Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 4

Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil óánægja með fyrirhugaðar breytingar á lóðinni í kringum Vesturbæjarlaug birtist í athuga- semdum sem borgaryfirvöldum bárust vegna málsins. Ráðgert er að koma fyrir hundagerði á lóðinni, festa í sessi grenndargámastöð og fækka bílastæðum lítillega, að því er segir í lýsingu. Ef marka má at- hugasemdir virðist þó nokkuð mál- um blandið í hverju breytingarnar felast. Þannig er staðhæft að í aug- lýsingunni sé ruglað saman raun- verulegu ástandi á lóðinni og gild- andi deiliskipulagi. Þegar talað sé um að fækka bílastæðum er miðað við deiliskipulag. Í raun séu færri stæði á lóðinni en deiliskipulag kveður á um. Eftir breytingarnar verði því fleiri stæði þar en nú eru. Grenndargámastöð sé ekki á deili- skipulagi nú en hins vegar sé vissu- lega grenndargámastöð á svæðinu. Vel nýttur almenningsgarður Margir hundaeigendur gera at- hugasemd við stærð fyrirhugaðs hundagerðis. Er það sagt mun minna en kosið var um í íbúakosn- ingu árið 2018 auk þess sem stað- setning er önnur en upphaflega var áætluð. Gerðið sé of lítið til að nýt- ast stærri hundum og nálægð við götu bjóði hættunni heim, bæði fyr- ir hunda og barnafólk. Bent er á að hundafólk hafi nýtt sér túnið um árabil í sátt og samlyndi við aðra en með þessum framkvæmdum sé komið í veg fyrir það. „Sundlaugartún hefur um árabil verið leikvöllur barna í hverfinu … Þá hefur sleðabrekkan sem þarna er verið vel sótt þegar þannig viðr- ar, og hundaeigendur vanið komur sínar á túnið allan ársins hring. Túnið er fínt eins og það hefur ver- ið og mikið notað af fólki í hverf- inu,“ segir í umsögn Jóns Skafta- sonar, íbúa við Einimel. Þá blandast inn í breytingarnar óánægja með hjólabraut sem komið var fyrir á lóðinni síðasta sumar. Gísli Marteinn Baldursson, íbúi í hverfinu og einn eigenda Kaffi Vest, bendir á í athugasemd að hjólabrautin hafi verið kosin í íbúa- kosningu eftir að innflytjandi slíkra brauta lagði til að borgin fjárfesti í einni slíkri. Þegar til kastanna kom hafi enginn viljað hafa slíka braut nálægt sér og í vandræðum sínum hafi borgin sett hana niður í umræddum garði. „Enda hefur það verið landlægur misskilningur hjá þeim sem ekki þekkja til að þessi garður sé van- nýttur. Hann er þvert á móti einn best nýtti almenningsgarður borg- arinnar,“ skrifar Gísli. „Heilt á litið er þetta hjólabraut- ar/hundagerðismál ein raunasaga og áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar. Vond ákvörðun (að hætta ekki við hjólabrautina) leiðir til enn verri ákvörðunar (að traðka á niðurstöðu lýðræðislegrar kosn- ingar),“ skrifar Ólafur Hauksson. Ósáttir KR-ingar kvarta Fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar segja í athugasemd að ekki sé rétt að hefja framkvæmdir við hunda- gerði fyrr en skoðanakönnun hafi sýnt fram á að meirihluti íbúa sé sáttur við framkvæmdina. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vekur at- hygli á því að Sundlaugartún hafi um áratugabil verið nýtt til æfinga að vori fyrir yngri flokka félagsins. Fyrirséð að umrædd hjólabraut komi algerlega í veg fyrir knatt- spyrnuiðkun þar. „Nógu lengi hafa KR-ingar þó búið við skerta að- stöðu, þótt ekki sé þrengt enn frek- ar að bjargráðum þeim sem við höfum þó getað nýtt.“ Deilt um hundagerði og hjólabraut  Hundafólk ósátt við hundagerði við Vesturbæjarlaug  KR-ingar kvarta Morgunblaðið/Eggert Umdeilt Margir lýsa óánægju með fyrirhugaðar breytingar við Vesturbæjarlaug. Þar á m.a. að koma hundagerði. „Útlitið er gott og ég gæti trúað að sláttur hér hefjist viku af júní,“ segir Hlynur Snær Theódórsson, bóndi á Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum. Algengt er að bændur í austanverðri Rangár- vallasýslu séu fyrstir á landinu til að bregða ljá í gras í sumarbyrjun ár hvert. Kemur þar til að landið liggur lágt, snýr í hásuður og fjöllin að baki eru skjól í norðanátt. „Vorið var ágætt og klaki fór snemma úr jörðu. Um helgina fór svo að rigna, í dag er tæplega tíu stiga hiti og þá þýtur allur gróður áfram. Það er nánast ævintýralegt að fylgjast með þessu og eftir svo sem tíu daga verður komin ágæt slægja,“ segir Hlynur Snær. Þegar spjallað er við bændur undir Eyjafjöllum er því svarað til að nokkrir dagar séu enn í að sláttur geti haf- ist. „Einstaka stykki og tún hér í nágrenni við mig hér undir fjöllunum líta mjög vel út. Þar er komið gott gras. Rigningin sem kom um síðustu helgi gerði alveg heil- mikið fyrir okkur og var góð gróðrarskúr,“ segir Sig- urður Grétar Ottósson, bóndi á Ásólfsskála undir Vest- ur-Eyjafjöllum. sbs@mbl.is Stutt í slátt í Landeyjum  Skúrir og gróðurinn þýtur áfram  Land snýr í hásuður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sláttur Allt er vænt sem vel er grænt, segja margir. Hlynur Snær Theódórsson Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Yfirvöld virðast hafa fallið frá áform- um um myndavélaeftirlit með fisk- veiðum ef marka má niðurstöðu sam- ráðs vegna frumvarps til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi sem birt var á samráðsgátt stjórnvalda á þriðjudag, en frumvarpið var fyrst kynnt árið 2018. Í niðurstöðum er aðeins rakin afstaða umsagnaraðila og sagt að „frumvarpið var aldrei lagt fyrir ríkisstjórn“. Fjórar um- sagnir bárust vegna frumvarpsins þegar það var kynnt og lögðust Sam- tök atvinnulífsins, Samtök fyrir- tækja í sjávarútvegi og Landssam- band smábátaeiginda gegn því að tekið væri upp rafrænt eftirlit með fiskveiðum. Töldu þessi samtök myndavélar um borð vera of íþyngj- andi, auk þess sem efasemdir voru um að þessi aðferð samræmdist lög- um um persónuvernd. Í umsögn Hafnarsambandsins kom fram að þeim þótti of langt gengið að skylda hafnir til að hafa rafrænt eftirlit með löndun. Enn til umfjöllunar Fram kemur í svari atvinnuvega- ráðuneytisins við fyrirspurn Morg- unblaðsins að málið sé enn til um- fjöllunar þrátt fyrir að fallið hafi verið frá frumvarpinu.Vísað er til skýrslu Ríkiendurskoðunar um eft- irlit Fiskistofu og starf verkefnis- stjórnar um sama mál. „Gera má ráð fyrir að verkefnisstjórnin skili af sér skýrslu um eftirlit Fiskistofu innan ekki mjög langs tíma, en þar verður væntanlega fjallað m.a. um beitingu nýrrar tækni við fiskveiðieftirlit.“ Féllu frá frumvarpi um myndavélaeftirlit  Allar umsagnir höfnuðu frumvarpinu Akureyrarbær varð í gær fyrst sveitarfélaga landsins til að hljóta titilinn „barnvænt sveitarfélag“. Í viðurkenn- ingunni felast þakkir frá Sameinuðu þjóðunum fyrir að vinna markvisst að innleiðingu Barnasáttmálans í stjórn- sýslu og starfsemi bæjarins. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamála- ráðherra, og Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, afhentu Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra, sem sést á myndinni, viðurkenninguna við hátíðlega athöfn. Viðstaddur var fjöldi barna. Ljósmynd/Aðsend Fyrsta barnvæna sveitarfélagið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.