Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 54

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 54
54 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 Erfitt að byrja. Hvað poppar fyrst upp í hugann? Covid eða Trump? Trump eða Covid? Plágan hefur vinninginn. Af einhverjum ástæðum komu eftirfar- andi hugartengsl upp. Listaverk Magnúsar Tómassonar af Óþekkta embættismann- inum. Hann stendur á tjarnarbakkanum við Iðnó, grár, andlitslaus, með skjalatösku í hendi. Enginn þekkir hann, enginn þakkar honum. Afhjúpaður á nýjum stað 2012, af engum öðrum en Jóni Gnarr. Hugartengslin við styttuna eru myndir af óteljandi og oftast ósýni- lega heilbrigðisstarfsfólki, innan og utan stofnana, sem er að takast á við Covid-19, dag og nótt. Fæst þeirra fá sín „fifteen minutes of fame“; vinnandi undir ofurálagi, í smit- hættu og mjög svo streitufylltum að- stæðum. Þeim verða líklega ekki reist formleg minnismerki. Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við þau. Í nýútkominni bók sinni Spænska veikin lýsir Gunnar Þór Bjarnason plágunni sem skall á haustið 1918. Fróðleg og skemmtileg lesning um hræðilega atburði. Plágan kom að óvörum, snörp og mannskæð. Höggið var mest á Suðvesturhorninu. Alls létust af völdum veikinnar um 440 manns, það er 482/100.000. Þegar þetta er skrifað er dánartalan af völdum Covid 7,5/100.000. Í Reykjavík voru tvö sjúkrahús, Landakot og Franski spítalinn, alls með 80 rúmum. Innan við 20 læknar voru starf- andi í höfuðborginni, ekki allir í klíník. Íslenskir hjúkrunarfræðingar voru stétt í fæðingu, um 10 á svæðinu, Til viðbótar voru nokkrar erlendar, og svo 16 „systur“ á Landakoti, belgískar nunnur með þjálfun í hjúkrun. Ekki má gleyma ljósmæðrum og yfirsetukonum. Þeim til aðstoðar sendu yfirvöld ákall til almennra borgara um að koma til hjálpar. Samstaðan var ótrúleg. Álaginu á lækna er best lýst af Þórði Thoroddsen lækni, sem var orðinn 62 ára þegar hér var komið sögu. Í dagbók sinni skráir hann frá 28. október til 6. desember 1232 sjúklinga og sleppir þá „léttum til- fellum“. Af þeim létust 77, flestir í heima- húsi. Ekki nein furða að góðvinur Þórðar hafi skrifað seinna, að aldrei hafi hann „séð þennan þrekmikla fjörmann eins út- slitinn og útþvældan eins og eftir spönsku veikina 1918“. Hugtakið starfskulnun var ekki til á þessum tíma. Hvað er það í starfsumhverfi okkar, eftir 100 ára framfarir, sem skapar króníska streitu, starfskulnun, jafnvel ör- mögnun? Meiri kröfur, meiri hraði, meira áreiti úr öllum áttum eru meðal orsaka- valda, yfirþyrming af kröfum sem fylgja tölvuvæðingu, síaukinni skriffinnsku, snjallsímum og samfélagsmiðlum. Óvarin fyrir áreiti 24/7. Köllun okkar í læknisstarfi, drifkrafturinn, víkur, allt hitt hefur tekið yfir. Albert Camus lýsir í bók sinni, La Peste (1947), plágu í borginni Oran í Alsír. Kjarninn í boðskap höfundar er að mann- eskjan býr við stöðuga plágu innra með sér; vitneskjuna um hið endanlega, dauð- ann. Trúarbrögð afskrifar hann, fáránleik- inn einkennir líf mannsins. Við neyðumst til að lifa hvern dag undir yfirþyrmandi tómlæti himinsins. Plágan er myndlíking á stöðu mannsins þar sem æðri tilgangur er ekki til. Það stendur því upp á hvert og eitt okkar að skilgreina tilgang í gegnum köllun, vinnu, vinskap og ástir. Okkar er að endurskoða markmið vinnunnar, nálgast aftur upphaflega tilganginn, að lækna og líkna. Ef ekki, mun vélmenni með IQ upp á 10.000 taka af okkur ómakið, á sinn vélræna hátt. Að lokum, veruleikafirrtur Trump. Vísa í því samhengi á tragískan endi Lés konungs í samnefndu leikriti Shakespeares. Blindur, hafandi misst völdin í hendur elstu dóttur sinnar, í örvæntingu og ofsareiði, ásakandi vini og samherja, svikinn af öllum. Það er ekki Shakespeare-líkur stíll yfir Trump. Reiðikast hans minnir á þriggja ára barn sem liggur öskrandi í gólfinu heimtandi að fá vilja sínum framgengt, laga raunveruleikann að frekju sinni. Trump hefur tekist með lygum, sjúk- legri sjálfhverfni, brengluðu gildismati og markvissu einelti, að fá vænan hluta bandarísku þjóðarinnar í lið sitt. Það sem verra er, honum hefur tekist að kúga þinglið repúblikana og ráðamenn flokksins á landsvísu til að halda á lofti lygum hans og blekkingum. Trump- -plágan hefur breiðst út í flesta afkima samfélagsins, og hefur því miður fest rætur víðar í okkar heimshluta. Ekki þó hér á Fróni, að neinu marki, ennþá. Nýársósk mín er að þessar plágur hverfi úr daglegu lífi okkar sem fyrst. Óska ykkur öllum árs og friðar. L I P R I R P E N N A R Plágurnar Högni Óskarsson geðlæknir hogni@humus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.