Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020
Hlíðasmári 6. Sími: 510 7900.
www.fastlind.is · www.nyjaribudir.is
Hannes
Steindórsson
Lögg. fasteignasali
699 5008
hannes@fastlind.is
Nánari upplýsingar:
Þriggja herbergja íbúð á fimmtu og efstu
hæð með 40 fm þakgarði úr lerki,
rúmgóðum svölum sem snúa út í garð ásamt
bílastæði í bílakjallara
Verð: 87.900.000 kr.
Glæsileg
penthouse íbúð
· Aukin lofthæð er í húsinu
· 280 cm og gólfsíðir
gluggar. · Innréttingar eru
frá danska fyrirtækinu JKE
þar sem framleiðslan er
einstaklega vönduð.
· Innréttingarnar ná allar
upp í loft til þess að
hámarka geymslurými
íbúðanna. · Öll rafmagns-
tæki eru frá Miele og
blöndunar- og hreinlætis-
tæki frá Tengi. · Lýsing er
hönnuð af Lumex.
Arnarhlíð 2
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það eru allir í viðbragðsstöðu og
um leið og samgöngur opnast milli
landa skýrist hvenær hægt verður
að ganga frá þessum tengingum.
Það er töluverð pressa að fá þetta
inn, ég veit að Vegagerðin hefur
þrýst á þar um,“ segir Guðbjartur
Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri
Herjólfs.
Herjólfur hefur frá því í janúar
siglt á hreinu rafmagni frá Vest-
mannaeyjum en enn á eftir að
ljúka stillingum, forritun og öðrum
frágangi við hleðslukerfið í Land-
eyjum. Kórónuveirufaraldurinn
hefur tafið verkið.
„Við siglum því enn blandaðri
siglingu frá Landeyjahöfn til Eyja,
á olíu og rafmagni, en væntum
þess að erlendir sérfræðingar
komist hingað innan tíðar til að
ljúka framkvæmdum í Landeyja-
höfn.“
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu er talsvert mál að
ganga frá umræddum hleðslubún-
aði og stilla hann. Sérfræðingar
frá ABB og Stemmann Technik
þurfi að finna hentugan tíma. Þó
að hægt sé að ljúka frágangi á
tveimur til þremur dögum sé þetta
mikil nákvæmnisvinna. Að sögn
Guðbjarts er umræddur búnaður
sjálfvirkur í tíu metra háum
hleðsluturnum og á þeim eru arm-
ar sem tengja hleðslubúnað á milli
skips og lands. Þrívíddaraugu lesa
staðsetningu á móttakaranum í
skipinu og armurinn stillir sig af í
samræmi við það. Búnaðurinn tek-
ur mið af flóði og fjöru og hreyf-
ingu í höfninni þannig að svigrúm-
ið til að tengjast er nokkuð mikið.
Þessu fylgir auk þess töluverð for-
ritun og tengingar sem þurfa að
vera í lagi svo allt gangi upp.
„Svo leiðir tíminn í ljós hvernig
þetta verður. Við eigum svolítið
eftir að stilla okkur saman og
finna hagkvæmasta siglinga-
mátann,“ segir Guðbjartur.
Morgunblaðið/Óskar Pétur
Hleðsla í heimahöfn Herjólfur hlaðinn við bryggju í Vestmannaeyjum.
Herjólfur þarf enn
olíu á heimleiðinni
Hleðslukerfið í Landeyjum óklárað
sett á tímabundið. Átti hún að
starfa í að hámarki fimm ár, en frá
þeim tíma eru nú liðin rétt um 11
ár. Sala á umræddum hlut virðist
jafnframt ekki vera í sjónmáli.
Eiginfjárkröfur of háar
Háar eiginfjárkröfur eru á ís-
lenskum bönkum, sem jafnframt
hefur orðið til þess að erfitt hefur
reynst að ná upp góðri arðsemi eig-
in fjár. Að sögn Snorra er mikil-
vægt að eiginfjárkröfur á banka séu
nú lækkaðar. Slíkt geti skipt sköp-
um í núverandi ástandi.
„Nú er tími til að lækka eigið fé í
bönkunum og gera bankana þannig
söluvænni með hækkandi arðsemi.
Með lægri kröfum myndi vaxta-
munur jafnframt lækka, sem kæmi
almenningi til góða. Þannig myndi
lántaka aukast, sem hefur marg-
földunaráhrif út í þjóðfélagið,“ segir
Snorri og bætir við að nýta þurfi
næstu mánuði í að endurskipuleggja
efnahagsreikning bankanna. Með
lægri eiginfjárkröfum og útgáfu
víkjandi lána sé hægt að horfa til
þess að selja umrædda eignarhluti
eftir tvö til þrjú ár. „Staðan verður
skýrari á næstu sex mánuðum þeg-
ar við erum komin yfir mestu óviss-
una. Það er ekki skynsamlegt að
gera neitt núna, en fljótlega gætum
við farið að undirbúa söluferli. Ef
vel tekst til er hægt að miða við að
selja bankana eftir tvö til þrjú ár,“
segir Snorri, sem kveðst aðspurður
horfa jákvæðum augum til samein-
ingar ákveðinna eininga innan ís-
lenskra banka.
„Ég held að það verði ekki hægt
að vera með bara tvo banka, en það
er klárlega hægt að skoða hvort
mögulegt sé að sameina grunnkerfi
bankanna,“ segir Snorri.
Mikilvægt að losa fjármagnið
Ljóst er að bankar munu þurfa að
taka á sig talsvert högg sökum út-
lánatapa er skapast sökum heims-
faraldurs kórónuveiru. Að sögn
Snorra eru íslenskir bankar þó
gríðarlega vel fjármagnaðir og
munu af þeim sökum eiga í litlum
vandræðum með að komast í gegn-
um ástandið. „Bankar hér á landi
eru umtalsvert betur fjármagnaðir
en erlendir bankar. Það mun auðvit-
að taka tíma fyrir áhrif veirunnar
að koma fram og þau munu koma
fram yfir eitthvert tímabil. Ég held
að tap sökum ástandsins muni að
minnsta kosti hlaupa á hagnaði
rúmlega eins árs, en það er ekki
neitt sem ógnar eiginfjárstöðu
bankanna,“ segir Snorri og bætir
við að ríkið sé með gríðarlega fjár-
muni bundna í bönkunum. Þá sé
mikilvægt að losa um hluta þess
fjármagns.
„Það eru gríðarlegir fjármunir
fastir í bönkunum sem nýtast í raun
engum. Með því að gefa út víkjandi
lán og lækka eiginfjárkröfur er
hægt að losa um gríðarlega fjár-
muni. Þannig væri hægt að nýta
peningana í önnur mikilvæg verk-
efni,“ segir Snorri.
Verðmæti ríkisbanka snarminnkar
Gera má ráð fyrir að verðmætarýrnun frá áramótum sé um 100 milljarðar króna Lækka verður
eiginfjárkröfur til að gera banka söluvænlegri Nýta verður næstu mánuði í endurskipulagningu
Samsett mynd/Eggert
Bankar Ef marka má markaðsverð Arion banka hefur verðmæti íslensku ríkisbankanna minnkað umtalsvert.
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Ef miðað er við markaðsvirði Arion
banka má ráðgera að eignarhlutur
ríkisins í Íslands- og Landsbanka
hafi dregist saman um ríflega 100
milljarða króna frá áramótum. Í
upphafi árs var
P/B hlutfall Ar-
ion banka rétt
undir 0,8 kr. en
hefur frá þeim
tíma lækkað um
ríflega 30% og
stendur nú í tæp-
lega 0,54 kr. Séu
sömu hlutföll
yfirfærð á ríkis-
bankana má fljótt
sjá að verðmæti þeirra hefur hríð-
fallið undanfarna mánuði.
Að sögn Snorra Jakobssonar sér-
fræðings í greiningum er ljóst að
tækifæri til sölu á framangreindum
eignarhlut er runnið ríkissjóði úr
greipum í bili. Selja hefði þurft hlut
ríkisins í bönkunum talsvert áður en
áhrifa kórónuveirunnar tók að gæta
hér á landi. „Það er alltaf hægt að
rífast um hvenær rétti tíminn til að
selja er. Það hefði þó verið betri að
losa um þetta fyrir ári. Svo má jafn-
vel segja að selja hefði átt hlut rík-
isins fyrir 3-4 árum,“ segir Snorri
og bendir á að Bankasýsla ríkisins,
sem heldur á eignarhlut ríkisins í
bönkunum, hafi upphaflega verið
Snorri Jakobsson