Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 48

Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 ✝ SigríðurThors fæddist 13. maí 1927. Hún lést 13. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Kjartan Thors og Ágústa Björnsdóttir Thors. Systkini hennar voru Mar- grét Louise, Hrafnhildur og Björn og eru þau öll látin. Maki hennar var Stef- án Hilmarsson, f. 23. maí 1925, lést 10.1. 1991. Þau gengu í hjónaband 1949. Dætur þeirra eru Ágústa, Margrét Þórdís og Inga Louise. Börn Ágústu og Carl Henrik Rör- beck eru Hjörleifur og Stefán Jökull. Börn Margrétar Þórdísar og Per Wikfeldt eru Kjart- an Thor og I. Sig- ríður. Maki Mar- grétar er Jón Magnússon. Börn Ingu og Ólafs Dani- valssonar eru Inga Dögg og Stefán, dóttir Ingu og Erik Rail er Íris Hildur. Langömmubörnin eru þrettán. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 28. maí 2020, klukkan 13. Fáum auðnast að fara í gegn- um lífið í sátt við sjálfa sig og umhverfi sitt. Þeir sem búa yfir slíkum hæfileikum eru gæfufólk sem dreifir jafnan birtu og yl til samferðafólks síns, ekki síst sinna nánustu. Sigríði Thors auðnaðist að lifa lífinu með þeim hætti. Öllum vandamálum var mætt með jákvæðni og það var jafnan stutt í brosið og glettn- ina. Sigríður var á undan sinni samtíð að mörgu leyti, en hún ólst upp í þjóðfélagi, þar sem staða eiginkonunnar var ákveðnari en nú er. Hún varð ekkja eftir mann sinn Stefán Hilmarsson bankastjóra rúm- lega sextug og þurfti þá að feta sig út á svið og gera hluti sem hún hafði aldrei áður gert og voru henni framandi. Þrátt fyrir það gerði hún það sem þurfti að gera og kom hlutum í þær skorður sem hún vildi búa við í framtíðinni. Dætur Sigríðar áttu alltaf at- hvarf hjá góðri og kærleiksríkri móður og þær þróuðu með sér einstaklega ástríkt og gæfuríkt samband. Áhugamálin voru mörg, eink- um sígild tónlist og dans, sem á tímum var fjarri því að vera sí- gildur. Sigríður var m.a. í dans- hópi í línudansi, sem var síður en svo sígildur eða líklegur til að fyrrverandi bankastjórafrú á áttræðisaldri tæki ástfóstri við hann, hvað þá að hún ynni til verðlauna í þeirri danslist, en það gerði hún nú samt. Hvort sem var í leik eða starfi, þá sýndi hún af sér ein- staka jákvæðni og það var alltaf stutt í brosið. Barnabörnin eign- uðust stóran sess í lífi hennar og hún naut þess að hlusta á dætur sínar tala um þau og fylgjast með þeim á lífsins braut, sama var um barnabarnabörnin sem sáu langömmu sína aldrei öðru- vísi en brosandi af ánægju yfir að sjá þau og umgangast. Á síðasta ári varð Sigríður fyrir slysi sem olli henni miklum sársauka og reyndi mikið á hana. Hún brást við af æðruleysi og kvartaði ekki. Þegar hún vaknaði á slysadeild og sá Kjart- an dótturson sinn og mig, þá varð hún eitt bros og sagðist vera heppin að eiga okkur að. Ekki var kvartað undan verkj- um eða þeim örlögum að hafa lent í slysi. Gleðin og þakklætið fyrir það að henni skyldi end- urgoldið með umhyggju var það sem skipti hana máli. Það var áfall fyrir Sigríði að vera meinað að eiga samskipti við sína nánustu þegar leiðarlok- in nálguðust. Þrátt fyrir mikla alúð og umhyggju starfsfólksins á vistheimilinu Mörk þar sem hún dvaldist síðustu árin, þá var það ekki nóg og henni hrakaði mikið. Þó heimsóknir gætu ekki orðið nánari lengst af, en að guða á gluggann hennar, þá er það ógleymanlegt þegar hún sá okkur Möggu út um gluggann hvað hún brást við af mikilli gleði og fögnuði. Sú gleði og ánægja eru síðustu minningarn- ar sem ég á um Sigríði tengda- móður mína og þær lýsa henni og lífshlaupi hennar vel. Jón Magnússon Amma Sigga var meira eins og önnur mamma fyrir mér. Eft- ir margan skóladag labbaði ég upp í Efstalund til ömmu. Þar sátum við saman hvor í sínum stólnum, ég í afastól og hún í sínum og spjölluðum um heima og geima þó mig gruni reyndar að ég hafi talað yfirgnæfandi meira. Salat með rjómablandaðri Thousand Island og bóndabrauð var fastur liður, kapall, kross- gátur og labbitúr með Flugu og Lukku. Engir flugeldar, bara ró og notalegheit að sitja saman tvær og njóta hversdagsleikans án þess að þurfa að hafa eitt- hvað fyrir stafni, mér fannst bara gott að vera með henni. Þegar leið á daginn elduðum við kvöldmat saman, fyrir okkur og afa og svo vissi ég að það yrði eftirréttur og það var alveg klárt fyrirfram hvað það yrði. Amma var nefnilega „dellukelling“ eins og afi kallaði það. Hún féll iðu- lega fyrir einhverju ákveðnu gúmmelaði og þá var það eft- irrétturinn næstu mánuðina. Ég man eftir mörgum spennandi dellum en sú alfurðulegasta var sennilega niðursoðnar lychees, en það er skrítinn og frekar óg- irnilegur ávöxtur í dós sem var borðaður syndandi í rjóma. Það var oft mikið fjör á kvöld- in þegar afi var kominn heim, þá var rætt um alls konar og ým- islegt og ég fékk að vera með í samræðunum og það að ég hefði ekkert vit á málinu var aldrei steinn í vegi. Ég fékk greinar- góðar útskýringar á því sem um var rætt og var iðulega sam- mála. Það var augljóst að ís- lenska var fallegasta tungumál í heimi, Ísland var fallegasta land í heim, umfeðmingur var falleg- asta blóm í heimi, tjaldur og kjói voru fallegustu fuglar í heimi og fjaran á Stokkseyri fallegasti staður í heimi. Þetta voru ófrá- víkjanlegar staðreyndir. Mér hefur alltaf fundist amma vera hálfgert náttúruafl, hún var eina manneskjan sem ég var mörg hundruð prósent viss um að væri bara góð, alltaf, alls staðar, líka þegar enginn sæi til. Mér fannst alltaf eins hún gerði lífið einfalt, hún gerði það sem hún taldi rétt og hún var ekki í vandræðum með að finna út hvað væri rétt. Hún amma mín er og verður fyrirmynd í mínu lífi. Hún kunni að njóta og skapa aðstæður til að njóta. Hún var ótrúlega hrif- næm og hafði mikla ánægju af klassískri músík og ballett. Hún endurvakti dansástríðuna þegar hún byrjaði að dansa línudans á sjötugsaldri og hélt því áfram fram á níræðisaldur án þess að taka nokkurt tillit til þess hvað kroppurinn hafði um málið að segja. Hún fann fegurð í öllu í kringum sig, litirnir voru aðeins bjartari og ilmurinn aðeins sæt- ari og músíkin aðeins stórkost- legri en fyrir flestum. Ekkert sem var gott var neitt annað en dásamlegt fyrir henni. Ég veit ekki hvernig ég ætti að geta sett það í orð hversu þakklát ég er fyrir að hafa feng- ið að hafa ömmu Siggu í lífi mínu eða hver ég væri án allra þeirra áhrifa sem hún og afi höfðu á líf mitt. Og það er skrít- in tilhugsun að hún sé ekki leng- ur hérna hjá okkur. Hún var sjálf ekki í neinum vafa um hvað tæki við þegar þessu lífi væri lokið og ég efast ekki um að hún njóti þess í botn að geta dansað aftur og knúsað alla þá sem fóru á undan henni og sem hún hefur saknað lengi. Inga Dögg Ólafsdóttir. Sigríður K. Thors Ragnheiður föð- ursystir mín hefur fylgt mér frá fyrsta degi. For- eldrar mínir, Magnús Þórðarson og Áslaug Ragnars, bjuggu í blokk við Kaplaskjólsveg, en í næsta stigagangi bjuggu Ragnheiður og Magnús Hjálmarsson eig- inmaður hennar ásamt börnun- um fjórum: Halldóru, Solveigu, Láru og Þórði. Samgangurinn þar á milli var mikill, stutt milli okkar Þórðar í aldri og við miklir mátar. Það gat verið nokkurri tilviljun háð á hvoru heimilinu ég borðaði og mér finnst ég hafa gist þar flestar helgar. Þetta mikla samband hélst alla tíð; þegar foreldrar mínir brugðu sér af bæ var sjálfgefið að ég væri í fóstri hjá Ragn- heiði frænku. Hún reyndist mér ákaflega vel, var mér um flest sem önnur móðir og veitti mér bæði ást og uppeldi. Alltaf var ég jafnvelkominn, eins og ég reyndi í einhverri uppreisn gegn foreldrunum á mennta- skólaárunum og spurði hvort ég mætti ekki frekar búa hjá henni. Lífið var Ragnheiði frænku um margt erfitt. Hún var mikið veik sem barn, sem hafði var- anleg áhrif á hana og lífsgæðin. Aldrei kvartaði hún þó heldur þakkaði fyrir þær gjafir og gæfu sem henni hlotnaðist. Hún hefði ekki getað fundið betri lífsförunaut en Magga Hjálmars og börnin þeim til sóma. Ekki fékk hún þó að njóta þeirra allra sem skyldi. Árið 1982 missti hún Solveigu á vo- veiflegan hátt, 24 ára gamla, og þremur árum síðar lést Þórður úr langvinnu krabbameini, 22 ára, en þau Maggi hjúkruðu honum heima til hinstu stund- ar. Það þarf sterk bein til þess Ragnheiður Þórðardóttir ✝ RagnheiðurÞórðardóttir fæddist 22. febrúar 1934. Hún lést 15. maí 2020. Útför hennar fór fram 25. maí 2020. að þola slíkar þrautir án þess að bugast eða brotna, en það hafði hún frænka mín. Í eina skiptið sem beinin reynd- ust ekki nógu sterk var þegar hún braut rifbein í dansinum í brúð- kaupi Láru dóttur sinnar. Því þótt hún gæti verið alvörugefin og blátt áfram, þá var hún glað- vær og hláturmild, vildi njóta lífsins og gerði það eftir föng- um. Af þeirri reynslu kunni hún líka að miðla og þess fékk ég njóta. Í fjölskylduveislu fyrir 16 árum vildi Ragnheiður fá meira að vita um framtíðar- áform okkar Auðnu Haddar Jónatansdóttur; hvort við ætl- uðum ekki að gifta okkur. Ég sagði að ég hefði fullan hug á því, en tíminn yrði að leiða það í ljós og eitthvað þannig. „Eftir hverju ertu að bíða?“ spurði hún þá snöggt. „Lífið er stutt.“ Hún vissi alveg hvað hún söng um það, svo ég fór á hnéð og bað mér konu (hún sagði já!). Þetta lýsti Ragnheiði frænku vel og bar ekki vott um af- skiptasemi heldur umhyggju. Þegar hjónabandið bar ávöxt varð Ragnheiður enda fyrst til þess að heimsækja okkur og ég spurði hana hvort við mættum ekki skíra barnið í höfuðið á henni. Hún hélt það nú: „Þetta nafn hefur reynst mér mjög vel!“ Þannig heldur lífið áfram. Mér þykir leitt að geta ekki fylgt frænku minni síðasta spölinn, við búum erlendis og eigum illa heimangengt á dög- um plágunnar. Hún sagði oft að sér fyndist hún eiga eitthvað í mér og það var alveg satt, sennilega miklu meira en hún vissi. Ég vil því þakka Ragnheiði frænku minni fyrir allt sem hún gaf og gerði fyrir mig, og við biðjum um hughreystingu í þessum harmi til Magga, dætra þeirra og barna, systur, vina og frændfólks alls. Andrés Magnússon. ✝ Gunnhildur Vé-steinsdóttir fæddist á Akureyri 25. nóvember 1950. Hún lést á kvenna- deild Landspítalans að kvöldi 16. maí 2020. Foreldrar Gunn- hildar voru Elín Guðbrandsdóttir, húsmóðir og versl- unarkona, f. 1. ágúst 1914, d. 16. september 1996, og Vésteinn Guðmundsson efnaverkfræðingur, f. 14. ágúst 1914, d. 15. janúar 1980. Gunnhildur giftist 8. febrúar 1991 eftirlifandi eiginmanni sín- um, Hafsteini Andréssyni raf- eindavirkja, f. 19. apríl 1958 á Selfossi. Hann er sonur hjón- anna Andrésar Hallmundssonar, f. 26. ágúst 1915, d. 6. apríl 1994, og Aðalheiðar Guðrúnar Elías- dóttur, f. 2. október 1922, d. 8. febrúar 2000. Gunnhildur var yngst þriggja systra, þeirra Auðar Sigurborg- ar, f. 29. ágúst 1939, d. 30. des- 24. júlí 2014, og d) Sævar Brimi, f. 19. september 2017. Gunnhildur bjó fyrst á Hjalt- eyri við Eyjafjörð en fluttist snemma á barnsaldri með móður sinni til Reykjavíkur eftir skiln- að foreldra sinna. Þær mæðgur bjuggu í Álfheimum ásamt afa Gunnhildar, Guðbrandi. Gunn- hildur sótti nám í Langholts- skóla og að loknu grunn- skólanámi fór hún til London og lærði þar til ritara aðeins 16 ára gömul. Hún fluttist aftur heim til Reykjavíkur og hóf störf hjá Toyota þar sem hún vann til 1980. Gunnhildur kynntist Haf- steini árið 1976 og hófu þau þá sambúð. Hún vann hjá FÍB um skamma hríð en hóf störf hjá Icelandair 1985 og vann þar sem ritari forstjóra mestmegnis á þeim tíma eða þar til 2017. Hafsteinn og Gunnhildur bjuggu sér heimili á Grettisgötu fyrst en fluttu næst í Hraunbæ- inn þar sem þau voru til 1989. Þá fóru þau aftur á gamlar heima- slóðir Gunnhildar í Laugardal- inn, þar sem henni leið best. Gunnhildur var mikil fé- lagsvera. Samvera og ferðalög með Hafsteini, börnum og barnabörnum áttu hug hennar og hjarta. Útför Gunnhildar hefur farið fram í kyrrþey. ember 2015, og Guðnýjar Elínar, f. 1. desember 1944, d. 28. desem- ber 2011. Hálf- systkini þeirra systra, samfeðra, eru Árni, f. 23. júní 1955, Val- gerður, f. 26. sept- ember 1956, og Vésteinn, f. 15. júní 1958. Móðir þeirra og seinni kona Vésteins var Valgerður Árnadóttir, f. 1922, d. 2001. Dætur Gunnhildar eru: 1) Ír- is Auður, f. 2. mars 1972, faðir hennar er Örn og á hún dótt- urina a) Elínu Maríu, f. 21. apríl 2001, faðir Ívar. 2) Katrín Ósk, f. 12. desember 1981, faðir hennar er Hafsteinn, sambýlis- maður Katrínar er Guðmundur Kristján Bjarnason, f. 8. janúar 1987. Synir eru a) Pétur Haf- steinn, f. 19. desember 2000, faðir Úlfur. Synir hennar með Guðmundi eru b) Logi Snær, f. 23. maí 2008, c) Breki Hrafn, f. Elsku mamma, við fáum því ekki með orðum lýst hvað það var ótímabært að þú skyldir fara. Enginn bjóst við þessu strax, svona skyndilega. Þú varst kletturinn okkar, og tóma- rúmið sem við upplifum á þess- ari stundu er ólýsanlegt. Við skiljum ekki að þú sért farin en erum óendanlega þakk- látar fyrir þann tíma sem við áttum. Verkefnið sem þú tókst að þér hér var augljóst, þú vannst hörðum höndum að því að veita okkur eins mikla um- hyggju og öryggi og mögulegt var. Minningar okkar frá því að við vorum ungar eru yfirfullar af ást, hlýju og umhyggju og þetta var ótakmörkuð auðlind því þú hélst áfram að veita þetta allt til barnabarnanna þinna. Hver viðbót í hópinn var enn meiri gleði hjá þér. Meðan við systur og pabbi vöktum með þér í þessum skömmu veikindum fengum við ógleymanlegar stundir til að rifja upp allar fallegu og skemmtilegu minningarnar sem við eigum af þér. Í upprifjun um heimilishaldið í den náum við ekki enn utan um hvar þú fannst tíma fyrir svefn miðað við allt sem þú gerðir fyrir okk- ur. Það var saumaskapur, bakst- ur og handavinna fram eftir nóttu, heimilið alltaf tipptopp, góðar samverustundir og allan þennan tíma vannstu fulla vinnu. Þú varst stórkostleg fyr- irmynd og ómetanleg ofurhetja sem setti fjölskylduna alltaf í fyrsta sæti. Þú varst límið sem hélt okkur saman með góðri samheldni og gerðir allar samverustundir, há- tíðir og ferðir ógleymanlegar. Yndislegi hláturinn er ógleym- anlegur. Lokatakmarkið var að gleðja og það tókst alltaf. Alltaf til staðar þegar þurfti og gerðir svo óteljandi margt fyrir okkur. Það stingur okkur mest að geta ekki endurgoldið alla þessa hjálp sem þú veittir og allan stuðninginn en við verðum í staðinn að reyna að viðhalda gleðinni eins og þú gerðir og ávallt að vera öll til staðar fyrir hvert annað sem eftir stöndum. Við munum reyna okkar besta, við komumst aldrei með tærnar þar sem þú varst með hælana en það má reyna allt. Það er ekki hægt að hugsa sér betri mömmu en þig, við lof- um að passa vel upp á alla eins og þú gerðir. Við elskum þig alla tíð og höldum minningunni um yndis- legu ömmsluna alltaf á lofti hjá barnabörnunum og knúsum afa. Íris Auður og Katrín Ósk. Er við lítum um öxl. Til ljúfustu daga liðinnar ævi þá voru það stundir í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði. (Nico) 50 ára vinátta okkar hófst í London. Þarna kynntumst við níu ungar, lífsglaðar stelpur á Ís- lendingakránni „Frigate“ (Frei- gátan) í miðri hringiðu Lund- únaborgar. Þetta voru dýrðardagar með ævintýrum sem seint gleymast. Þegar heim var komið varð til saumaklúbbur sem að sjálf- sögðu fékk nafnið Frigate og höfum við hist reglulega síðan. Vináttan óx og dafnaði með ár- unum, fjölskyldurnar hittust og áttu góðar stundir saman. Það sem einkenndi Hildu var hennar ljúfa lund, góða nærvera og hinn ótrúlegi smitandi og dillandi hlátur. Nú er þessi dásamlegi hlátur þagnaður en lifir sterkt í minningu okkar. Um leið og við minnumst Hildu þá hugsum við til Erlu vinkonu okkar sem lést 2005 og er þeirra sárt saknað. Við vottum Hafsteini, Írisi, Katrínu og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku vinkona. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust.“ (Epíkúros) Birna, Erna, Jóna, Rut, Sigurlín, Sigfríð, Sólborg. Gunnhildur Vésteinsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÓSKAR ÍVARSSON húsasmíðameistari frá Grindavík, sem lést mánudaginn 18. maí, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 8. júní klukkan 13. Bragi Guðmundsson Valgerður Þorvaldsdóttir Magnús Guðmundsson Hulda G. Halldórsdóttir Margeir Guðmundsson Marisa S. Sicat María Guðmundsdóttir Unnar Ragnarsson Guðný Guðmundsdóttir Hersir Sigurgeirsson Þórdís Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.