Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 30
30 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
ER BROTIÐ Á ÞÉR?
Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan
skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur.
Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst.
Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin
ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn.
HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT.
botarettur.is
Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, staðfesti í gær að
Bandaríkjastjórn teldi að Hong
Kong nyti ekki lengur sjálfræðis,
sem aftur leiddi til þess að þær íviln-
anir sem borgin hefur notið í við-
skiptum við Bandaríkin sem sjálf-
stjórnarhérað innan Kína voru
felldar úr gildi.
Stefnt var að því að kínverska al-
þýðuþingið myndi staðfesta frum-
varp um ný þjóðaröryggislög fyrir
Hong Kong í nótt, en gagnrýnendur
frumvarpsins hafa sagt að það brjóti
gegn þeim viðmiðum um sjálfstæði
Hong Kong sem héraðið átti að njóta
í hálfa öld eftir að Bretar afhentu
Kínverjum það árið 1997.
„Engin skynsöm manneskja getur
sagt að Hong Kong njóti mikils sjálf-
stæðis frá Kínverjum eins og staðan
er nú,“ sagði Pompeo þegar hann
kynnti ákvörðunina. Sagði hann að
Bandaríkin stæðu með íbúum Hong
Kong í baráttu þeirra gegn aukinni
ágengni kínverska kommúnista-
flokksins, en mótmæli hafa verið í
Hong Kong vegna frumvarpsins.
Hong Kong „ekki sjálfstætt“
Bandaríkin
afnema ívilnanir
borgarinnar
AFP
Mótmæli Mikil óánægja er í Hong Kong meðal yngri íbúa borgarinnar.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ursula von der Leyen, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, kynnti í gær tillögur sínar að
nýjum neyðarsjóði til að styðja ríki
sambandsins eftir kórónuveiru-
faraldurinn. Nemur upphæð sjóðs-
ins um 750 milljörðum evra, eða sem
nemur rúmlega 113.400 milljörðum
íslenskra króna.
Tillögur Von der Leyen miða að
því að veita þeim aðildarríkjum Evr-
ópusambandsins, sem verst hafa
orðið úti í faraldrinum, efnahagsað-
stoð, einkum Ítalíu og Spáni. Þannig
er gert ráð fyrir í tillögunum að
Ítalía muni fá um 81,8 milljarða evra
í beina aðstoð á næstu árum, en það
jafngildir rúmlega 12 þúsund millj-
örðum íslenskra króna.
Þá eiga Spánverjar að fá um 77,3
milljarða evra, eða rétt um 11,7 þús-
und milljarða íslenskra króna í að-
stoð frá Evrópusambandinu á næstu
árum. Í heildina gera tillögurnar ráð
fyrir því að sambandið muni veita
aðildarríkjum sínum beina styrki
upp að um 500 milljörðum evra, sem
ekki muni þurfa að endurgreiða, en
einnig verður boðið upp á að ríkin
geti tekið lán frá sambandinu, sem
að hámarki muni nema um 250 millj-
örðum evra.
Ekki allir á eitt sáttir
Giuseppe Conte, forsætisráðherra
Ítalíu, fagnaði tillögunum mjög og
sagði að sambandið hefði með þeim
sent skýrt merki um framhaldið.
Ekki eru þó öll ríkin á einu máli um
gagnsemi þeirra, þar sem betur
stæð ríki í norðurhluta sambandsins
hafa verið ófús til að taka á sig
aukna skuldabyrði fyrir ríki í Suður-
Evrópu, sem nú þegar eru of skuld-
sett til þess að geta tekið á sig þann
aukna kostnað, sem afleiðingar far-
aldursins munu hafa í för með sér.
Von der Leyen lagði sig fram í
gær um að slá á efasemdaraddirnar.
„Þetta er stund Evrópu,“ sagði hún
á fundi Evrópuþingsins í gær. „Við
verðum annaðhvort hvert í sínu
horni, og skiljum ríki, landsvæði og
þjóðir eftir … eða við fetum þessa
braut saman.“
Ljóst er að aðildarríkin munu
þurfa að komast að sameiginlegri
niðurstöðu um tillögurnar og má
gera ráð fyrir að Holland, Danmörk,
Svíþjóð og Austurríki muni leggjast
gegn vissum þáttum þeirra.
Þannig lýsti Stefan Löfven, for-
sætisráðherra Svíþjóðar, yfir von-
brigðum sínum með það hversu hátt
hlutfall af neyðarsjóðnum ætti að
vera í formi styrkja. Sagði hann að
þó að ljóst væri að neyðaraðstoðar
væri þörf kæmi það á óvart að fram-
kvæmdastjórnin legði til um 500
milljarða evra fjárútlát í styrki, án
þess að nokkur krafa um endur-
greiðslu kæmi á móti.
„Svíþjóð hefur allan tímann kallað
eftir því að sjóðurinn einbeiti sér að
lánveitingum, sem veita sterkari
hvata til þess að fjármagnið verði
nýtt á skilvirkan hátt,“ sagði í yfir-
lýsingu Löfvens. Lýsti hann jafn-
framt yfir áhyggjum sínum yfir því
að tillögurnar þýddu að Svíar
myndu þurfa að greiða mun meira til
sambandsins en þeir gera nú þegar.
Verður ekki lokið á næstunni
Hollenskur sendifulltrúi sem tjáði
sig við AFP-fréttastofuna sagði að
aðildarríkin væru langt í frá einhuga
um tillögurnar og að gera mætti ráð
fyrir löngum samningaviðræðum.
„Það er erfitt að ímynda sér að end-
anleg niðurstaða þeirra muni líta
svona út,“ sagði hann.
Angela Merkel Þýskalandskansl-
ari lýsti því yfir í gær að hún teldi
líklegt að samningaviðræður
ríkjanna myndu vara allt fram að
næstu áramótum.
„Það er ljóst að við stefnum í erf-
iðar viðræður, þeim verður ekki lok-
ið fyrir næsta leiðtogafund sam-
bandsins,“ sagði Merkel, en hann á
að fara fram 19. júní. Sagði Merkel
að ríkin ættu þess í stað að stefna að
því að allt yrði tilbúið um næstu ára-
mót.
„Þetta er stund Evrópu“
AFP
Tillögur Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, kynnti tillögurnar um neyðarsjóðinn í Evrópuþinginu í gær.
Gert ráð fyrir um 750 milljörðum evra í neyðaraðstoð til aðildarríkjanna Þar
af verða um tveir þriðju í formi styrkja Langar samningaviðræður framundan
Donald Trump Bandaríkjaforseti
lýsti í gær yfir megnri óánægju
sinni með ákvörðun samskiptamið-
ilsins Twitter um að merkja tvö af
„tístum“ forsetans sem „rangar
upplýsingar“.
Skilaboðin sem um ræddi sneru
að yfirlýsingum Trumps um að
póstkosningar leiddu sjálfkrafa af
sér kosningasvindl. Ákvað Twitter
einnig að hlekkja við umrædd tíst á
vefsíðu sem fjallar um kosningar
með pósti.
Trump sagði á twittersíðu sinni
að samfélagsmiðlar væru að rit-
skoða íhaldssamar skoðanir í
Bandaríkjunum eða jafnvel að
þagga alfarið niður í þeim. „Við
munum setja á strangt regluverk,
eða loka þeim, áður en við leyfum
því að gerast,“ sagði Trump jafn-
framt. Það var ekki útskýrt nánar
hvernig hið herta regluverk myndi
líta út.
Hvorki Twitter né samskiptamið-
illinn Facebook brugðust við yfir-
lýsingum forsetans í gær.
AFP
Twitter Trump Bandaríkjaforseti
er ósáttur við ákvörðun Twitter.
Gagnrýnir
ákvörðun
Twitter