Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 36

Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 Oft hef ég klórað mér í hausnum yfir ýmsu sem kemur frá bæjar- stjórninni okkar hér á Akureyri. En eftir að hafa lesið fundargerð frá 19. þessa mánaðar um fiskeldi við Eyja- fjörð var mér algjör- lega fyrirmunað að skilja hvað blessað fólk- ið er að fara. Eftir ein- hverjar umræður á fundinum voru samþykktar tvær ályktanir um mál- efnið sem ganga greinilega hvor gegn annarri og úr verður óskiljanleg þvæla. Fyrri ályktunin, sem samþykkt var með sjö atkvæðum en fjórir sátu hjá, kveður á um að Eyjafjörður verði friðaður án frekari vafninga og þar með útilokaður frá sjókvíaeldi um aldur og eilífð. Ekki var minnst í samþykktinni á samráð um þetta málefni við önnur sveitarfélög við Eyjafjörð enda þótt þau hafi sýnt þessari atvinnuuppbyggingu nyrst í firðinum mikinn áhuga. Ekki var heldur talin ástæða til að ræða málið við bæjarbúa, rétt eins og þeim komi málið heldur ekkert við. Það drýldna viðhorf sem end- urspeglast í þessari sam- þykkt bæjarstjórnar er í góðu sam- ræmi við kenninguna um að „við ein vitum“, við höfum höndlað sannleik- ann og því óþarfi að tala við nágranna okkar, hvað þá samborgara. Við erum með þetta og hananú. Síðari ályktunin, sem var sam- þykkt með fjórum atkvæðum en sjö sátu hjá (!), er á þá leið að skoða allar hliðar málsins áður en ákvörðun um fiskeldi í Eyjafirði verði samþykkt, sem auðvitað má telja sjálfsagðan hlut. Enn fremur er tekið fram að lykilatriði sé að samráð verði haft við sveitarfélög og íbúa í jafn umfangs- miklu máli og hér er til umræðu. Síð- an er hvatt til þess að unnið verði með stjórnvöldum að gerð strand- svæðaskipulags áður en lengra verði haldið og með aðkomu allra sveitar- félaga á svæðinu. Þetta er auðvitað mun skynsamari nálgun en fyrri sam- þykktin þar sem kallað er eftir ein- hliða banni án þess að gera fyrst vandaða úttekt með sérfræðingum og nágrönnum okkar þar sem jákvæðar og neikvæðar hliðar fiskeldis verði skilgreindar, skoðaðar og metnar. En þá stendur eftir spurningin: Hvað var raunverulega samþykkt í bæjarstjórn þennan drottins dag? Var það ótvírætt bann við fiskeldi í Eyjafirði eða hitt að skoða málið með nágrönnum okkar sem sýnt hafa fisk- eldi áhuga? Alltént þarf meiri spá- mann en mig til að skilja þetta moð úr bæjarstjórn sem hér er vakin athygli á þar sem „eitt rekur sig á annars horn eins og graðpening hendir vorn“, eins og skáldið á Bægisá sagði. Þar með sýnist mér að bæjarstjórn hafi komið málum svo haganlega fyr- ir að allt gufar upp og ekkert gerist eins og hún er raunar þekkt fyrir enda þjökuð af alvarlegu stefnuleysi í mikilvægum málefnum að viðbættu áberandi forystuleysi. Þegar allt leggst þannig á eitt verður útkoman sorglega snautleg. Við ein vitum Eftir Ragnar Sverrisson Ragnar Sverrisson » Sýnist mér að bæjar- stjórn hafi komið málum svo haganlega fyrir að allt gufar upp og ekkert gerist eins og hún er raunar þekkt fyrir enda þjökuð af al- varlegu stefnuleysi í mikilvægum málefnum. Höfundur er kaupmaður á Akureyri síðustu 55 ár. raggijmj@simnet.is Ég starfaði í tuttugu ár sem félagsmálastjóri. Á því tímabili komu of- beldismál í ýmsu formi á borð þeirra stofnana sem ég hafði umsjón með. Ég kynntist því þeirri reiði, þeim van- mætti og þeirri afneitun sem oftast eru fylgi- fiskar þessara mála. Ég horfði á vanmátt margra kvenna sem sátu fastar í ofbeldis- samböndum og kynntist börnum sem voru beitt kynferðislegu ofbeldi. Ég hef því alla tíð haft áhuga á að vinna gegn og fyrirbyggja kynferðislegt of- beldi sem og annað ofbeldi. Eftir að ég lauk störfum hef ég í fjarska fylgst með ofbeldisumræð- unni. Ég skil vel konur sem voru orðnar þreyttar á kynferðislegri áreitni og hafa nú gripið til sinna ráða. Ég tel hluta skýringarinnar á Metoo-byltingunni vera skeytingar- og viljaleysi sumra karla að virða konur að jöfnu. Ég er fylgjandi því að þingkonur sem aðrar konur láti slíkt ekki yfir sig ganga en er samt ekki sammála bar- áttuaðferðinni sem felst í að saka menn um at- burði langt aftur í tím- ann án þess að löggjöf og dómstólar samfélags- ins komi þar að málum. Slíkt hlýtur að enda líkt og galdrabrennurnar. Hver spyr og hvers vegna? Þessa dagana er á Al- þingi Íslendinga kynnt skýrsla um ofbeldi, kynferðislegt of- beldi ásamt einelti á vinnustaðnum. Niðurstöður skýrslunnar munu skv. fjölmiðlum staðfesta ofbeldi af mörg- um gerðum, einkum meðal þing- mannanna. Var ástandið á þinginu svona slæmt og eru þingmenn þar með komnir í hóp fórnarlamba? Ég á aðeins eitt ráð til þingmanna hvað varðar ofbeldi og þar með kynferð- islegt ofbeldi og það er að tilkynna það tafarlaust til lögreglu. En ofbeldið getur átt sér margar myndir og form, sem vekja spurn- ingar um hvað sé ofbeldi og hvað ekki. Er það ofbeldi að kalla mann eða konu druslu úr ræðustól eða á bar? Er glerþakið fræga dæmi um ofbeldi karla og er það ofbeldi kvenna ef þær svara og hóta körlum öllu illu ef þær fái ekki skjótan frama? Mér segir svo hugur að ofbeldið á þinginu endur- spegli þá samskiptahætti og vinnu- staðamenningu þar sem hart er bar- ist um bitana. Býður starfið ekki líka upp á pólitísk átök? Hvenær verða þau átök að einelti? Við höfum séð einstaka stjórnmálamenn lagða í póli- tískt einelti svo ekki hefur farið fram hjá neinum. Þingmenn sjálfir og fjöl- miðlafólk hefur tekið þátt í eineltinu, m.a. til þess að sýna að það sé í réttu liði og verði ekki sjálft lagt í einelti líkt og fórnarlambið. Málefnalega umræðu hefur skort en illkvittni ráð- ið ríkjum sem einkennir einelti. Ein- elti sjáum við ekki bara á þinginu heldur og í skólum, vinnustöðum, sveitarstjórnum og að einhverju leyti í samfélaginu öllu. Einelti á ekki að líðast og e.t.v. þurfum við öll að temja okkur meiri kurteisi í umgengni hvert við annað. En þetta er ekkert nýtt, við vitum það öll. Ein spurningin hvað ofbeldi og þingið varðar, í mín- um huga, er sú birtingarmynd ofbeld- isins að þingmenn séu hættir að líta á sig sem starfsmenn þjóðarinnar en telji sig kjörna til þess að fara að vilja furstans, þ.e. Evrópusambandsins og fjármálaaflanna, og beita kúgunum hans. Laut einhver spurningin í könnuninni að því hvort einhverjir þingmenn fyndu fyrir valdinu úr þeirri átt? Verða einhverjir fyrir ein- elti eða útilokun ef þeir makka þar ekki rétt? Ofbeldi meirihlutans Að mínu mati er þó mesta ofbeldið í þjóðfélaginu um þessar mundir of- beldi meirihluta þings og borgar- stjórnar Reykjavíkur gegn þjóðinni sjálfri, sem hinir kjörnu fulltrúar eiga að vinna fyrir en ekki öfugt. Þingið lét mæla ofbeldið hjá sér. Hvernig hefði verið að það hefði líka látið mæla of- beldið gegn þjóðinni og spurt um af- stöðu hennar til þeirra mála sem það hefur verið og er að þvinga upp á hana eins og þriðja orkupakkanum, almennri áfengissölu í búðum og fóst- ureyðingu á miðri meðgöngu? Fjöl- margar greinar voru skrifaðar af fólki með mikla þekkingu á sviði orkumála, áfengisneyslu og fóstur- fræða sem vöruðu við afleiðingunum. Trúir einhver því að meirihlutinn telji að hér sé um þjóðþrifamál að ræða? Eða eru ráðamennirnir orðnir svo veruleikafirrtir að þeir segi ríkið það er ég? Hvernig væri t.d. að borgin léti kanna afstöðu borgarbúa til fram- kvæmda eða framkvæmdaleysis í skipulags- og samgöngumálum borg- arinnar? Ofbeldi getur nefnilega af sér ofbeldi og hætt er við að hinir kúguðu rísi á endanum upp ef ekki er hlustað á þá. Ég vil fullyrða að mörg- um þegnum höfuðborgarinnar og þessa lands líði líkt og þeir séu í of- beldissambandi við meirihluta þings og borgar. Þegnarnir upplifi ergelsi, yfirgang og vanmátt gegn yfirvald- inu. Lýðræðið snýst ekki, hvorki hjá þingi né sveitarstjórnum, um að ráða einn, þar sem maður situr í meiri- hluta og þvinga aðra til að lúta vilja sínum. Slíkt er ofbeldi ekki bara gegn kjörnum minnihluta heldur einnig gegn þegnunum. Það snýst heldur ekki um eigin frama og sérstök áhugamál stjórnmálamanna, klifur upp framboðslista og að auglýsa per- sónulegt ágæti í myndabæklingum og klippingum borða heldur um að hlusta á og taka tillit þeirra sem mað- ur vinnur fyrir. Það snýst um að sætta sjónarmið. Ofbeldi hjá þingi og þjóð Eftir Mörtu Bergmann »Einelti á ekki að líð- ast og e.t.v. þurfum við öll að temja okkur meiri kurteisi í um- gengni hvert við annað. Marta Bergman Höfundur er félagsráðgjafi. Það er nokkuð sama hvar ferðast er um Evrópu, alls staðar mæta vind- myllugarðar auga ferðamannsins. Allt frá Norður-Noregi og suður undir Spán. Við strendur Hollands og í Kattegat silast þessir þunglamalegu vængir við sjónbrún og svæfandi og pirrandi niðurinn smýgur í sálina. Þú getur ekki flúið, nema helst inn í ein- hverja stórborgina. Þar er annað áreiti, annað að hugsa. Þessi vindmylluvæðing hefur víða valdið árekstrum og ósætti. Þetta er áberandi í fyrrverandi Austur-Þýskalandi, þar sem kaupahéðnar hafa ginið yfir landi til að leigja undir vindmyllugarða. Fólkið í þorpunum hefur barist með og á móti og innbyrðis. Þetta hefur klofið þessi litlu samfélög og jafnvel sundrað fjölskyldum. Oft eru það peningarnir sem sigra. Hér á landi vilja menn líka virkja vindinn. Það sé svo afturkræft. Eigum við að horfa upp á sjónmengun og sjá ekki óheft útsýni meðan við lifum, þótt hægt væri að rífa þessar risaspírur einhvern tíma seinna? Nei, þá er betri snyrtileg vatnsvirkjun, hvítmáluð og stolt í umhverfinu. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Skógur vindanna Vindorka Vindmyllur við Búrfell. Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is VORPERLUR Vefuppboð nr. 484 Lýkur 10. júní Nína Tryggvadóttir vefuppboð á uppbod.is Úrval góðra verka Eyborg Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.