Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 20

Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 20
VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Í gamla daga var það fyrsta sem maður fékk sér þegar maður kom heim frá útlöndum lítil kók, pylsa og Prins póló. Núna er það Bríó,“ segir Kormákur Geirharðsson veitinga- maður. Tíu ár eru nú liðin frá því bjórinn Bríó var settur á markað. Bríó er hugarfóstur Kormáks og Skjaldar á Ölstofunni og þróaður í samstarfi við Sturlaug Jón Björnsson, bruggmeist- ara hjá Borg brugghúsi. Margt hefur breyst á þessum áratug og ófáir lítr- arnir runnið ofan í landsmenn. Bríó þykir hafa plægt jarðveginn fyrir vin- sældir handverksbjórs hér á landi. Heil meðganga í þróun „Þetta átti í upphafi bara að vera okkar lókal bjór á Ölstofunni. Ölgerð- in var að hætta með umboðið á Grolsch sem var okkar aðalbjór og okkur hugnaðist ekki nein annar bjór sem í boði var. Sem betur fer var Borg brugghús að fæðast á þessum tíma og því var ákveðið að þróa bjór fyrir okkur þar.“ Kormákur segir að þrjár tegundir af bjór hafi verið kynntar veitinga- mönnunum í upphafi. „Eins og allir bruggmeistarar gera þá komu þeir með IPA og eitthvað blabla. Við sögð- umst bara vilja fá lagerbjór en þó ekkert skandinavískt sull. Það yrði að vera hægt að drekka lágmark tíu í röð af honum án þess að verða leiður á honum. Semsagt langdrykkjubjór en hann mátti ekki vera sterkur svo maður yrði ekki of fullur.“ Í hönd fór stíft tímabil prófana þar sem kúnnarnir á Ölstofunni og ýmsir aðrir voru kvaddir til í ráðgjafarstörf. „Þetta voru mjög menningarlegar og hátíðlegar smakkanir. Bruggmeist- ararnir komu svo á 2-3 mánaða fresti og uppfærðu uppskriftina. Svona gekk þetta í níu mánuði. Þetta var heil meðganga af þessum tilraunum. Ég man nú ekki hvort við gengum eitthvað fram yfir en á endanum vor- um við sáttir. Svo hefur þetta barn fengið að vaxa og er nú komið í tveggja stafa tölu. Það líður að því að við förum að ferma.“ Klökkur á enduropnuninni Kormákur segir að afmælinu verði fagnað með veglegri veislu á næst- unni. Ekki sé ólíklegt að gestum í veislunni verði boðið upp á þýskar pylsur og humar með pilsnernum vin- sæla. Þá eru uppi áform um að end- urhanna umbúðir Bríó. „Á sínum tíma vorum við með samkeppni um hönnun Bríó í okkar stóra kunn- ingjahópi. Nú stendur til að fríska eitthvað upp á útlitið og ég held að hugmyndin sé að fara svipaða leið og halda hönnunarsamkeppni. Ætli við borðum ekki pylsur og skálum í veisl- unni þegar nýja útlitið verður kynnt.“ Afmæli Bríó bar upp á miðvikudag en þeir félagar tóku forskot á sæluna á mánudaginn en þann dag voru krár opnaðar á ný eftir að slakað var á samkomubanni. „Þetta var alveg rosalegt. Það lá við að maður væri klökkur. Um kvöldið var klappað fyr- ir hverjum fastagesti sem lét sjá sig. Það voru allir svo ótrúlega glaðir.“ Tíu ár af gleði og lífsins lystisemdum  Áratugur er liðinn síðan hinn vinsæli bjór Bríó kom á markað  Átti í fyrstu bara að vera fyrir gesti Ölstofunnar  Plægði jarðveginn fyrir handverksbjór á Íslandi  Nýtur vinsælda í Kanada Ljósmynd/Baldur Kristjáns Skál! Veitingamennirnir Skjöldur Sigurjónsson og Kormákur Geirharðsson skála í Bríó á Ölstofunni. Hvorki í fyrsta né í síðasta sinn. Áratugur af Bríó 2009 Þróun Bríó hefst í lok september. Bjórinn var smakkaður og þróaður í samvinnu við fastagesti Ölstofunnar í drekkutímum næstu mánuði þar á eftir. 2010 Hinn 27. maí er Bríó fullskap- aður og sala hefst á Ölstofunni. Það var eini staðurinn sem hann fékkst næstu 16 mánuði. Bríó er nefndur eftir góðum vini Kormáks og Skjaldar, fjöllista- manninum Steingrími Eyfjörð Guðmundssyni, sem lést fyrir aldur fram árið 2009. Hann var kallaður Bríó, en bríó er gamalt ítalskt orð yfi r gleði. 2011 Sala á Bríó hefst í ÁTVR síðla hausts. 2012 Bríó hlaut gullverðlaun í fl okki þýskra pilsnerbjóra á virtustu bjórverðlaunum heims, World Beer Cup. Sama ár var Bríó bæði valinn besti pilsnerbjórinn í Evrópu og um heim allan á World Beer Awards. 2013 Útfl utningur hefst á Bríó. Bjórinn er meðal annars seldur í Kanada og Svíþjóð. 2014 Bríó hlaut gullverðlaun á Global Craft Beer Awards. H ei m ild : Ö lg er ði n 3,6 milljón lítrar hafa selst af Bríó á Íslandi síðan bjórinn kom á markað 900 þúsund lítrar hafa verið fl uttir út af Bríó frá árinu 2013. Stærsti markaðurinn er í Kanada 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 LÉLEG RAFHLAÐA? Við skiptum um rafhlöðu samdægurs Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Aðalfundur Aðalfundur Ísfélags Vestmannaeyja hf. fyrir árið 2019 verður haldinn á skrifstofu félagsins, Tangagötu 1 í Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 11. júní 2020 kl. 16:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnurmál. Fyrir liggur tillaga stjórnar um að kosnir verði fjórir stjórnarmenn. Óskað er eftir að framboð til stjórnar berist eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Stjórn Ísfélags Vestmannaeyja hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.