Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 45

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 45
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 45 F R Á E M B Æ T T I L A N D L Æ K N I S 3 6 . P I S T I L L Notkun lyfja í flestum lyfjaflokkum er áþekk meðal Norðurlandaþjóðanna ef frá er talin notkun tauga- og geðlyfja sem hef- ur lengi verið hæst á Íslandi.1 Munurinn skýrist að einhverju leyti af því að fleiri einstaklingar fá ávísað tauga- og geðlyf- jum á Íslandi (mynd 1). Árið 2019 fengu 36% Íslendinga ávísað einu eða fleiri lyfj- um úr flokki tauga- og geðlyfja en 27-29% einstaklinga fengu ávísað á hinum Norð- urlöndunum. Frá árinu 2017 hefur heldur dregið úr fjölda notenda á Íslandi en ef hlutfallslega jafn margir notuðu lyfin hér á landi og í Danmörku hefðu 26.000 færri Íslendingar fengið lyfin árið 2019. Notkun- in er mjög áþekk á hinum Norðurlöndun- um og hefur lítið breyst undanfarin ár. Munurinn á fjölda einstaklinga í löndunum er mismunandi á milli undir- flokka tauga- og geðlyfja (sjá mynd 2) en athygli vekur að Danmörk er með hlut- fallslega fæsta notendur í öllum flokkum en Danir eru næst hæstir í heildarhlutfalli einstaklinga sem fá tauga- og geðlyf. Þetta bendir til þess að fjöllyfjanotkun tauga- og geðlyfja sé mismikil innan landanna, sem gæti verið rannsóknarefni. Áberandi flestir notendur örvandi lyfja eru á Íslandi en nærri þrefalt fleiri fá lyfin hér á landi miðað við fjölda notenda hjá næstu þjóð. Frá árinu 2017 hefur notkun sumra tauga- og geðlyfja á Íslandi heldur minnkað en það er þó enn langt frá því að notkunin verði sambærileg og meðal annarra Norðurlandaþjóða. Mörg tauga- og geðlyf teljast ávanabindandi og er vitað að einhver hópur einstaklinga notar lyfin óhóflega; í of miklu magni og/eða of lengi. Þegar einstaklingar byrja notkun ávana- bindandi lyfja er alltaf einhver hætta á að þeir ánetjist lyfjunum. Afleiðingar óhóf- legrar notkunar birtast á margvíslegan hátt og geta bæði skert lífsgæði tímabund- ið en einnig valdið varanlegum skaða. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að á Íslandi eru fleiri sem deyja vegna eitrana en á hinum Norðurlöndunum og Tauga- og geðlyfjanotkun á Norðurlöndum Alma Dagbjört Möller landlæknir Ólafur B. Einarsson verkefnastjóri að lyf eru ráðandi orsök andláta vegna eitrunar á Íslandi.2 Aðrar afleiðingar óhóf- legrar notkunar lyfja eru ótaldar en það er líklega til mikils að vinna, bæði heilsufars- lega og fjárhagslega, að draga enn frekar úr ávísunum tauga- og geðlyfjanotkun á Íslandi. Embætti landlæknis veit að lækn- ar halda vöku sinni er kemur að ávísunum ávanabindandi lyfja og hvetur þá til að vera sérstaklega á verði gagnvart lyfjum sem leitt geta til eitrunar og hefur emb- ættið áður vakið athygli á hættulegum lyfjablöndum.3 Heimildir 1. Nordic Welfare dataBASE - knowledge and numbers on Health and Social Protection in Nordic Countries. nowba- se.org - desember 2020. 2. Simonsen KW, Kriikku P, Thelander G, et al. Fatal poi- soning in drug addicts in the Nordic countries in 2017. Forensic Sci Int 2020; 313: 110343. 3. Jóhannsson M, Aradóttir AB, Guðmundsson LS, et al. Hættulegar lyfjablöndur. Frá Embætti landlæknis 15. pistill. Læknablaðið 2016; 102: 461. Mynd 1. Hlutfall einstaklinga sem fá ávísað tauga- og geðlyfjum á Norðurlöndum 2014-2019. Mynd 2. Fjöldi notenda helstu tauga- og geðlyfja á Norðurlöndum árið 2019.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.