Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Síða 54

Læknablaðið - jan. 2021, Síða 54
54 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 Erfitt að byrja. Hvað poppar fyrst upp í hugann? Covid eða Trump? Trump eða Covid? Plágan hefur vinninginn. Af einhverjum ástæðum komu eftirfar- andi hugartengsl upp. Listaverk Magnúsar Tómassonar af Óþekkta embættismann- inum. Hann stendur á tjarnarbakkanum við Iðnó, grár, andlitslaus, með skjalatösku í hendi. Enginn þekkir hann, enginn þakkar honum. Afhjúpaður á nýjum stað 2012, af engum öðrum en Jóni Gnarr. Hugartengslin við styttuna eru myndir af óteljandi og oftast ósýni- lega heilbrigðisstarfsfólki, innan og utan stofnana, sem er að takast á við Covid-19, dag og nótt. Fæst þeirra fá sín „fifteen minutes of fame“; vinnandi undir ofurálagi, í smit- hættu og mjög svo streitufylltum að- stæðum. Þeim verða líklega ekki reist formleg minnismerki. Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við þau. Í nýútkominni bók sinni Spænska veikin lýsir Gunnar Þór Bjarnason plágunni sem skall á haustið 1918. Fróðleg og skemmtileg lesning um hræðilega atburði. Plágan kom að óvörum, snörp og mannskæð. Höggið var mest á Suðvesturhorninu. Alls létust af völdum veikinnar um 440 manns, það er 482/100.000. Þegar þetta er skrifað er dánartalan af völdum Covid 7,5/100.000. Í Reykjavík voru tvö sjúkrahús, Landakot og Franski spítalinn, alls með 80 rúmum. Innan við 20 læknar voru starf- andi í höfuðborginni, ekki allir í klíník. Íslenskir hjúkrunarfræðingar voru stétt í fæðingu, um 10 á svæðinu, Til viðbótar voru nokkrar erlendar, og svo 16 „systur“ á Landakoti, belgískar nunnur með þjálfun í hjúkrun. Ekki má gleyma ljósmæðrum og yfirsetukonum. Þeim til aðstoðar sendu yfirvöld ákall til almennra borgara um að koma til hjálpar. Samstaðan var ótrúleg. Álaginu á lækna er best lýst af Þórði Thoroddsen lækni, sem var orðinn 62 ára þegar hér var komið sögu. Í dagbók sinni skráir hann frá 28. október til 6. desember 1232 sjúklinga og sleppir þá „léttum til- fellum“. Af þeim létust 77, flestir í heima- húsi. Ekki nein furða að góðvinur Þórðar hafi skrifað seinna, að aldrei hafi hann „séð þennan þrekmikla fjörmann eins út- slitinn og útþvældan eins og eftir spönsku veikina 1918“. Hugtakið starfskulnun var ekki til á þessum tíma. Hvað er það í starfsumhverfi okkar, eftir 100 ára framfarir, sem skapar króníska streitu, starfskulnun, jafnvel ör- mögnun? Meiri kröfur, meiri hraði, meira áreiti úr öllum áttum eru meðal orsaka- valda, yfirþyrming af kröfum sem fylgja tölvuvæðingu, síaukinni skriffinnsku, snjallsímum og samfélagsmiðlum. Óvarin fyrir áreiti 24/7. Köllun okkar í læknisstarfi, drifkrafturinn, víkur, allt hitt hefur tekið yfir. Albert Camus lýsir í bók sinni, La Peste (1947), plágu í borginni Oran í Alsír. Kjarninn í boðskap höfundar er að mann- eskjan býr við stöðuga plágu innra með sér; vitneskjuna um hið endanlega, dauð- ann. Trúarbrögð afskrifar hann, fáránleik- inn einkennir líf mannsins. Við neyðumst til að lifa hvern dag undir yfirþyrmandi tómlæti himinsins. Plágan er myndlíking á stöðu mannsins þar sem æðri tilgangur er ekki til. Það stendur því upp á hvert og eitt okkar að skilgreina tilgang í gegnum köllun, vinnu, vinskap og ástir. Okkar er að endurskoða markmið vinnunnar, nálgast aftur upphaflega tilganginn, að lækna og líkna. Ef ekki, mun vélmenni með IQ upp á 10.000 taka af okkur ómakið, á sinn vélræna hátt. Að lokum, veruleikafirrtur Trump. Vísa í því samhengi á tragískan endi Lés konungs í samnefndu leikriti Shakespeares. Blindur, hafandi misst völdin í hendur elstu dóttur sinnar, í örvæntingu og ofsareiði, ásakandi vini og samherja, svikinn af öllum. Það er ekki Shakespeare-líkur stíll yfir Trump. Reiðikast hans minnir á þriggja ára barn sem liggur öskrandi í gólfinu heimtandi að fá vilja sínum framgengt, laga raunveruleikann að frekju sinni. Trump hefur tekist með lygum, sjúk- legri sjálfhverfni, brengluðu gildismati og markvissu einelti, að fá vænan hluta bandarísku þjóðarinnar í lið sitt. Það sem verra er, honum hefur tekist að kúga þinglið repúblikana og ráðamenn flokksins á landsvísu til að halda á lofti lygum hans og blekkingum. Trump- -plágan hefur breiðst út í flesta afkima samfélagsins, og hefur því miður fest rætur víðar í okkar heimshluta. Ekki þó hér á Fróni, að neinu marki, ennþá. Nýársósk mín er að þessar plágur hverfi úr daglegu lífi okkar sem fyrst. Óska ykkur öllum árs og friðar. L I P R I R P E N N A R Plágurnar Högni Óskarsson geðlæknir hogni@humus.is

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.