðist vera klúður í innkaupum á bóluefni, stofn- anavæðingu miðhálendisins og áfram mætti telja. Katrín virðist líka njóta at- hyglinnar í embætti forsætis- ráðherra en henni er auðsjáan- lega afar umhugað um ímynd sína og sendir reglulega frá sér tilkynningar á ensku. Í byrjun desember sagði hún til að mynda á Twitter: „Only 3 out of 44 confirmed cases of COVID-19 in Iceland from De- cember 2nd-5th were people outside of quarantine. Brilli- ant work of our tracking team following the test-trace-isol- ate guidelines of the @WHO. Keep up the good work!“ Lík- lega var Katrín þarna full- bráð að fagna – en eftir situr spurningin: hvaða tilgangi eiga tíst á ensku af þessu tagi að þjóna? Fjölmargir í athuga- semdum bentu á að árangur Íslands í þessum málum væri fjarri því neitt einstakur eða eftirtektarverður á heimsvísu. Stjórnin ætti að geta þraukað Og burtséð frá allri Þorláks- messugleði hafa menn spurt sig frá því að stjórnin var mynduð hvort henni takist að sitja út kjörtímabilið. Sem fyrr er vitaskuld ómögulegt að spá fyrir um slíkt. Atburða- rás getur orðið fullkomlega ófyrirsjáanleg og hröð saman- ber fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar í september 2017, eftir aðeins átta mánuði við völd. Úr því sem komið er má þó telja líklegt að stjórn Katrínar þrauki fram í sept- ember á næsta ári, kannski með herkjum. Gangi bærilega að útvega bóluefni og bólusetning geng- ur vel í byrjun ársins má ætla að atvinnulífið taki hratt við sér. Stjórnarflokkarnir óska þess heitast að geta gengið til kosninga undir þeim slag- orðum að þeir hafi sigrast á veirunni og atvinnuleysinu. Eftir situr þó skuldum vafinn ríkissjóður og ekki verður komist hjá fjölda gjaldþrota í ferðaþjónustu. Að sama skapi má ætla að ekki takist að út- rýma atvinnuleysi á næsta ári. Þau félagslegu vandamál sem því fylgja kunna að hafa víð- tækar pólitískar afleiðingar. Samfylking og Píratar vilja vinstristjórn En ef við spáum í mögulegt stjórnarsamstarf að loknum kosningum er fyrst til þess að taka að Píratar og Sam- fylking hafa (ýmist formlega og óformlega) útilokað sam- starf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk. Atkvæði greitt þeim er því atkvæði greitt vinstri- stjórn en miðað við kann- anir þyrftu PS-flokkarnir að minnsta kosti tvo aðra með sér til að hægt yrði að mynda stjórn – jafnvel þrjá, en fimm flokka ríkisstjórn á sér engin fordæmi hér á landi. Enginn flokkur er kominn jafnlangt í framboðsmálum og Samfylkingin í Reykjavík en þar á bæ var ákveðið að sleppa prófkjöri og uppstill- inganefnd falið að ganga frá framboðslistum í febrúar – en það er óvenjusnemmt þar sem kosningar eru ekki ráð- gerðar fyrr en í lok septem- ber. Nefndin mun hafa til hlið- sjónar niðurstöður ráðgefandi skoðanakönnunar sem fram fór á dögunum. Athygli vakti fjöldi kunnra andlita sem gaf kost á sér. Ekki kæmi á óvart að átök yrðu um skipan list- anna – enda sitja núverandi þingmenn á fleti fyrir. Meðal þeirra sem gaf kost á sér var Kristrún Frostadóttir, aðal- hagfræðingur Kviku, en kunn- ugir segja framboð hennar ekki hafa komið á óvart en hún hefur undanfarið komið fram í viðtölum og talað m.a. um mikilvægi þess að sporna við niðurskurði í opinberum rekstri. Afstaða af þessu tagi úr fjármálakerfinu hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Kristrún má teljast ein helsta vonarstjarna Samfylk- ingar, en viðmælendur segja fæsta núverandi þingmenn Samfylkingar mjög „ráðherra- lega“. Fyrir fáeinum árum var fjöldi öflugra forystumanna í þingliði Samfylkingar, Ingi- björg Sólrún, Össur, Jóhanna, Kristján Möller og Árni Páll en uppstilling ætti að gera flokknum kleift að raða upp sigurstranglegu liði. Í tilfellum sumra annarra flokka er vel hægt að sjá fyrir sér ráðherralistann. Það gildir til dæmis um Við- reisn en dr. Daði Már Kristó- fersson hagfræðiprófessor er nýr varaformaður Viðreisnar og stefnir ótrauður að for- ystusæti í öðru hvoru Reykja- víkurkjördæmanna. Hann má teljast ráðherraefni flokksins, ásamt þeim Þorgerði Katrínu, formanni flokksins, og Hönnu Katrínu Friðriksson. Til hægri eða vinstri? Ef mæling MMR yrði að niðurstöðum kosninga þá væru PS-flokkarnir samtals með aðeins 27,6% fylgi og því þyrfti að minnsta kosti fimm flokka ríkisstjórn. Þá er stóra spurningin hvort Framsókn- ar- og Viðreisnarmenn muni horfa til vinstri eða hægri. Í baklandi beggja flokka er fólk með sterk tengsl við atvinnu- lífið sem þykir þegar nóg um vinstrimennskuna á stjórnar- heimilinu, stóraukin umsvif hins opinbera, hækkandi skattbyrði og skuldasöfnun ríkissjóðs. Því má telja lík- legra að þessir tveir flokkar horfi til samstarfs með Sjálf- stæðisflokki verði kostur á myndun þriggja flokka stjórnar Hér á þessum vettvangi hefur áður verið fjallað um stirt samband Sigurðar Inga Jóhannssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hvað sem því líður má alls ekkert útiloka að Miðflokksmenn taki sæti í ríkisstjórn – en það verður þá stjórn með Sjálf- stæðisflokknum að minnsta kosti – í ljósi þess að Sam- fylking og Píratar hafa hafnað samstarfi við Miðflokk. Fylgi Miðflokkins hefur verið á nið- urleið í vetur en gera má ráð fyrir að flokkurinn komi með kröfugt útspil í aðdraganda kosninga – í anda Sigmundar Davíðs. En hvað sem öllum vanga- veltum um stjórnarmyndun líður blasir við að mikil dreifing á fylgi er komin til að vera, þingflokkar verða að öllum líkindum sjö til níu tals- ins og væntanlega verður eng- inn möguleiki á meirihluta- stjórn með færri en þremur flokkum. Þetta er grund- vallarbreyting á íslenskum stjórnmálum sem orðið hefur á örfáum árum. n Niðurstöður nýjustu mælinga á fylgi flokkanna 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Sjálf- stæðis- flokkur Píratar Sam- fylking Viðreisn Fram- sóknar- flokkur Vinstri græn Mið- flokkur Flokkur fólksins Sósíal- ista- flokkur n Könnun MMR, nóvember n Gallup, nóvember n Fréttablaðið, Zenter, desember Píratar og Samfylking stefna að myndun vinstristjórnar. MYND/ANTON BRINK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.