Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 28

Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 VIÐ TENGJUMÞIG KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is heimsfaraldurs kórónuveirunnar, sem ekki rúmast innan fjárheimilda almenns varasjóðs fjárlaga, þegar kostnaðaráhrif liggja betur fyrir“. Spá 8,5% samdrætti Fram kemur í fylgiskjali fjármála- ráðuneytisins að 8,5% samdráttur geti orðið í hagkerfinu í ár. „Verði það niðurstaðan er um að ræða nokkuð minni og skammvinnari samdrátt en í kjölfar alþjóðlegu fjár- málakreppunnar. Þá bendir greining- in til þess að hagkerfið gæti vaxið um 5% strax á næsta ári. Niðurstöðurnar gefa til kynna að einkaneysla gæti dregist saman um 7% í ár en vaxið kröftuglega á því næsta,“ segir þar jafnframt. Reynslan af fyrri efnahagsáföllum bendi til að hluti framleiðslutapsins verði varanlegur og að skatttekjur verði þar með lægri sem því nemur. Áætlað er að halli á ríkissjóði verði um 300 milljarðar í ár, á rekstrar- grunni, og um 200 milljarðar á næsta ári. Það sé um 10,4% og 6,3% af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar hafi hallinn á ríkissjóði verið um 200 milljarðar eftir kreppuna 2008, eða 12% af VLF. Þetta er mikil breyting frá fjár- lagafrumvarpi fyrir 2020 en þar var áætlað að útgjöld og tekjur ríkissjóðs yrðu í jafnvægi; heildarafkoman yrði 0% af VLF. En fjármálaáætlun til fimm ára hafði þá verið endurskoðuð eftir fall WOW air. Bent er á að tveir þættir séu ekki teknir með í reikninginn. Annars veg- ar kunni ábyrgðir ríkissjóðs á stuðn- ingslánum og viðbótarlánum til fyr- irtækja að nema allt að 90 milljörðum. Gera verði ráð fyrir að ríkissjóður verði að gjaldfæra hjá sér afskriftir á hluta þeirra. Hins vegar sé gert ráð fyrir fullum heimtum á skattskilum sem frestað sé milli áranna 2020 og 2021 en umfangið sé nærri 50 millj- örðum. Gera verði ráð fyrir að afföll verði af þeim skilum. Miðað við 50% afskriftir af lánunum og þriðjungs af- föll af skattskilum geti þessir liðir kostað ríkissjóð 62 milljarða króna. Jafnframt benda framreikningar til að halli á rekstri ríkissjóðs geti legið á bilinu 3-4% af vergri landsframleiðslu árin 2022-25. Halli hjá sveitarfélögum Loks er birt afkomuspá fyrir sveit- arfélögin. Niðurstöður ráðuneytisins eru að afkoma sveitarfélaga á rekstr- argrunni geti orðið neikvæð um 33 milljarða í ár, eða um 1,2% af VLF, og 20 milljarða á næsta ári, eða sem svarar til 0,7% af VLF. Spá miklum hallarekstri  Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir 490 milljarða halla á ríkissjóði á árunum 2020-21  Að auki gætu lán og tapaðar skatttekjur kostað ríkissjóð tugi milljarða  Hætt við að atvinnuleysi verði langvinnt Sviðsmyndir um afkomu- og skuldahorfur ríkissjóðs og hins opinbera Tekjur Gjöld Afkoma Á rekstrargrunni skv. GFS-staðli Á greiðslugrunni Milljarðar kr. 2020 2021 2020 2021 Undirliggjandi afkomuþróun -48 -86 -64 -105 Mótvægisráðstafanir v. COVID-19 -119 -11 -145 15 - þar af tekjuráðstafanir -18 -11 -44 15 - þar af útgjaldaráðstafanir -101 0 -101 0 Áhrif sjálfvirkra sveifl ujafnara -128 -98 -122 -91 - þar af aukið atvinnuleysi -37 -22 -37 -22 - þar af lækkun tekna -91 -76 -85 -70 Áætluð afkoma (heildarjöfnuður) -295 -195 -331 -182 - sem hlutfall af VLF -10,4% -6,3% -11,7% -5,9% Skuldir hins opinbera skv. skuldareglu 2005-2021, sem hluffall af VLF 75% 50% 25% 0% Skuldir '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 19% 21% 18% 53% 65% 64% 60% 62% 60% 53% 47% 39% 35% 28% 28% 44% 47% Afkomuþróun ríkissjóðs 2005-2021 án óreglulegra liða, sem hluffall af VLF 6% 4% 2% 0% -2% -4% -6% -8% -10% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% Tekjur, gjöld Afkoma '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 Áætluð afkoma ríkissjóðs 2020 og 2021 ÁÆTLUN ÁÆTLUN Heildarjöfnuður ríkissjóðs árið 2020 Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga frá september 2019: 0,0% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt endur- skoðaðri fjármálaáætlun í maí 2020: -10,4% af vergri landsframleiðslu. H e im ild : F ru m va rp t il fj á rl a ga f yr ir á ri ð 2 0 2 0 o g f ru m va rp u m f já rm á la á æ tl u n 2 0 2 1– 2 0 2 5 Sveitarfélög Ríkissjóður BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjármálaráðuneytið áætlar að skuld- ir hins opinbera, sem hlutfall af lands- framleiðslu, muni hækka úr 28% 2019 í 47% árið 2021. Með því yrði skulda- hlutfallið álíka hátt og árið 2015. Þetta kemur fram í sviðsmyndum ráðuneytisins um mögulegar afkomu- og skuldahorfur hins opinbera fyrir árin 2020 og 2021. Sviðsmyndirnar fylgja með frum- varpi um breytingar á lögum um opinber fjármál. Markmið frumvarpsins er að skapa ríkissjóði svigrúm til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Það er þannig liður í að undirbúa endurskoð- un fjármálastefnu fyrir árin 2018- 2022, fjármálaáætlun fyrir árin 2021- 2025 og fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021. Stendur til að leggja þetta fram samhliða á Alþingi 1. október. Tilefnið skýrt Fram kemur í greinargerðinni að vegna þeirrar djúpu kreppu sem fylgt hefur faraldrinum hafi „allar megin- forsendur fjármálastefnunnar brost- ið“. Þá sé „óráðlegt“ að hið opinbera „magni upp yfirstandandi samdrátt- aráhrif með því annaðhvort að auka skattlagningu eða draga úr umsvifum til að uppfylla þau markmið um af- komu og skuldastöðu sem í henni voru sett“. Slíkar ráðstafanir myndu enda ganga gegn „grunngildi laga um opinber fjármál um stöðugleika, sem felst m.a. í því að stefna í opinberum fjármálum stuðli að jafnvægi í efna- hagsmálum“. Þá segir að „nauðsynlegar forsend- ur um þróun efnahagsmála hafi enn sem komið er ekki skýrst nægilega til þess að unnt verði að leggja fram end- urskoðaða fjármálastefnu“. „Útlit er fyrir að efnahagssam- drátturinn verði dýpri og vöxturinn í kjölfarið hægari en spáð var í fyrstu og að atvinnuleysi geti orðið lang- vinnara en Íslendingar eiga að venj- ast,“ segir þar einnig. Það muni taka tíma að sjá hvaða áhrif mótvægis- aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni hafa á efnahagslífið. Vegna óvissunnar þyki ekki rétt að leggja fram fjármálastefnu og fjár- málaáætlun við þessar aðstæður. Gert er ráð fyrir því að í frumvarpi til fjáraukalaga í haust muni þurfa að afla frekari fjárheimilda, „m.a. til að mæta auknum útgjöldum Atvinnu- leysistryggingasjóðs á yfirstandandi ári og öðrum kostnaði af völdum „Í þessu ástandi væri glapræði að ætla að skattleggja einkageirann til þess að fjármagna halla ríkissjóðs. Hann hefur orðið fyrir miklu höggi og það myndi magna áhrifin af því.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, spurður út í hvernig hann sjái fyrir sér að ríkissjóður vinni á þeim gríðarlega halla sem útlit er fyrir að safnast muni upp á yfirstandandi ári og því næsta. „Við höfum orðið fyrir varanlegu tjóni á lands- framleiðslunni og mörg störf hafa tapast. Það er al- gjört forgangsmál að endurheimta einhver þeirra og skapa önnur ný. Samhliða því er augljóst að við getum ekki haldið áfram að auka ríkisútgjöld með þeim hætti sem við höfum gert á undanförnum árum. Við höfum ekki efni á því og ef sú þróun verður ekki stöðvuð verð- ur staðan enn alvarlegri en hún er nú.“ Hann ítrekar þó að vel hafi verið bú- ið í haginn fyrir áfall í efnahagslífinu á síðustu árum. Það hafi verið gert með því að lækka skuldir ríkissjóðs veru- lega. Hins vegar verði nú að sætta sig við skuldasöfnun í ákveðinn tíma. „Við getum fjármagnað þessa stöðu á meðan við komum okkur upp úr vandanum. Það getum við með fjöl- breyttum hætti. Við höfum m.a. gefið út víxla og þá munum við einnig ráð- ast í innlenda skuldabréfaútgáfu. Við áttum mikið laust fé þegar áfallið reið yfir, við færðum fjármuni sem komu frá Íbúðalánasjóði inn í fjármálaráðuneytið og þar eru peningar sem við notum til þess að létta róð- urinn.“ Skapa þarf störf og stöðva útgjaldavöxt VÆRI GLAPRÆÐI AÐ SKATTLEGGJA EINKAGEIRANN MEIRA EN ORÐIÐ ER Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.