Morgunblaðið - 28.05.2020, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020
TRYGGINGASTOFNUN
TRAUST - SAMVINNA - METNAÐUR
Við þökkum góðar undirtektir við aukinni fjarþjónustu TR á undanförnum
vikum og hvetjum viðskiptavini til að halda áfram að nýta Mínar síður í
samskiptum við okkur.
Við veitum ráðgjöf og aðstoð í síma 560 4400, netfangið okkar er tr@tr.is.
Þjónustumiðstöð TR í Hlíðasmára 11 er opin kl. 9–15 virka daga, einnig er
opið hjá umboðsmönnum TR um land allt.
ALLTAF OPIÐ
á Mínum síðum TR
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég tel að skólinn og reynslan af því
að búa hér úti nýtist mér vel í lífinu.
Ég lærði mikið um mig sjálfa og
lærði að læra. Ég er með athyglis-
brest og það hefur háð mér við nám
alla tíð, ég hafði aldrei trú á mér. Það
að ljúka háskólanámi er mikill sigur,
út af fyrir sig,“ segir Díana Hrund
Gunnarsdóttir sem lauk fyrr í mán-
uðinum námi í afbrotafræði og sál-
fræði við Dixie State University í St.
George í Utah-ríki í Bandaríkjunum.
Lauk hún námi með góðum ein-
kunnum. Meðal annars fékk hún 9,8
fyrir BS-verkefni sitt og var ritgerð-
in tilnefnd til útgáfu af Utah Valley
University. Segir hún ekki víst að rit-
gerðin verði birt í ritinu en það sé
allavega heiður að fá tilnefningu.
Hún fékk einnig ýmsar viðurkenn-
ingar fyrir námsárangur.
„Ég er ánægð. Þetta er framar
mínum björtustu vonum og athygl-
isvert í ljósi þess að mér hafði ekki
gengið vel í námi áður. Það sýnir að
ef hugarfarið er rétt getur maður allt
sem maður ætlar sér.“
Skemmtilegt að læra
Vegna heimsfaraldursins var út-
skriftinni sem vera átti í byrjun maí
frestað fram í desember. „Ég beið
spennt eftir deginum og það er
svekkjandi að fá ekki að fagna
þessu,“ segir hún.
Díana er úr Garðabæ og flutti fyrir
nokkrum árum til Kaliforníu. „Frá
því ég var lítil hefur það verið draum-
ur hjá mér að flytja til Bandaríkj-
anna og ganga í háskóla þar. Ég var
orðin 24 ára þegar ég lét loksins
verða af því. Ég var eitt og hálft ár í
Kaliforníu en okkur langaði að vera
á rólegri og fjölskylduvænni stað og
fundum þessa borg. Hér tók ég
seinni tvö árin í þverfaglegu námi í
afbrotafræði og sálfræði.“
Hún segir að hún og maður henn-
ar séu að íhuga næstu skref. Vel
komi til greina að fara til annars
lands og fara í meistaranám í af-
brotafræði eða jafnvel venda kvæði
sínu í kross og læra hjúkrunarfræði.
„Það er ótrúlega skemmtilegt að
læra,“ segir Díana.
Mikill sigur fyrir
mig að ljúka
háskólanámi
Díana Gunnarsdóttir er með athygl-
isbrest en lauk námi í afbrotafræði
Útskrifuð Díana Hrund Gunn-
arsdóttir stóð sig vel í náminu.
mála- og menningarbakgrunn á
landinu öllu, segir Lilja.
Hún segir að þetta sé liður í þeim
aðgerðum sem farið hefur verið í til
þess að styrkja menntakerfið enn
frekar. „Við vitum hver staðan er og
að við þurfum að styrkja hana.
Skýrslan og leiðarvísirinn fjalla um
stöðuna nú, viðbrögð og tillögur.
Fyrsta nálgun er að við erum með
fjölmenningarlegt skólastarf og við
teljum mikinn ávinning í því fyrir
bæði börn með íslensku að móður-
máli og börn sem ekki eru með ís-
lensku að móðurmáli,“ segir Lilja.
Sumt af því sem starfshópurinn
leggur til er þegar komið til fram-
kvæmda. Til að mynda stöðumat
fyrir börn sem eru að koma hingað
til lands.
Samkvæmt stöðumatinu er lagt
mat á fyrri þekkingu, reynslu og
námslega stöðu barna af erlendum
uppruna við upphaf skólagöngu.
Matið er fyrir nýkomna nemendur í
leik-, grunn- og framhaldsskólum og
er aðgengilegt á rafrænu formi. Út
frá niðurstöðum matsins verði unnar
kennsluáætlanir/einstaklingsáætl-
anir fyrir viðkomandi nemanda.
Lilja bendir á að þetta sé nýmæli
hér á landi, að horft er til þekkingar
og valds barna og ungmenna á öðr-
um tungumálum líkt og gert er með
stöðumatinu.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,
sem starfar á fræðslusviði Reykja-
nesbæjar og er í stýrihópnum, segir
að með stöðumatinu séu að koma
fram mjög mikilvægar upplýsingar
sem ekki hafi komið fram áður.
„Flestir leik- og grunnskólar eru
með móttökuáætlun og leggja fram
spurningalista fyrir foreldra þegar
börnin eru að byrja. Nú er hægt að
spyrja mun nánar út í stöðu nem-
enda og um leið myndast nánara
samband og betri tengsl við heimilið.
Í framhaldinu er metin staða þeirra í
læsi og talnaskilningi,“ segir hún.
Jóhanna Einarsdóttir, prófessor
við Háskóla Íslands og formaður
stýrihópsins, segir að margt hafi
breyst í íslensku skólastarfi á stutt-
um tíma. Nú séu um 14% barna af
erlendum uppruna og allt að 70% í
sumum leikskólum.
„Við erum með kennara sem voru
að mennta sig þegar staðan var önn-
ur. Við þurfum að styðja mikið við
þetta fólk í starfi, til dæmis með sí-
menntun og starfsþróun,“ segir hún
en í tillögum starfshópsins er lagt til
að tryggt verði að kennsla barna og
ungmenna af erlendum uppruna
verði hluti af grunnmenntun allra
kennara og tómstunda- og félags-
málafræðinga.
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir,
sem sat í stýrihópum og starfar hjá
mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu, segir nauðsynlegt að auka
símenntun og áhersla sé á börn með
erlendan bakgrunn. Ekki sé hægt að
horfa fram hjá þessum stóra hópi
nemenda í íslensku skólakerfi.
„Þessi börn eru ekki vandamál
heldur er þetta styrkur og auðlind
fyrir íslenskt samfélag að fá þetta
fólk til okkar,“ segir Jóhanna en í
skýrslunni er lagt til að fjölmenning-
arlegt skólastarf, sem fagnar marg-
breytileika, fjölbreytni í nemenda-
hópnum og byggir á auðlindum og
styrkleikum barna og ungmenna,
verði aðalsmerki skólakerfisins á Ís-
landi.
Eru ekki vandamál heldur auðlind
Fjölmenningarlegt skólastarf sem fagnar margbreytileika og fjölbreytni í nemendahópnum
Morgunblaðið/Eggert
Menntun Jóhanna Einarsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir.
SVIÐSLJÓS
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@mbl.is
Börnum með erlendan bakgrunn
vegnar verr í íslensku skólakerfi en
jafnöldrum þeirra og það er verulegt
áhyggjuefni að því er fram kemur í
drögum að stefnu í menntun barna
og ungmenna með fjölbreyttan
tungumála- og menningarbakgrunn.
Þau upplifa frekar útilokun, van-
líðan og einangrun. Þau eiga mörg í
erfiðleikum með að taka virkan þátt
í samfélaginu og ráða við náms-
kröfur. Þeim gengur verr í sam-
ræmdum prófum og þau hætta frek-
ar í framhaldsskóla.
Einnig eru vísbendingar um að
kennarar telji sig illa í stakk búna til
að kenna þessum hópi og finnst þeir
eigi erfitt með að sníða skólastarfið
að þörfum nemenda með ólíkan
menningar- og tungumálabakgrunn.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, skipaði
starfshóp í fyrra til að skoða og kort-
leggja stöðu þessa hóps og móta
drög að menntastefnu sem tekur
mið af fjölbreyttum hópi barna og
ungmenna frá ólíkum menningar-
heimum. Starfshópurinn hefur skil-
að skýrslu þar sem lagðar eru til úr-
bætur í þessum málum. Jafnframt
hefur Lilja kynnt í ríkisstjórn Ís-
lands leiðarvísi um stuðning við
móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla-
og frístundastarfi.
Þetta er í fyrsta skipti sem unnin
er stefna í menntamálum barna og
ungmenna með fjölbreyttan tungu-