Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 10

Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK, SÍMI: 525 6500 Range Rover Sport HSE PHEV Verð frá: 15.590.000 kr. Range Rover Sport HSE P400e tengitvinnbíll setur ný viðmið. Einstök hönnun, framúrskarandi aksturseiginleikar og 404 hestöfl gera þennan sportlega lúxusjeppa að hagkvæmum og umhverfisvænum kosti. Verið velkomin í reynsluakstur! RAFMAGNIÐ ER KOMIÐ Í RANGE ROVER www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 0 0 1 0 7 B íll á m yn d er m eð D yn am ic út lit sp ak ka se m er ek ki in ni fa lin n ív er ð i SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu segist andvígur því að Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustígur verði gerð að göngugötum allt árið um kring. Eins segist meirihluti íbúa vera ólíklegri til að heimsækja miðborg Reykjavíkur ef áðurnefndar götur yrðu gerðar að göngugötum allt árið um kring. Eru þetta niðurstöður könnunar Maskínu sem gerð var fyrir Miðbæjarfélagið dagana 3.-12. mars sl. Könnunin var lögð fyrir slembiúrtak úr þjóð- gátt Maskínu, sem er hópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá, og voru svarendur 925 á aldrinum 18-75 ára af höfuðborgarsvæðinu. Gunnar Gunnarsson, talsmaður Miðbæjar- félagsins í Reykjavík, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart. „Við finnum greinilega fyrir því að almenn- ingur er að átta sig á að ástandið á Laugavegi og neðri hluta Skólavörðustígs er að verða ólíðandi enda eru neikvæðar afleiðingar götu- lokana nú að koma betur í ljós,“ segir Gunnar í samtali við Morgunblaðið og bætir við að fólk kjósi í æ ríkari mæli að versla annars staðar en í miðbæ Reykjavíkur vegna lokana þar. „Það sem veldur mestum áhyggjum er sá mikli fjöldi borgarbúa sem segist vera ólíklegri til að heimsækja miðborgina ef lokað er, en miðborgin þarf á sem flestum að halda til að geta lifað af,“ segir Gunnar og vísar í máli sínu til þess að 36% höfuðborgarbúa eru á þeirri skoðun, samkvæmt könnun Maskínu. „Svo má ekki gleyma einu; veðrinu. Reykjavík er á 64. breiddargráðu norður. Gatan ein og sér getur ekki búið til mannlíf – veðrið býr til mannlíf.“ Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, segir áhugavert að meirihluti fólks sé á móti götulokunum í miðbæ Reykjavíkur. „En aðalatriðið í þessu er sú afstaða fólks að vilja síður mæta í miðborgina ef lokað er allt árið. Í miðborginni eru menn að glíma við mik- inn rekstrarvanda sem kominn var löngu fyrir faraldur kórónuveiru. Fram til þessa höfum við heyrt viðhorf rekstraraðila í garð götu- lokana og nú kemur viðhorf neytandans fram með skýrum hætti; hann mun síður fara í mið- borgina ef lokað er fyrir bílaumferð allt árið. Þessi afstaða höfuðborgarbúa er í mikilli and- stöðu við það sem borgaryfirvöld leggja áherslu á. Þetta kallar á viðbrögð; að hlusta á fólk og hætta að berjast á móti vilja þess.“ Framkoma meirihlutans sé valdníðsla Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Mið- flokksins, segist fagna því að vilji íbúa komi nú fram með skýrum hætti. Hún hafi lengi bent á þá staðreynd að fólk vilji hafa gott aðgengi að miðbæ Reykjavíkur. „Fólk er augljóslega á móti þessum lok- unum og framkoma meirihlutans í Reykjavík er ekkert annað en valdníðsla og í hrópandi andstöðu við það sem fólk vill. Svo má nú ekki gleyma því að stjórnsýsla ríkisins er öll meira og minna vestan Snorrabrautar. Er ég þá með- al annars að vísa til Hæstaréttar Íslands, ráðu- neyta og húsnæðis Ríkisskattstjóra og Toll- stjóra. Það er markvisst verið að útrýma öllum bílastæðum á þessu svæði, sem kemur í veg fyrir að Reykvíkingar og almenningur allur í þessu landi hafi aðgengi að lykilstofnunum. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og þessi skýri vilji fólks sem fram kemur í könnuninni er ekkert annað en algjör falleinkunn fyrir borgarstjóra og meirihlutann eins og hann leggur sig,“ segir Vigdís. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir óánægjuraddir í garð meirihlutans og stefnu hans aukast í sífellu, einkum hjá íbúum í úthverfum Reykjavíkur. „Þeir eru þó fleiri sem eru ósáttir, má til dæmis nefna eldri borgara sem eiga erfitt með að nálgast miðbæinn vegna slæms aðgengis þar og fólk á landsbyggðinni. Ég hef lagt fram hinar ýmsu tillögur um úrbætur og þær eru alltaf felldar um leið. Hugsunarháttur meiri- hlutans er hreint út sagt óskiljanlegur,“ segir Kolbrún og bætir við að nú sé lag að staldra við og viðurkenna mistök í skipulagsmálum. „En ég er ekki bjartsýn á að það gerist. Þau ætla sér að halda áfram og stækka göngugötu- svæðið enn frekar. Ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun, miðbærinn verður draugabær.“ Könnunin sé ákall um betri kynningu Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgöngu- ráðs, segir könnunina ákall um að kynna betur kosti göngugatna. „Við vitum hvernig göngu- götur virka, hvaða áhrif þær hafa í heiminum og þetta er ekkert öðruvísi hér á Íslandi. Það er alltaf ákveðinn hluti sem mótmælir og ann- ar sem er hlynntur. Niðurstaðan er alltaf sú sama; þær skapa meira mannlíf, betra rekstrarumhverfi og eftirsóknari miðbæ.“ Höfuðborgarbúar gegn lokunum  Meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu segist vera ólíklegri til að heimsækja miðbæ Reykjavíkur vegna götulokana  Afstaða íbúa er falleinkunn fyrir meirihlutann í Reykjavík, segir borgarfulltrúi Viðhorf fólks til göngugatna í Reykjavík* Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Laugavegur og Bankastræti, frá Hlemmi og að Þingholtsstræti, og neðri hluti Skólavörðustígs verði gerður að göngugötu allt árið um kring? Værir þú líklegri eða ólíklegri til að heimsækja miðborg Reykjavíkur ef áðurnefndar götur yrðu gerðar að göngugötu allt árið um kring? Hlynnt(ur), 41% Í meðallagi, 15% Andvíg(ur), 44% Líklegri, 27% Hvorki né, 37% Ólíklegri, 36% *Könnun Maskínu fyrir Miðbæjarfélagið. Svarendur eru íbúar á höfuðborgarsvæðinu. 44% 41% 36% 27% Skannaðu kóðann til að lesa meira um þetta mál á mbl.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.