Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Qupperneq 69

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Qupperneq 69
SPORT 69DV 30. DESEMBER 2020 HJÖRVAR HAFLIÐASON DR. FOOTBALL „Stærsta augnablikið árið 2020 var þegar HK vann sinn fyrsta deildarsigur í Vestur- bænum á KR, 0-3. Á fallegum júnídegi, ekki bara það að þeir hafi unnið leikinn heldur rúlluðu þeir yfir KR. Ungstirnið, Valgeir Val- geirsson, var frábær. Þetta var magnaður dagur og allt sem maður vildi sjá í fótbolta, skemmtilegur leikur. Það sem mikilvægast var, það voru áhorfendur. Annar hápunktur er að stórt lið í Englandi keypti fullorðinn ís- lenskan leikmann, þegar Arsenal fékk Rúnar Alex Rúnarsson.“ GUNNAR BIRGISSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR Á RÚV „Það sem stendur upp úr á þessu knattspyrnusumri er í raun og veru bara þessi fordæmalausa staða sem að myndaðist nánast í hverri einustu viku. Lið í sóttkví, einstaka leikmenn í sóttkví, smitaðir leikmenn, frestaðir leikir og allt endar þetta með að tímabilið hér heima er blásið af. Auðvitað er erfitt líka að komast hjá því að nefna frábæran árangur íslenska kvennalands- liðsins, en aftur á móti súmmeruðu síðustu tíu mínút- urnar í leik íslenska karlalandsliðsins gegn Ungverja- landi ytra, í raun og veru þetta ár bara í heild sinni.“ SVAVA KRISTÍN GRÉTARSDÓTTIR ÍÞRÓTTAFRÉTTAKONA Á STÖÐ2 „Íslensk kvennaknattspyrna stóð að mínu mati upp úr á árinu. Að fá að fylgjast með okkar bestu konu, Söru Björk Gunnarsdóttur, verða Evrópumeistara með Lyon og skora í úrslitaleiknum, var stórkostlegt. Elísabet Gunnarsdóttir náði langþráðu markmiði sínu sem þjálfari, að koma Íslendingaliði Kristianstad í Meistaradeildina. Sveindís Jane Jónsdóttir vann hug og hjörtu knattspyrnuáhugamanna, óþekkt nafn í upp- hafi árs, varð markadrottning í Pepsí Max deildinni og lauk árinu sem lykilmaður í íslenska landsliðinu. Berg- lind Björg Þorvaldsdóttir skoraði 5 mörk í jafnmörgum leikjum fyrir AC Milan, Ingibjörg Sigurðardóttir best í Noregi. Ísland á EM. 2020 var geggjað ár fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og við getum verið stolt af Stelp- unum okkar.“ BÁRA KRISTBJÖRG RÚNARSDÓTTIR ÞJÁLFARI Í SVÍÞJÓÐ „Þrátt fyrir ótrúlega skrítið fótboltaár voru nokkur atriði sem stóðu upp úr fyrir mig. Eitt af því var að Liverpool skyldi verða enskur meistari. Þrátt fyrir að stuðningsmenn ann- arra liða vilji setja stjörnu fyrir aftan þennan titil, þá er hann alveg jafn sætur fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool, enda langþráður. Þegar Sara Björk skoraði í úrslitaleik Meist- aradeildarinnar fyrst Íslendinga er svo annað sem stóð upp úr á árinu að mínu mati. Eiður Smári hefur náttúrulega unnið Meistara- deildina með Barcelona, en þetta mark hennar í þessum úrslitaleik gegn hennar gamla félagi sem hún spilaði með framan af í keppninni, var ótrúlega magnað augna- blik. Þetta mark og þessi Meistaradeildar- titill Lyon tekur verðskuldað pláss í íslenskri knattspyrnusögu.“ ELVAR GEIR MAGNÚSSON RITSTJÓRI FÓTBOLTA.NET „Þrátt fyrir nokkrar, stórar stundir verður fótboltaárinu 2020 þegar upp verður staðið því miður helst minnst sem tímabilinu þar sem COVID-19 setti allt í rugl. Sífelldar stöðvanir, áhorfendabann, heilu liðin í sóttkví, leikir Íslandsmóts- ins ekki kláraðir og kærumál í kjöl- farið. Hverjir urðu bikarmeistarar 2020? Þessi spurning verður lík- lega ofnotuð í spurningaleikjum framtíðarinnar.“ EINAR ÖRN JÓNSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR Á RÚV „Mér finnst standa upp úr að kvennalandsliðið okkar tryggði sig inn á EM án þess að þurfa í umspil. Það er meira en að segja það að halda sér á þessu leveli og virkilega vel gert hjá þeim. Auð- vitað líka gaman að sjá guttana í U21 gera það sama og sem Valsari var titillinn sætur, þó hann sé spes þetta árið.“ MYND/KSÍ MYND/AÐSEND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.