Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag „Ég var á spjalli við Sigga og Loga um daginn og þá datt þessi hugmynd upp, hvort ég myndi ekki taka slaginn á K100,“ segir tónlistarmaðurinn Hreimur Örn Heimisson. „Siggi skoraði hálfpartinn á mig að koma og ég bara ætla ekkert að skorast undan því og mæti á sveitaball og ætla að gera það vel,“ bætir hann við kíminn í bragði. Hreimur hefur ekki setið auðum höndum í samkomu- banninu en hann vinnur nú að nýrri plötu sem hann mun gefa út í haust og ætlar að halda nokkra tónleika í að- draganda útgáfunnar. „Mig langaði svo að halda tónleika úti um allt land en það er náttúrlega búið að vera mjög erfitt út af þessu ástandi. En það er nú allt að slakast,“ segir Hreimur og bætir við að þegar séu tónleikar komnir á sölu á tix.is/ hreimur og á vefsíðu Græna hattsins. Hreimur leggur áherslu á að þótt hljómsveitin heiti eftir honum sjálfum, Hreimur, sé hann ekki einn í henni. „Hreimur er miklu meira. Við erum átta saman í hljómsveit þannig að ég er með sjö manna band á bak við Hreim. Það sem við erum að gera er að flytja öll þessi lög sem ég hef samið í gegnum tíðina, lögin sem gerðu Land og syni að því sem þeir voru á sínum tíma og þessi þjóðhátíðarlög. Maður vaknar upp einn daginn og á alveg rosalega mikið af skemmtilegum og vinsælum lögum sem maður hefur eiginlega ekkert fylgt eftir að ráði,“ segir hann. Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar munu koma í stúdíó K100 á morgun en Hreimur staðfestir að eitt glænýtt lag verði frumflutt sérstaklega um kvöldið. Annars munu tónleikarnir aðallega samanstanda af þekktum lögum. „Þetta verður rosa mikið partí. Ég er náttúrlega stemningspési og hef alla tíð verið, þannig að það er það sem við erum að fara að keyra svolítið á,“ segir Hreimur. „Fólk er orðið þyrst í að gera eitthvað og vera með smá partí.“ Hlustaðu eða horfðu á Sveitaballið með Hreimi á morgun, 29. maí, klukkan 20:00 á K100, K100.is, á Nova TV sem er opið öllum eða á rás 9 á Sjónvarpi Símans. Alvörusveitaballs- stemning í beinni á K100 Sveitaball Mikil stemning verður á K100 annað kvöld þegar Hreimur mætir ásamt hljómsveit og heldur uppi alvörusveitaballsstemningu í beinni útsendingu. Tónlistarmaðurinn Hreimur mun slá upp sveitaballi og stemningstón- leikum ásamt hljómsveit í beinni út- sendingu á K100 annað kvöld og flytja öll sín bestu lög frá ferlinum. Stjórnendur útvarpsþáttanna Ísland vaknar og Síðdegisþáttarins ætla að gerast ferðamenn í eigin landi og ferðast um landið með hlustendum í sumar en næsti áfangastaður K100 er Reykjanesbær. Dagskrá K100 á morgun verður öll úr hjólhýsi fyrir utan Hljómahöllina en þangað munu koma ýmsir góðir gestir af svæðinu. Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar, með þau Ásgeir Pál, Jón Axel og Kristínu Sif innanborðs, hefst stundvíslega kl. sex að morgni. Auð- un Georg miðlar fréttum frá því helsta sem er að gerast í sveitar- félaginu og Síðdegisþátturinn með þeim Loga Bergmann og Sigga Gunnars mun fjalla um það hvað ger- ir Reykjanesbæ að áhugaverðum stað til að heimsækja, starfa á og búa. „Við erum mjög spennt fyrir því að heimsækja Reykjanesið. Ég er mikill aðdáandi þess enda einstök nátt- úruperla,“ segir Siggi Gunnars í sam- tali við Morgunblaðið og K100.is. „Ég er mikill Reykjanesmaður og hlakka til að beina sjónum K100 að þessu svæði.“ Hjólhýsi Logi og Siggi verða fyrir utan Hljómahöllina á morgun. K100 í Reykjanesbæ Útvarpsstöðin K100 ætlar að kynnast landinu betur í sumar og kynna þá stórkostlegu staði sem eru í boði fyrir landsmenn innanlands. Á föstudaginn verður öll dagskráin í beinni frá Reykjanesbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.