Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 40

Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur Óhrein eða gróf húð? Húðslípun Einstök húðmeðferð sem lætur húð þína líta betur út! g Vinnur burt unglingabólu g Gerir áferð húðar fallegri Páll Guðmundsson palli@fi.is Heiðmörk er stærsta útivistar- svæðið á höfuðborgarsvæðinu og eitt það vinsælasta og stöðugt fleiri njóta þar fjölbreyttrar úti- vistar og náttúru. Í gegnum tíðina hafa ótal stígar verið lagðir um svæðið og góð aðstaða byggð upp fyrir útivistarunnendur. Heiðmörk einkennist meðal annars af skóg- lendi sem þekur tæpan þriðjung svæðisins en að auki er þar að finna áhugaverðar jarðmyndanir, viðkvæmt votlendi og lyngmóa. Dýralíf er fjölbreytt í Heiðmörk og þar má einnig finna mannvist- arleifar, allt frá fyrstu tíð Íslands- byggðar til okkar daga. Sögu Heiðmerkur sem útivistar- svæðis má rekja aftur til ársins 1947 þegar bæjarstjórn Reykja- víkur samþykkti að stofna friðland og skemmtigarð fyrir Reykvík- inga í Heiðmörk. Svæðið var vígt árið 1950 og sama ár hóf Skógræktarfélag Reykjavíkur skógrækt þar. Upphaflega var friðlandið stofnað úr landi Elliða- vatnsbæjar og úr hluta af landi Hólms og Vatnsenda. Árið 1957 bættist við sá hluti Heiðmerkur sem nú er innan Garðabæjar en tilheyrði þá Vífilsstöðum og afrétti Garðatorfu. Skógræktarfélag Reykjavíkur fer enn með umsjón svæðisins, í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg, Orkuveitu Reykjavíkur og Garðabæ. Á heimasíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur, www.heidmork.is, má finna góðar upplýsingar um Heið- mörk og kort af svæðinu. Á meðal áhugaverðra áning- arstaða í Heiðmörk má nefna: Helluvatn Á áningarstaðnum við Helluvatn er grillaðstaða undir þaki. Vígsluflöt – Rariklundur Heiðmörk var stofnuð formlega 25. júní 1950 á Vígsluflöt. Á vígsluhátíðinni gróðursetti þáver- andi borgarstjóri, Gunnar Thor- oddsen, sitkagreniplöntu sem í dag er myndarlegt tré. Símamannalaut Símamannalaut er afrakstur kraftmikils landnemastarfs en Fé- lag íslenskra símamanna hóf gróð- ursetningu þá strax eftir friðun Heiðmerkur árið 1950. Í Síma- mannalaut eru grill,borð og bekk- ir. Furulundur – Dropinn Furulundur var gerður árið 2000 í tengslum við að Reykjavík var kjörin Menningarborg Evrópu. Þetta er fjölskyldulundur búinn leiktækjum, blakvelli og grill- aðstöðu. Inn af Furulundi er Drop- inn, áningarstaður með grilli, borð- um og bekkjum. Grenilundur Grenilundur er fjölskyldurjóður frá 2005. Þar er grillaðstaða, bíla- stæði og leik- og klifurtæki. Greni- lundur rúmar um 50 manns. Þjóðhátíðarlundur Skógræktarfélag Reykjavíkur stofnaði Þjóðhátíðarlund árið 1974 til að minnast 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar og jafnframt 75 ára afmælis skógræktar á Íslandi. Þjóðhátíðarlundur er í Löngu- brekkum og skammt frá eru Hulduklettar. Í Þjóðhátíðarlundi er grill, borð og bekkir, bílastæði, leiktæki og fótboltavöllur. Vífilsstaðahlíð Árið 1958 varð Vífilsstaðahlíð hluti af Heiðmörk eftir samninga milli Skógræktarfélags Reykja- víkur og stjórnar ríkisspítalanna. Þá var strax hafist handa við gróðursetningu þar. Í Vífils- staðahlíð er einnig að finna trjá- safn sem Skógræktarfélag Reykjavíkur byrjaði að gróð- ursetja árið 1990. Í Vífilsstaðahlíð er yfirbyggt grill og bílastæði. Hjallaflatir Hjallaflatir eru stærsti áningar- staður Heiðmerkur. Þar er fót- boltavöllur og grillaðstaða. Fræðslurjóður Fræðslurjóðrin eru austan við Elliðavatnsbæinn. Í fræðslurjóðr- unum fer fram náttúru- og um- hverfiskennsla fyrir börn og ung- linga. Það er vel við hæfi að hvetja alla til að leggja leið sína í Heið- mörk, ekki síst nú á 70 ára afmæli Heiðmerkur sem friðlands og skemmtigarðs, og njóta þar úti- vistar og náttúru. Í sérstökum landnemareitum sem Skógrækt- arfélag Reykjavíkur hefur í gegn- um tíðina úthlutað til félaga- samtaka, fyrirtækja og einstaklinga til skógræktar er reitur Ferðafélags Íslands nr. 24 í svæði h. Þar má finna skemmti- legan ratleik sem öllum er vel- komið að taka þátt í. Góð stund í Heiðmörk fyllir fólk af orku, gleði og hamingju og veitir hvíld og slökun. Náttúruperlur í nærumhverfinu Íslensk náttúra hefur mikið aðdráttarafl og stöðugt fleiri stunda útivist sér til ánægju og heilsubótar. Að ferðast um landið er bæði gefandi og skemmtilegt og við kynnumst náttúru landsins, sögu, menningu, dýralífi og þannig mætti lengi telja. Þó svo að það sé gaman að ferðast um land- ið og heimsækja þekkta ferðamannastaði þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt. Víða í nær- umhverfinu má finna nátt- úruperlur, kyrrð og fegurð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Einstakt umhverfi Hér má sjá Heiðmörk í haustlitunum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Allt á útopnu Hér má sjá mynd sem tekin var á Skógarleikunum í Furulundi 2019. Fegurð Hér má sjá Helluvatn í Heiðmörk. Ferðalög á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.