Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 38

Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 REYKJANES Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Íbúar Reykjanesbæjar eru þekktir fyrir að kunna að gera sér glaðan dag, vera lagið að njóta lífsins og leggja rækt við menningu og listir. Heimamenn ætla ekki að láta veiru- faraldurinn stoppa sig og segir Þór- dís Ósk Helgadóttir að undirbún- ingur bæjarhátíða sumarsins sé kominn á fullan skrið. „Við gætum þess að fylgja vandlega öllum ráð- leggingum yfirvalda og þurfum því að gera bæði plan A, B og C fyrir alla viðburði svo við séum við öllu búin.“ Þórdís er forstöðumaður Súlunnar sem er ný skrifstofa á stjórnsýslu- sviði Reykjanesbæjar og annast um- sjón og þverfaglegt samstarf á sviði atvinnuþróunar, ferðamála, mark- aðsmála og menningarmála. Hún hefur í mörg horn að líta enda blóm- legt menningarlíf í Reykjanesbæ og viðburðadagatal sumarsins fjöl- breytt. Má t.d. nefna hátíðahöld 17. júní, árvissa barnahátíð og svo að sjálfsögðu Ljósanótt sem haldin er fyrstu helgina í september. Huldukindur á sveimi Þessu til viðbótar verður í allt sum- ar menningardagskrá í Duus Safna- húsum, sem hýsa sýningarsali lista- safns og byggðasafns, sem og í öðrum söfnum bæjarins. „Í listasafn- inu lýkur þann 29. maí framúrskar- andi sýningu Loja Höskuldssonar og Áslaugar Thorlacius, Innskoti, en 5. júní verður opnuð sýning Steingríms Eyfjörð. Sú sýning fjallar um nátt- úru, trú, náttúruvernd og samskipti við íslenska náttúruvætti og var sama sýning áður sett upp í Feneyjum og síðar í Listasafni Reykjavíkur. Þar kemur við sögu huldukind sem slapp laus svo að kalla þurfti til aðstoðar miðil sem býr í Sandgerði,“ segir Þórdís um listviðburðinn. Einnig verður opnuð í listasafninu í júní sýning Haralds Karlssonar, eða Halla Kalla, undir listrænni stjórn dr. Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur. Haraldur er þekktur fyrir að nýta stafræna miðla í listsköpun sinni og þar er von á mikilli sjónrænni upp- lifun. „ Í sýningarsal byggðasafnsins verður jafnframt ný sýning, Hlustaðu á hafið, þar sem fjallað er um fisk- veiðar og árabátaútgerð á Reykja- nesi fyrr á tímum og gestum veitt innsýn í löngu horfna veröld.“ Rokkað með þeim bestu Víkingaheimar taka á móti gestum með forvitnilegum sýningum um landnám, norræna goðatrú og lífs- hætti víkinga, en í Rokksafni Íslands í Hljómahöll má kafa ofan í sögu ís- lenskrar samtímatónlistar. „Þar eru m.a. sérsýningar um feril Páls Ósk- ars, önnur um Björgvin Halldórsson, og nýr sýningargripur þróaður í sam- vinnu við Gagarín sem samanstendur af gagnvirkum plötuspilurum,“ út- skýrir Þórdís. „Þar geta gestir sett sérstakar plötur á þar til gerðan plötuspilara og varpast þá mynd upp á risaskjá tengd tónlistinni á plöt- unni.“ Börnin finna margt við sitt hæfi í söfnunum og hafa t.d. gaman af að kíkja á Skessuna á bak við Duus Safnahús, sem á það til að ropa eða leysa vind við mikla gleði smáfólks- ins. „ Rokksafnið býður líka upp á hljóðbúr eða „soundlab“ þar sem hægt er að spreyta sig á rafmagns- trommusetti, gítar, bassa og söng. Þá er Vatnaveröld í Sundmiðstöð Kefla- víkur með frábæra innisundlaug með leiktækjum þar sem yngsta kyn- slóðin getur skemmt sér tímunum saman.“ Menning og gleði við hvert fótmál ● Bæjarhátíðirnar verða á sínum stað í Reykjanesbæ í sumar og fjölbreytt dagskrá í söfnunum Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Upplifun Þórdís mælir með Vatnaveröld í Sundmiðstöðinni fyrir börnin. Steinþór Jónsson segir marga Ís- lendinga eiga eftir að uppgötva öll þau undur sem Reykjanesskaginn hefur upp á að bjóða. „Faðir minn hafði það fyrir sið að fara með barnabörnin sín í ævintýraferðir um Reykjanesið, jafnvel oft í mánuði, og í hvert skipti fann hann nýjan stað til að heimsækja. Kynna þyrfti svæðið betur því leitun er að skemmtilegri áfangastað fyrir fjölskyldur, nátt- úruunnendur og útivistarfólk. Ferðalag um Reykjanesið getur ein- faldlega ekki klikkað,“ segir hann og minnir á að nafnið Blái demanturinn hafi í seinni tíð fest við leiðina um Reykjanesið svipað og leiðin upp að Gullfossi og Geysi er iðulega kölluð Gullni hringurinn. Steinþór á og rekur Hótel Kefla- vík en um er að ræða elsta hótel svæðisins og eitt af rótgrónari ferða- þjónustufyrirtækjum landsins. Mikil uppbygging og metnaður hefur ein- kennt starfsemi hótelsins á undan- förnum árum og er þar í dag hægt að hýsa allt að 150 gesti á 70 vistlegum herbergjum auk 5 lúxussvíta á 5 stjörnu hótelinu Diamond Suites. Nýjasta viðbótin er glæsilegur bar sem fengið hefur nafnið Diamond Bar. „Barinn er þannig hannaður að hann myndar framlengingu af Ver- sace-móttöku hótelsins og tengist líka veitingastaðnum okkar KEF Restaurant. Barinn er að hluta til undir fallega innréttuðum glerskála sem hægt er að opna upp á gátt þeg- ar veður leyfir. Á daginn er áherslan á hágæða kaffihúsastemningu með kaffidrykkjum og ljúffengum kök- um. Á kvöldin reiðum við fram smá- rétti í fínni kantinum og drykki af öllu tagi en hugmyndin er sú að Dia- mond Bar verði góður staður til að eiga ánægjulega og afslappaða stund í góðum félagsskap bæði gesta bæjarins og bæjarbúa.“ Til að setja punktinn yfir i-ið er Diamond Bar með Moët-kampavíns- sjálfsala sem Steinþór segir þann fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. „Aðeins örfá fimm stjörnu hótel í Bandaríkjunum hafa fengið að setja þennan sjálfsala upp hjá sér. Það er töluverð upplifun að fá sér kampavín úr sjálfsalanum enda þarf að nota sérstakan gullpening til að fá Moët- flöskuna.“ Líflegt á veitingastaðnum Eins og gefur að skilja hefur heimsfaraldurinn bitnað harkalega á hótelrekstri Steinþórs. Hann hefur stýrt hótelinu í hálfan fjórða áratug og þurft að takast á við miklar svipt- ingar á þeim tíma, s.s. brottför varn- arliðsins, eldgos í Eyjafjallajökli og bankakreppu, og lætur því ekki kór- ónuveiruna slá sig út af laginu. Tók Steinþór þá ákvörðun að hafa hótelið opið undanfarna mánuði þrátt fyrir minnkuð viðskipti, m.a. svo að flugáhafnir hefðu einhvern stað til að gista á, enda koma enn stöku vélar til landsins með bæði farþega og frakt, auk þess að mik- ilvægt er að halda sem flestum starsfmönnum hótelsins í vinnu. Það vegur að einhverju leyti upp á móti fækkun hótelgesta að nóg hefur ver- ið að gera á veitingastaðnum: „Und- anfarnar vikur hefur KEF Restaur- ant verið fullbókaður af heimamönnum og gestum úr öðrum landshlutum. Við höfum getað búið þannig um matargesti að gott pláss er á milli fólks og geta t.d. smærri og stærri hópar haft sitt sérrými á mót- tökusvæðinu. Hingað þykir fólki gott að koma til að gera vel við sig í mat og drykk, og njóta allra þeirra þæginda sem hótelið hefur upp á að bjóða.“ Steinþór mælir með því að fólk gisti á Reykjanesi í nokkrar nætur, ferðist um allt svæðið, heimsæki náttúruundur, söfn, verslanir og alla þá góðu veitingastaði sem þar má finna. Nefnir hann sérstaklega nýtt samstarfsverkefni ferðaþjónust- unnar á svæðinu þar sem ferða- langar geta fengið hagstæð tilboð og afslætti hjá mörgum fyrirtækjum á svæðinu með því að framvísa hót- ellykli sínum. „Það má alveg lofa því að fólk snýr heim alveg jafn sælt og glatt úr ferðalagi til Reykjaness og ef farin hefði verið helgarferð til út- landa,“ segir Steinþór og minnir á að Reykjanesið er jú rétt hjá útlöndum. ai@mbl.is Geta átt eftirminnilega ferð ● Moët-kampavínssjálfsali verður á nýjum Diamond Bar Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Uppbygging Steinþór ákvað að halda hótelinu opnu þátt fyrir veirufar- aldur, til að hýsa áhafnir og vernda störf. Ekki vantar lúxusinn. Á ferðalögum sínum um heiminn hafa margir Íslendingar uppgötvað hvað köfun er skemmtilegt sport, og ævintýri líkast að skoða kóralrif og litríka fiska í hlýjum sjó Kyrrahafsins eða Karíbahafsins. En þeir sem vilja ferðast alla leið til Taílands eða Belís til að kafa eru að leita langt yfir skammt því Ísland hefur upp á marga framúrskarandi köfunarstaði að bjóða. Signý Hermannsdóttir er sölu- og markaðsstjóri h já Dive.is sem bæði rekur Sportköf- unarskóla Íslands og skipuleggur köfunarferðir í Silfru á Þingvöll- um og í Kleifar- vatn á Reykjanesi. Hún segir marga ferðast gagngert yfir hálfan hnött- inn til að kafa á Ís- landi enda þyki Silfra einstakur köfunarstaður og vatnið svo tært að sjá má langar leiðir. „En Kleifarvatn er ekki síður skemmtilegur staður fyrir kafara að heimsækja, því undir vatninu leynist hver og krauma loft- bólur upp úr botni vatnsins svo að lík- ist því að synda í risastóru kampa- vínsglasi.“ Fyrir þá sem vilja nota sumarið til að láta drauminn rætast og læra að kafa eru nokkrir valmöguleikar í boði. Bæði í Silfru og Kleifarvatni má stunda yfirborðsköfun (e. snorkel) sem kallar ekki á sérstaka þjálfun umfram stutta leiðsögn sérfræðings sem m.a. kennir hvernig má blása vatni úr öndunarpípunni ef hún fyll- ist. Þeir sem vilja festa á sig súrefn- iskút og vera undir vatnsyfirborðinu í lengri tíma þurfa aftur á móti að fá köfunarréttindi og býður Dive.is upp á pakka sem inniheldur bæði köf- unarkennslu og köfunarferð. „Sumir eru þegar með PADI-köfunarréttindi frá erlendum köfunarskólum en hafa þarf í huga að á stöðum eins og Silfru er líka gerð krafa um að fólk hafi lok- ið sérstöku námskeiði í köfun í þurr- búningi.“ Hverir, köfun og grillað við Kúlurnar Hitastigið ofan í Silfru er á bilinu 2-4 °C en í Kleifarvatni 6-10 °C. Í ferð- um Dive.is fá þátttakendur þurrbún- inga og undirgalla sem halda hita á búki og útlimum og segir Signý að fólk finni aðeins fyrir kuldanum á höndum og í andliti, en það valdi eng- um sérstökum óþægindum. „Eftir köfunina hitum við fólk upp með bolla af heitum drykk og kannski að þurfi að leyfa mesta kuldanum að fara úr fingrunum áður en byrjað er að eiga aftur við snjallsímann,“ gantast hún og segir engan þurfa að hafa áhyggjur af að vatnið sé of kalt til að kafa í. Né heldur er hætta á of miklum hita í Kleifarvatni, þó að hverinn kraumi þar undir. „Við höf- um komið fyrir línu sem fest er við botninn svo að þeir sem snorkla eigi auðveldara með að toga sig nær botn- inum og skoða hverinn í návígi.“ Signý mælir sérstaklega með pakkaferð sem Dive.is býður upp á þar sem er tvinnað saman að snorkla eða kafa í Kleifarvatni, skoða hverina í Krýsuvík og hellinn Leiðarenda og svo slaka á hjá Au- rora Basecamp sem er þar skammt frá: „Þetta systurfyrirtæki okkar hefur sett upp Kúlurnar, sem er norðurljósasetur á veturna, og er vinsælt hjá hópum að enda daginn þar, snæða grillmat við varðeld í hrauninu og njóta útsýnisins.“ ai@mbl.is Eins og að synda í kampavínsglasi ● Kleifarvatn góður köfunarstaður Signý Hermannsdóttir MVið elskum Ísland »43 Reykjanesskaginn er mikil náttúruperla og segir Þórdís að enn eigi margir eftir að upplifa töfra svæðisins og þau undur sem svæðið hef- ur upp á að bjóða. „Sjálf flutti ég hingað fyrir aðeins sjö mánuðum og það hefur komið mér mjög á óvart hve mikið er hér af einstökum perlum og fallegu umhverfi sem ég hafði ekki hugmynd um, hafandi búið áður í Reykjavík. Ferðaðist ég t.d. með gönguhópi Suðurnesja frá Vogum yfir í Grindavík eftir 17 km löngum stíg sem heitir Skóg- fellsvegur og fáir vita af. Var náttúrufegurðin þar hreint út sagt ótrúleg.“ Meðal staða sem allir ættu að heimsækja nefnir Þórdís Garð- skagavita, Reykjanesvita, Brimketil, Gunnuhver og brúna á milli heimsálfa sem öll eru í stuttri akstursfjarlægð frá Reykjanesbæ. Þá segir Þórdís fyrirtaks golfvelli á svæðinu og úrval gönguleiða, og upplagt að enda dag á golfvellinum eða í göngutúr með viðkomu á einhverjum af þeim fjölbreyttu veitingastöðum sem starfræktir eru á Reykjanesi. „Flóran spannar allt frá matarvögnum af allra bestu gerð yfir í fína veitingastaði sem bjóða upp á fyrsta flokks matar- upplifun. Sveitarfélögin á svæðinu eru einmitt að hefja nýtt sam- starfsverkefni undir yfirskriftinni Matarkistan, þar sem veitinga- staðir á Reykjanesi taka höndum saman um að bjóða upp á smárétti á mjög hagstæðu verði og er hugmyndin sú að fólk fari á rúntinn, líti inn á nokkrum stöðum til að smakka og njóta sem víðast.“ Ótrúleg náttúrufegurð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.