Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 48

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 48
48 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Læknafélags Íslands dogg@lis.is„Helgunin“ L Ö G F R Æ Ð I 3 9 . P I S T I L L Í kjarasamningi fjármála- og efnahagsráð- herra og Læknafélags Íslands (LÍ) hefur lengi verið ákvæði um það að heilbrigðis- stofnun megi greiða lækni sérstakt álag á laun ef hann vinnur eingöngu á viðkom- andi stofnun. Þetta ákvæði er í grein 3.2.4 í kjarasamningi aðila sem rann út 28. febrú- ar 2019 og er svohljóðandi: Sérstakt álag, 15%, greiðist til sérfræðilækna og yfirlækna sem sinna í starfi sínu verkefnum sem krefjast þess að þeir vinni eingöngu á viðkom- andi stofnun. Álag þetta reiknast af launaflokki og þrepi viðkomandi. Lengi hafa verið skiptar skoðanir meðal lækna um þetta ákvæði. Því er haldið fram að ákvæðið sé brot á lögum um starfs- menn í hlutastörfum nr. 10/2004. Einnig hefur verið bent á að það sé í andstöðu við jafnlaunaákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 (jafnréttislög). Í lögum um starfsmenn í hlutastörfum segir í 1. mgr. 4. gr.: Starfsmenn í hlutastörfum skulu ekki njóta hlut- fallslega lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeirri ástæðu einni að þeir eru ekki í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Með lögunum var innleidd í íslenskan rétt tilskipun ráðsins 97/81/EB frá 15. desember 1997, um rammasamning um hlutastörf sem ýmis evrópsk sambönd gerðu. Megin- sjónarmið þessa rammasamnings er að hlutavinnufólk sæti ekki lakari meðhöndl- un en þeir sem eru í fullu starfi nema mismunun verði réttlætt á grundvelli hlut- lægra ástæðna.1 Í jafnréttislögum segir í 1. mgr. 19. gr.: Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurek- anda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Hér er jafnlaunaregla lögfest og hana ber að skýra í samræmi við ákvæði EES-samn- ingsins og gerðir sem hafa verið felldar undir hann. Í tilskipun um launajafnrétti, nr. 75/117/ EBE, er talað um jafnverðmæt (of equal value) störf. Margir dómar Evrópu- dómstólsins hafa slegið því föstu að ólík störf geti verið jafnverðmæt. Hvort störf eru jafnverðmæt verður að byggjast á heildstæðu mati. Þeir sem vísa til þessa ákvæðis telja að helgunarákvæðið feli í sér að greitt sé með mismunandi hætti fyrir jafnverðmæt störf.2 Það hefur verið afstaða LÍ að helgunar- ákvæðið byggist á hlutlægum ástæðum og að framkvæmd þess sé hin sama hjá kven- og karllæknum. Það brjóti því hvorki gegn lögum um starfsmenn í hlutastörfum né jafnréttislögum. LÍ hefur þó lengi reynt, árangurslaust, að semja um rýmkun þess og bregðast þannig við gagnrýni lækna á ákvæðið. Því má mögulega halda fram að í fram- kvæmd helgunarákvæðisins felist brot á jafnræðisreglu. Læknar sem starfa á eigin starfsstofum eru eini hópur lækna sem aldrei fær greitt helgunarálag. Ýmsir hópar lækna sinna störfum utan heilbrigðisstofn- unar þeirrar sem þeir starfa aðallega á og fullnægja því ekki skilyrði ákvæðisins að vinna eingöngu á viðkomandi stofnun, en njóta samt helgunarálagsins. Læknar sem starfa hjá heilbrigðisstofn- unum sem ríkið rekur eru opinberir starfs- menn. Um þá gilda því lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 (starfsmannalög). Í 1. mgr. 20. gr. laganna segir: Áður en starfsmaður hyggst, samhliða starfi sínu, taka við launuðu starfi í þjónustu annars aðila, ganga í stjórn atvinnufyrirtækis eða stofna til atvinnurekstrar ber honum að skýra því stjórnvaldi, er veitti starfið, frá því. Innan tveggja vikna skal starfsmanni skýrt frá því ef áðurnefnd starfsemi telst ósamrým- anleg starfi hans og honum bannað að hafa hana með höndum. Bera má slíkt bann undir hlutaðeigandi ráðherra. Sambærilegt ákvæði var í eldri starfs- mannalögum frá 1954 en gildandi ákvæði er þrengra. Í því felst að skylt er að leita samþykkis veitingarvaldshafa fyrir auka- starfi, sama í hvers þágu það er unnið. Ákvæðið nær þó eingöngu til launaðra aukastarfa, ekki venjulegra félagssstarfa, starfa sjálfboðaliða eða nefndarstarfa. For- stöðumanni beri við ákvörðun varðandi erindi af þessu tagi að gæta reglna stjórn- sýsluréttarins, meðal annars meðalhófs- reglunnar.3 Mögulega má halda því fram að tilvist helgunarákvæðis í kjarasamningi sé í eðli sínu brot á meðalhófsreglunni. Auk þess sviptir ákvæðið lækna þeim rétti að leita þeirrar málsmeðferðar sem 20. gr. starfs- mannalaganna gerir ráð fyrir í tilvikum sem þessum. Í nýgerðum kjarasamningi sem undir- ritaður var 7. desember síðastliðinn, er í bókun 5 gert ráð fyrir að samningsaðilar skipi vinnuhóp til að meta framkvæmd helgunarákvæðisins hjá heilbrigðisstofn- unum. Hópinn skal skipa eigi síðar en 1. febrúar 2021 og á hann að ljúka störfum fyrir 1. október 2021. Í þeirri vinnu verða framangreind álitaefni væntanlega vand- lega skoðuð. Heimildir 1. Frumvarp til laga um starfsmenn í hlutastörfum, 411. mál á 130. löggjafarþingi, sjá athugasemdir við frumvarpið. althingi.is/altext/130/s/0559.html - desember 2020. 2. Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, 142. mál á 135. löggjafarþingi, sjá athugasemdir við 19. gr. althingi.is/altext/135/s/0149.html - desember 2020. 3. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins, 372. mál á 120. löggjafarþingi, sjá athugasemdir við 19. gr. althingi.is/altext/120/s/0650.html - desember 2020.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.