Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Side 30
30 EYJAN Samstarf VG og Sjálfstæðisflokks hefur gengið betur en flestir þorðu að vona. MYND/SIGTRYGGUR ARI E rlendir vinir mínir verða alltaf jafnhissa þegar þeir heyra af samsteypustjórninni íslensku þar sem sitja saman mið- hægriflokkur, miðju-dreif- býlisflokkur og róttækur vinstriflokkur. Næsta spurn- ing útlendinga er þá jafnan hver sé eiginlega stefnan. Jú, hún hefur að mestu verið varðstaða um óbreytt ástand og hrossakaup um umdeildari málefni. Stefnan getur í það minnsta ekki byggst á neinni skýrri hugmyndafræði – til þess eru málamiðlanirnar of miklar. Ef við reynum að setja okk- ur í spámannlegar stellingar á áramótum má telja yfirgnæf- andi líkur á að ný ríkisstjórn hafi sest að völdum að loknum kosningum sem í seinasta lagi verða haldnar 25. september. Og þegar nær dregur kjördegi má telja næsta víst að marg- víslegur ágreiningur stjórnar- flokkanna í grundvallarmál- um muni sífellt betur koma upp á yfirborðið. Átta flokkar inni En hvaða kostir gætu verið í stöðunni að loknum alþingis- kosningum 2021? Auðvitað er of snemmt að spá fyrir um slíkt en lítum á nýjustu kann- anir. MMR mældi stuðning við flokkana í fyrri hluta nóvembermánðar. Sú könnun sýndi að fylgi Samfylkingar hefði minnkað um tæp þrjú prósentustig frá fyrri könnun fyrirtækins, væri nú 13,8% og fylgi Framsóknarflokks hefði minnkað um rúm tvö prósentustig og mældist 7,6%. Sömuleiðis hefði fylgi Mið- flokksins dregist saman um tvö prósentustig og mældist 7,9%. Þá var fylgi flokks Ingu Sæland, Flokks fólksins, komið upp í 6,2%. Könnunin sýndi því að allir þingflokk- arnir átta héldu mönnum inni og Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar næði einn- ig inn mönnum með herkjum. Þingflokkarnir þá orðnir níu talsins, sem yrði met. Níu flokkar eða sjö? Í nýjustu könnun Gallups var helsta breytingin sú frá fyrri mælingu að fylgi Við- reisnar dróst saman um tvö prósentustig, en tæplega 10% kváðust myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Breytingar á fylgi annarra flokka milli kannana Gall- ups voru hverfandi. Tæplega 24% sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, 17% Sam- fylkingu, ríflega 12% nefndu Pírata, tæp 12% Vinstri græn, um 9% Miðflokk og tæp 9% Framsóknarflokk. Aftur á móti mældust flokkur Ingu Sæland og Sósíalistaflokkur Gunnars Smára undir 5% markinu og þingflokkarnir yrðu því sjö en ekki átta eins og nú. Nýjasta mælingin er skoð- anakönnun Fréttablaðsins og Zenter sem birt var á Þorláks- messu. Þar kom fram að 7,3% sögðust styðja Framsóknar- flokk, 22,9% Sjálfstæðis- flokk og 10,2% Vinstri græn: Stjórnin því kolfallin (líkt og í flestum öðrum könnunum kjörtímabilsins). Þá eru Pírat- ar stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, en alls kváðust 17,0% aðspurðra myndu kjósa þá yrði gengið nú til kosninga. Samfylking kom þar á eftir með 15,6% fylgi og fylgi Við- reisnar mældist 10,2%. Mið- flokkurinn fengi aftur á móti aðeins 6,7% atkvæða sem er það lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum Zenter og Fréttablaðsins síðan í mars 2019. Flokkar Ingu Sæ- land og Gunnars Smára mæld- ust báðir með undir 5% mark- inu eins og í könnun Gall ups, Sósíalistaflokkur Gunnars Smára raunar aðeins með 3,3%. Þingflokkarnir yrðu þá sjö. Möguleikar á myndun meirihluta kunna að ráðast að nokkru leyti af því hvort minnstu framboðin nái mönn- um inn (og mögulega önnur smáframboð en þeirra Ingu og Smára). Í alþingiskosning- unum 2013 voru nærri 12% atkvæða greidd framboðum sem ekki náðu mönnum inn, en þetta hafði umtalsverð áhrif á hlutföll flokka á þingi. Spurning útvarpsmannsins Sama dag og könnun Frétta- blaðsins á fylgi flokkanna birtist var Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðis- flokks og fjármálaráðherra, mættur ásamt eiginkonu sinni, Þóru Baldvinsdóttur, í upptöku á hugljúfu viðtali í Ríkisútvarpinu hjá Sigur- laugu Margréti Jónasdóttur útvarpsmanni. „Hvað ætlarðu að verða lengi í pólitíkinni, Bjarni?“ spurði Sigurlaug í lok viðtalsins – „Góð spurning,“ sagði Þóra þá. – „Já, Þóra bað mig að spyrja,“ bætti Sigur- laug við. Bjarni svaraði: „Ég veit það ekki alveg. Mér finnst eins og ég sé bara á fullri ferð Rýnt í kristalskúlu STJÓRNMÁLIN Á KOMANDI KOSNINGAÁRI Gera má ráð fyrir að margvíslegur ágreiningur stjórnarflokkanna muni koma upp á yfirborðið á nýju ári. Nýtt flokkakerfi er að festast í sessi með mun meiri dreifingu atkvæða en áður var. 30. DESEMBER 2020 DV Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is SKOÐANAPISTILL og ég er ekkert að hugsa um að hætta en það kæmi mér ekkert á óvart að þetta myndi mögulega einn daginn gerast svona svipað eins og gerðist hjá Guðna Ágústssyni: hann bara stóð upp og gekk út.“ Þóra bætti því síðan við að hún væri orðin „brjálæðis- lega þreytt á þessu“ og hefði lengi beðið þess að maður sinn hætti afskiptum af stjórn- málum. Þátturinn var sendur út klukkan níu að morgni að- fangadags meðan blaðamenn voru enn að ráða fram úr því hvaða ráðherra hefði verið viðstaddur hinn margum- rædda gleðskap í Ásmundar- sal kvöldið áður. Titringur á vinstri vængnum Erfitt er að segja fyrir um það á þessari stundu hversu víð- tækar pólitískar afleiðingar þetta umtalaðasta mál jóla- hátíðarinnar kann að hafa og það væri að æra óstöðugan að greina öll ummæli meiri og minni spámanna sem fallið hafa. Kannski er þó athyglis- verðast að líta á hvað tví- menningarnir sem yfirgáfu þingflokk Vinstri grænna höfðu að segja, en meðan flestir landsmenn nutu jólahá- tíðarinnar í faðmi níu vina og venslamanna sátu þau Andrés og Rósa við símann. Andrés Ingi Jónsson tísti svo á aðfangadag: „Vinstri græn gerðu Bjarna að fjár- mála eftir Panama, Sigríði að dóms eftir Landsrétt og stóðu þétt við sinn mann Kristján í Samherjamálinu. Boltinn er hjá VG – en af reynslu síðustu 3 ár reikna ég ekki með þau láti Bjarna axla neina alvöru ábyrgð á Þorláksmessu- Framhald á síðu 32 ➤

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.