Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 16
á að ekki væri hægt að kenna neinum um hvernig fór, en al- menningur var ekki að fullu sannfærður enda kom fram í skýrslunni að mikið af þeim annmörkum sem voru fundnir á Landakoti höfðu verið þekkt- ir um nokkurt skeið. Skýrslan er ekki formleg úttekt á smit- inu, slík rannsókn fer fram á vegum Landlæknis og er sú rannsókn hafin. Kjaramál voru enn fyrirferð- armikil og samþykkti Alþingi í lok nóvember að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgis- gæslunnar. Kom lagasetningin í kjölfar þess að gæslan hafði verið án þyrlu til taks í nokkra daga, en slíkt þótti ótækt og varða almannahagsmuni. Farsóttarþreyta Knattspyrnumaðurinn hár- fagri, Rúrik Gíslason, til- kynnti að hann hefði lagt fót- boltaskóna á hilluna aðeins 32 ára gamall. Hann lék síðast með þýska B-deildarliðinu Sanhausen en losnaði þaðan í júní. Hann mun þó ekki vera verkefnalaus heldur hefur hann stofnað tónlistarfyrir- tækið RG19 Viðburðir ehf. og þá og þegar mun vera von á hans fyrsta lagi og mynd- bandi. Þriðja bylgja kórónuveir- unnar hélt áfram að lama samfélagið og tíu manna sam- komutakmörkun fylgdi okkur út mánuðinn og grímuskylda var í flestum ef ekki öllum verslunum. Mikil þreyta gerði vart við sig í samfélaginu þar sem margir voru komnir með meira en nóg af sóttvarna- aðgerðum en tíðindi utan úr heimi um framleiðslu bólu- efnis gáfu tilefni til bjartsýni. Þingmennirnir Brynjar Níels- son og Sigríður Á. Andersen vöktu nokkra furðu þegar þau fóru mikinn í fjölmiðlum og gagnrýndu sóttvarnaað- gerðir sem þeim þóttu ganga of langt og ekki skila tilætl- uðum árangri. Sjálfur forseti Íslands var sendur í sóttkví eftir að smit kom upp í umhverfi hans og Víðir Reynisson, einn af þríeykinu knáa, veiktist af veirunni. Athygli vakti þegar Orka náttúrunnar var sýknuð af ásökunum fyrrverandi starfs- manns, Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, um ólögmæta uppsögn og kynbundna launa- mismunum. Áslaug steig fram á síðasta ári og greindi frá því að uppsögn hennar hefði verið í kjölfar þess að hún kvartaði undan hegðun yfirmanns síns. Í dómi héraðsdóms var rakið að Áslaug hefði um hríð verið hæst launuð allra forstöðu- manna Orku náttúrunnar. Eins var rakið að uppsögn hennar hefði átt sér málefna- lega ástæðu sem ekki tengd- ist kvörtun hennar, heldur frammistöðu hennar í starfi. Desember Landsmenn bjuggu sig undir óhefðbundin og lágstemmd jól í faraldrinum og voru hvattir til að eiga aðeins samskipti við mest tíu einstaklinga yfr hátíðirnar. Landsmenn fóru að leyfa sér bjartsýni eftir já- kvæð tíðindi af bóluefnum sem virtust handan við hornið. Það olli því töluverðum vonbrigð- um þegar greint var frá því að ekki myndi takast að ná hjarð- ónæmi með bólusetningu á Ís- landi fyrr en síðla næsta árs. Ísland á EM 2022 Yfirdeild Mannréttindadóm- stóls Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefð brotið í bága við ákvæði Mannréttindasáttmála Evr- ópu þegar skipað var í Lands- rétt. En fjórir dómarar voru skipaðir þvert á mat hæfnis- nefndar án þess að fyrir því hefði verið færður nægilegur rökstuðningur. Það varð mikið gleðiefni í upphafi mánaðar þegar A-landslið kvenna í knatt- spyrnu tryggði sér sæti í úr- slitakeppni EM 2022. Lands- liðið ásamt þjálfara og fleirum fagnaði áfanganum í Búdapest í Ungverjalandi en þar átti sér stað alvarlegur trúnaðar- brestur milli leikmanna og þjálfarans, Jóns Þórs Hauks- sonar. Mun Jón, undir áhrifum áfengis, hafa látið falla um- mæli sem fóru langt fyrir strikið gagnvart nokkrum leikmönnum. Í kjölfarið sagði Jón Þór starfi sínu lausu. Samfylkingu barst liðs- styrkur þegar Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk í flokk- inn. Rósa Björk sat á þingi fyrir Vinstri græn, en sagði sig úr flokknum í september í kjölfar fyrirhugaðrar brott- vísunar egypsku fjölskyld- unnar, en viðbrögð Vinstri grænna hefðu opnað augu Rósu fyrir því að hún ætti ekki lengur samleið með sín- um gamla flokki. Aurskriða á Seyðisfirði Skömmu fyrir jól féll fjöldi aurskriða á Seyðisfirði, með hrikalegum afleiðingum. Rýma þurfti bæinn og var neyðarstigi almannavarna lýst yfir. Fjórtán hús eru horfin eða hrunin eftir ham- farirnar og íbúar slegnir og í sárum. Ekki varð af manntjón en ljóst að litlu mátti muna þar sem stór skriða féll á hluta bæjarins sem ekki hafði verið rýmdur og áttu þá margir fótum sínum fjör að launa. Mikil vinna er nú fram undan við verðmætabjörgun og upp- byggingu í bæjarfélaginu. En ekki þykir víst að allir íbúar treysti sér til að snúa til baka eftir þessa erfiðu reynslu. Það er því með litlum sökn- uði sem Íslendingar kveðja árið 2020, ár sem einkenndist af vægðarlausri náttúrunni og óþreytandi kórónuveirunni. Við munum þó flest að erfið- leikarnir styrkja okkur svo það verður harðgerð þjóð og full baráttuvilja sem skríður undan þessum vetri, undan veirunni og vonandi fljótlega undan atvinnuleysi og kreppu. Gleðilegt nýtt ár. n Stórfellt eignatjón varð á Seyðisfirði þegar stórar aurskriður féllu á bæinn. MYND/ANTON 16 FRÉTTIR 30. DESEMBER 2020 DV Fjórtán hús eru horfin eða hrunin eftir hamfarirnar og íbúar slegnir og í sárum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.