Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 50

Morgunblaðið - 28.05.2020, Page 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 Ég átti yndislegt sumar á Íslandi árið 2016. Guðmundur Víðir og Edda tóku á móti mér sem eigin dóttur og skipulögðu ferðalag um landið. Ég fann fyrir ástríðu hans á nátt- úrunni og hann hafði mikinn áhuga á að deila henni með mér. Ég mun ávallt geyma minninguna um hið fagra ferðalag. Ekki síður um hinn góða mat sem hann lag- aði. Svo sáumst við oftar, þar sem ást og forvitni var ávallt í fyrir- rúmi. Í fyrra tókst okkur að safna allri fjölskyldunni saman í Brasilíu og nutum við fallegra daga sem ég mun aldrei gleyma. Minningin um Gumma lifir. Livia Stevaux. Fréttir af fráfalli samstarfs- manns míns Guðmundar Víðis voru þungbærar og það er mikill missir fyrir mig persónulega. Allt frá fyrstu heimsókn minni í Rann- sóknarstöðina í Sandgerði, til rannsókna á BIOICE-verkefninu sumarið 1999, var Guðmundur Víðir ein helsta stoð mín og stytta á Íslandi, lands sem kveikti strax áhuga minn og sem ég hef heim- sótt sex sinnum síðan. Hann hefur ávallt unnið með mér að greinum mínum um rann- sóknir á Íslandi, í krafti meðhöf- undar. Í eina verkefninu sem hann tók ekki þátt ákváðum ég og kollegi minn, Juan Moreira, frá Universi- dad Autónoma de Madrid, árið 2012 að tileinka honum eina af þeim nýju dýrategundum sem við uppgötvuðum, Sphaerodoropsis gudmunduri. Það var auðvelt, án nokkurs vafa, að taka þá ákvörð- un; hann átti þetta skilið! Þegar nýjar tegundir eru nefndar eftir einstaklingum er það oft vegna vináttubanda eða vegna mikil- vægs starfsferils viðkomandi. Bæði átti við um Guðmund Víði. Ég og eiginkona mín eigum bæði góðar minningar um göngu- ferðir um Reykjavík með honum og Eddu. Og ekki síður um nota- legan kvöldverð á heimili þeirra. Við vottum allri fjölskyldu hans, sérstaklega eiginkonu hans og sonum, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Julio Parapar, Universidade da Coruña. Leiðir okkar Guðmundar Víðis lágu fyrst saman haustið 1972 þegar við hófum nám í Mennta- skólanum við Tjörnina þar sem við komum sinn úr hvorri áttinni, hann úr Álftamýrarskóla og ég úr Laugalæk. Við vorum stundum samferða í og úr skóla á þessum árum í Fjarkanum, Guðmundur með sitt síða ljósa hár, klæddur bláum jakka en hvorki með húfu né vett- linga hvernig sem viðraði, þannig var „kúlið“ í þá daga. Guðmundur var mikill tónlistarpælari á menntaskólaárunum og fór þar ekki alveg troðnar slóðir. Á laga- lista hans voru hljómsveitir eins og Amon Düül, Soft Machine og Wisbone Ash en líka Doors. Oft var kíkt í Safnarabúðina á Lauf- ásveginum og leitað að nýlegum notuðum hljómplötum og man ég sérstaklega eftir því að Guðmund- ur keypti plötuna L.A. Woman fyrir framan nefið á mér. Ég náði mér ekki aftur fyrr en nokkrum árum seinna þegar hann fékk að heyra plötuna mína með hljóm- sveitinni The Pentangle. Guðmundur Víðir Helgason ✝ GuðmundurVíðir Helgason fæddist 1. apríl 1956. Hann lést 9. maí 2020. Útför Guð- mundar Víðis fór fram 27. maí 2020. Haustið 1976 hóf- um við Guðmundur ásamt nokkrum öðr- um bekkjarfélögum úr MT nám í líffræði við HÍ. Mikil til- hlökkun var eftir fyrsta Garðsballinu og hitað upp eins og venja var á þeim tíma. En viti menn, þegar við mættum á svæðið hvarf Guð- mundur sporlaust. Seinna kom í ljós að á ballinu var ung menntaskólamær, Edda Guðmundsdóttir, sem hann hafði hitt í Noregi í Evrópuferð um sumarið og hafði fangað hug hans þar. Guðmundur og Edda hófu bú- skap á Hjarðarhaganum þar sem ég varð fljótlega heimagangur og naut gestrisni þeirra. Eftirminni- legir voru páskarnir 1981 þar sem okkur Evu var boðið í mat og ég fékk súkkulaðipáskaegg með málshættinum „Flestum minnkar frelsi þá fengin er kona“. Það átti vel við því við urðum hjón. Eftir að við Eva fluttum í bæinn frá Hveragerði fórum við fljótlega að sækja áramótaveislur hjá Guð- mundi og Eddu ásamt vinum þeirra. Þær hafa nú verið haldnar nánast hver áramót í um aldar- fjórðung og þar nutu matreiðslu- hæfileikar Guðmundar sín til fulls þegar hann útbjó hinn rómaða áramótakalkún eins og listakokk- ur. Seinna urðum við svo lánsöm að gerast nágrannar Guðmundar og Eddu og stofnuðum til ræktunar- sambands þar sem við ræktuðum sameiginlega ýmiss konar græn- meti í garði þeirra á Hávallagöt- unni og kartöflur í útleigðum garði hjá Reykjavíkurborg. Mest varð um dýrðir árið sem við fengum tí- falda uppskeru af rauðum íslensk- um. Eftir kreppuna í kjölfar banka- hrunsins vorum við öll frekar nið- urdregin og þá fengu Guðmundur og Edda þá hugmynd að létta lundina með því að fjölskyldur okkar borðuðu saman heimilismat hvor hjá annarri hálfsmánaðar- lega. Þannig varð Kreppumatur- inn til þar sem metnaðurinn var að bjóða aldrei upp á sama matinn oftar en einu sinni. Guðmundur og Edda voru ein- staklega samhent hjón og áttu sér mörg áhugamál sem þau ræktuðu í sameiningu en báru um leið gagnkvæma virðingu fyrir fagi hvort annars. Margs er að minnast eftir langa viðkynningu og sárt að missa góð- an vin. Við Eva kveðjum Guð- mund Víði með trega í hjarta og vottum Eddu og strákunum dýpstu samúð. Björn Gunnlaugsson. Það slær illilega þegar fréttir berast af alvarlegum veikindum. Sorglegt og svo óraunverulegt. Guðmundur Víðir er látinn allt of fljótt, aðeins tveimur mánuðum eftir að hann greindist með alvar- legt krabbamein. Á þeim undar- legum tímum sem við upplifum nú, þegar heimsfaraldur geisar, var enginn möguleiki að heim- sækja góðan vin og kveðja, þegar ljóst var hvert stefndi. Sárast var það þó fyrir hans nánustu að standa í þeim sporum. Guðmundi Víði eða Gumma eins og hann var alltaf kallaður, var margt til lista lagt. Hann var með eindæmum bóngóður, gest- risinn, listakokkur og alltaf var gott að sækja þau Eddu heim í Miðstræti eða á Hávallagötuna. Hann var fjölskyldumaður, fannst gott að eiga stundir með sínu fólki, las mikið og var sérstakur ljóða- unnandi. Þau hjónin voru einstak- lega samrýnd og samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þar sem annað var, var hitt ekki fjarri. Væntumþykja og ást á milli þeirra var einhvern veginn áþreif- anleg og endurspeglast svo fallega í sonum þeirra sem hafa erft þessa hlýju og væntumþykju. Vinátta okkar hjóna við Gumma og Eddu nær yfir rúm 40 ár. Vináttan styrktist þegar börnin okkar fæddust, þau áttu samleið í aldri og síðar í vináttu sem varir enn í dag. Við samglöddumst á stórum stundum í lífi þeirra, þegar fagnað var afmæli, fermingu, stúdents- og háskólaútskrift. Minnast má líka á ferðir okkar út á land. Sér- staklega eru eftirminnilegar ferð- ir okkar í Stykkishólm með börn- in, þar sem við dvöldum saman nokkra daga í senn í fallega húsinu sem tilheyrði fjölskyldu Gumma. Þar var gaman að vera og njóta samveru með sameiginlegum vin- um okkar, Sellu og Bóa. Ógleym- anleg er líka ferð í Sandgerði með allan krakkahópinn á rannsóknar- setrið sem Gummi stýrði í mörg ár. Þar naut sjávarlíffræðingurinn sín. Hann fræddi okkur um burstaorma og aðrar skrítnar skepnur og allt undur sjávar af lífi og sál. Mikill harmur er kveðinn að þér, Edda mín, drengjunum ykk- ar og litlu afa- og ömmustúlkun- um, Rúnu móður Guðmundar Víð- is og bræðrum hans. Megi tíminn sefa sorg og söknuð og minningin um góðar stundirnar styrkja ykk- ur. Þó hausti að í byrjun sumars er eitt víst að sumarið kemur aftur með birtu og yl sem linar sorgina. Ein flýgur sönglaust til suðurs, þótt sumartíð nálgist, lóan frá litverpu túni og lyngmóa fölum, þytlausum vængjum fer vindur um víðirunn gráan. Hvað veldur sorg þeirri sáru, svanur á báru? Misst hefur fallglaður fossinn fagnaðarróminn, horfinn er leikur úr lækjum og lindanna niður, drúpir nú heiðin af harmi og hörpuna fellir. Hvað veldur sorg þeirri sáru, svanur á báru? Felmtruð og þögul sem þöllin er þjóðin mín unga, brugðið þér sjálfum hið sama: þú syngur ei lengur, þeyrinn ber handan um höfin haustljóð á vori. Hvað veldur sorg þeirri sáru, svanur á báru? (Einar Bragi) Elsku Edda okkar, Helgi Hrafn, Kjartan, Hrafnkell og fjöl- skyldan öll, okkar dýpstu hjartans samúðarkveðjur til ykkar. Olga Bergljót og Gunnar Örn. Ég vil með örfáum orðum minnast þess öðlings sem Guð- mundur Víðir var. Það var áhugi okkar á náttúruvísindum sem leiddi okkur saman fyrir svo mörgum árum. Eftir að við urðum fyrst málkunnugir í líffræðinni hér heima urðu fagnaðarfundir með okkur á dýrafræðideild Gautaborgarháskóla í byrjun átt- unda áratugarins, þegar Guð- mundur kom til framhaldsnáms, en ég hafði hafið nám þar nokkru áður. Það tókst með okkur ein- staklega sterk og góð vinátta, sem hefur haldist og styrkst í 40 ár, þrátt fyrir að við höfum lengst af búið í sitt hvoru landinu. Guð- mundur-og-Edda. Fyrir mér hef- ur þetta alltaf verið eitt orð, ein vinátta, svo samrýnd og samtaka sem þau hjónin hafa verið í gegn- um lífið. Á Gautaborgarárunum upp- götvuðum við meðal annars sam- eiginlegan áhuga á að elda góðan mat. Guðmundur var meistari í eldhúsinu og úr því varð að við hittust reglulega á laugardögum á Studiegången, þar sem þau bjuggu, og elduðum sænska villi- bráð. Guðmundur naut lífsins bæði í leik og starfi. Hann naut ferðalaga og náttúru Íslands og átti því láni að fagna að starfa við sitt sérstaka áhugasvið, líffræði botndýra við Íslands- strendur, þar sem hann vann frá- bært frumkvöðlastarf í BioIce- verkefninu. Það hefur líka verið mér afar ánægjulegur hluti vináttunnar að fá að fylgjast með sonum þeirra, Helga Hrafni, Kjartani og Hrafn- keli, fæðast, vaxa úr grasi og full- orðnast. Við Ingibjörg vottum ykkur fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Sorgin og söknuðurinn er mikill en Guðmundur mun halda áfram að vera til í vináttu okkar allra. Björn Þrándur Björnsson. Minn kæri vinur Guðmundur Víðir Helgason er allur aðeins 64 ára gamall. Það eru ekki nema þrír mánuðir síðan hann greindist með krabbamein. Þeim sjúkdómi fylgir oftast erfið meðferð sem getur brugðið til beggja vona. Í versta falli fær sá sjúki tíma til að njóta sinna síðustu mánaða í faðmi fjölskyldu og vina. Því miður gerði Covid það að verkum að þau Edda þurftu að einangra sig heima með- an á meðferðinni stóð og þegar Gummi var orðinn það veikur að hann þurfti að fara á spítala mátti enginn heimsækja hann nema hans nánustu í örfá skipti. Það var erfitt fyrir fjölskylduna að fá ekki að kveðja sem skyldi. Ég talaði við hann í síma reglulega síðustu vik- urnar og er þakklátur fyrir hvað hann tók þessu vel þótt erindið væri bara að heyra í honum og vita hvernig honum liði. Það eru 48 ár síðan vinskapur okkar hófst. Við vissum vel hvor af öðrum löngu fyrr og hann þekkti marga vini mína en það vill svo skemmtilega til að ég veit ná- kvæmlega hvar vinskapur okkar hófst. Við vorum að ljúka lands- prófi í Ármúlaskóla í maí 1972 þegar farið var með okkur í dags- ferð til Vestmannaeyja. Við Gummi áttum það sameiginlegt að vera rólegir í tíðinni og misstum því af bátsferð sem var í boði fyrir hópinn. Við tveir og nokkrir aðrir strandaglópar þarna á bryggjunni löbbuðum upp í bæ og settumst inn á kaffihús og eftir spjall þar vorum við Gummi orðnir vinir. Um sumarið mynduðum við með Högna og Sigga kompaní sem hélt saman öll menntaskólaárin þó að við þrír værum í MH en Gummi færi í MT. Síðasta afrek þessa kompanís var mikil Evrópureisa eftir stúdentspróf sumarið 1976 á grænu rúgbrauði sem var innrétt- að sem húsbíll. Í þessari reisu fann Gummi ástina því Edda var þá um sumarið að vinna í gróðrarstöð í Drammen með Hrefnu vinkonu sinni og við fengum að liggja eina nótt á gólfinu hjá þeim enda þetta sumar svo heitt í Skandinavíu að það var nánast útilokað að sofa í bílnum. Þau Edda hafa verið saman æ síðan. Engin hjón hef ég þekkt jafn samstiga og þau og því er eft- irsjá og sorg Eddu enn meiri fyrir vikið. Samband okkar Rögnu við Eddu og Gumma var alla tíð náið og engu skipti þó að við færum í framhaldsnám sitt í hvora heims- álfuna, þegar heim var komið að loknu námi varð sambandið jafn- vel enn nánara en áður. Við höfum ferðast saman, farið í bústaði og heimsótt hvert annað reglulega alla tíð. Um árabil heimsóttum við þau um þetta leyti árs í Skógarkot í Norðtunguskógi. Þar fylgdumst við með skóginum springa út og Gummi reyndi að kenna mér að greina fugla, plöntur og tré og að grilla nautakjöt. Í ágúst buðu Edda og Gummi okkur á danska daga í Stykkishólmi þar sem við skemmtum okkur og fórum í berjamó. Hápunktur ársins var samt veislan heima hjá þeim á gamlárskvöld. Gummi stjórnaði eldamennskunni og við vorum þarna þrjár fjölskyldur með krakkana og fleiri vinir og vanda- menn, allt eftir því hver var á land- inu hverju sinni. Eftir miðnætti komu enn fleiri vinir og veislan hélt áfram fram eftir nóttu. Eldri kynslóðin hélt sig á efri hæðinni en þau yngri voru í kjallaranum. Aldrei var þó að vita nema ein- hverjir kæmu neðan úr kjallaran- um og brystu jafnvel í óperusöng eða dans eða eitthvað annað skemmtilegt. Víst er að á hverju gamlárskvöldi héðan í frá verður Gumma sárt saknað. Gummi var vinmargur og að jafnaði glaðlyndur, fordómalaus og forvitinn um allskyns hluti. Miklir kærleikar voru með honum og sonum hans. Þau Edda heim- sóttu þá hvort sem þeir voru í Buenos Aires, Brasilíu, Póllandi eða Amsterdam. Hann hafði mikið dálæti á sonardætrunum tveimur og fylgdist vel með uppvexti þeirra. Það var happ að synirnir voru komnir til Íslands þegar Gummi dó þótt samfundir þeirra yrðu fáir. Við sendum fjölskyld- unni á Hávallagötu og Rúnu, mömmu Gumma, innilegustu samúðarkveðjur og lofum að styðja þau í sorg sinni eftir fremsta megni og ég veit að þau bönd sem fjölskyldur okkar hafa bundist síðustu áratugi munu halda þrátt fyrir þetta ótímabæra fráfall. Þorsteinn G. Þórhallsson. Ég kynntist Guðmundi Víði þegar hann var í grunnnámi í líf- fræði við Háskóla Íslands. Eftir grunnnámið vann Guðmundur ljómandi gott rannsóknarverk- efni, svokallað fjórða árs verkefni, um lífríki á botni Breiðafjarðar undir umsjón Jóns Baldurs Sig- urðssonar, lektors við líffræðiskor Háskóla Íslands. Seinna hélt Guð- mundur til framhaldsnáms í dýra- fræði í Gautaborg, en þar var leið- beinandi hans ákaflega virtur sérfræðingur í ánum (sjávarána- möðkum), prófessor Christer Er- séus. Saman lýstu þeir félagar þremur tegundum af sjávaránum. Guðmundur sneri sér hins veg- ar að burstaormum þegar hann kom til baka heim til Íslands og burstaormarnir urðu hans helsta rannsóknarefni til æviloka. Burstaormarnir eru algengustu botndýrin í eða á leðju- og sand- botni í heimshöfunum og því sér- lega mikilvægir í botndýrasam- félögum. Guðmundur var einn af þeim sem settu á laggirnar alþjóð- lega rannsóknarverkefnið Botn- dýr á Íslandsmiðum (BIOICE) og hélt utan um starfsemi rann- sóknastöðvar verkefnisins frá árinu 1992 allt til ársins 2013, þeg- ar rannsóknarverkefninu lauk. Hann tók þátt í fjölmörgum rann- sóknarverkefnum þar sem þekk- ing hans á burstaormum reyndist ómetanleg. Hann lýsti m.a. í sam- vinnu við spænsku flokkunarfræð- ingana Julio Parapar og Juan Mo- reira einum sex áður óþekktum tegundum burstaorma af Íslands- miðum. Flokkun dýra, taxonomía, er ekki auðveld. Greiningar á smá- dýrum, fáeina millimetra eða sentimetra að stærð, eru krefjandi og ákaflega auðvelt er að gera ein- hver mistök. Guðmundur var flokkunarfræðingur af guðs náð. Hann hafði yfirburðaþekkingu á burstaormum og beitti krufnings- tækjunum af mikilli list. Hann var nákvæmur og gagnrýninn og hætti ekki fyrr en í ljós kom hvaða dýrategund var undir víðsjánni. Mat á fjölbreytileika lífríkis í heimshöfunum er ekki einfalt. Slíkt mat verður að byggja á áreiðanlegum upplýsingum, þar sem bestu aðferðum hefur verið beitt við að greina dýrategundirn- ar. Þekking á fjölbreytileika burstaorma á Íslandsmiðum er verulega góð vegna rannsókna Guðmundar. Guðmundur var hæglátur og kíminn, tranaði sér lítt fram, traustur, sífellt hjálpsamur og reiðubúinn að leysa hvers manns vanda. Hann var mjög vel lesinn í dýrafræðinni og þekkti vel lifnað- arhætti og flokkun ýmissa sjávar- dýra. Ég nýtti mér þetta óspart og fletti upp í Guðmundi varðandi hitt og þetta, sem ég þurfti að vita þá stundina. Alltaf reyndist þessi fróðleikur nákvæmur og réttur. Fræðimenn heiðra gjarnan aðra fræðimenn og aðra þá sem stuðla að framgangi vísinda með því að nefna áður óþekktar dýra- tegundir í höfuðið á þeim. Þetta er heiður sem fáum Íslendingum hef- ur hlotnast. Dýrategundin Sphae- rodoridium gudmunduri (Moreira & Parapar, 2012) er smávaxinn, fallegur burstaormur sem lifir í hafinu við Ísland, en þeir Julio Pa- rapar og Juan Moreira nefndu tegundina til heiðurs Guðmundi Víði. Heiður sem Guðmundur á vel skilinn. Ég vil þakka Guð- mundi allar góðar samverustundir á liðnum áratugum. Hans er nú sárt saknað. Ég votta Eddu og fjölskyldu mína innilegustu samúð. Jörundur Svavarsson. Guðmundur Víðir Helgason líf- fræðingur og fyrrverandi vinnu- félagi okkar er látinn. Guðmundur Víðir Helgason lauk BS-prófi í líffræði frá Há- skóla Íslands árið 1979, fjórðaárs- námi í sjávarlíffræði frá Háskóla Íslands árið 1982 og MS-prófi í dýrafræði frá Háskólanum í Gautaborg árið 1985. Fjórðaárs- verkefni hans fjallaði um botn- dýralíf í Breiðafirði, en í meistara- náminu vann Guðmundur með liðorma og lýsti þar m.a. þremur nýjum tegundum af ánum. Guð- mundur vann á Líffræðistofnun Háskólans frá árinu 1985 til ársins 2014 við rannsóknir á botndýrum, með áherslu á tegundasamsetn- ingu og útbreiðslu burstaorma. Guðmundur Víðir var einn þriggja frumkvöðla og verkefnis- stjóra verkefnisins Botndýr á Ís- landsmiðum (BIOICE) en það var samstarfsverkefni Háskóla Ís- lands, Hafrannsóknastofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Markmið þess var að skrá botn- dýralíf í hafinu umhverfis Ísland og skrá útbreiðslu og magn botn- dýra. Verkefnið spannaði haf- svæði íslensku efnahagslögsög- unnar, hátt í 800 þúsund ferkílómetra og allt niður á 3.000 m dýpi. BIOICE-verkefnið stóð frá 1992 til 2013 og var unnið í samvinnu margra vísindamanna, m.a. frá Noregi og Færeyjum. Það er talin ein umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar í heim- inum. Komið var upp sérstakri greiningarstöð í Sandgerði þar sem heimafólk var m.a. ráðið í vinnu við grófflokkun sýna. Ríf- lega 4,7 milljónir dýra voru flokk- aðar, lýst var 28 nýjum tegundum en um 150 sérfræðingar víðs veg- ar um heiminn tóku í greiningar- vinnunni. Guðmundur Víðir var forstöðumaður Rannsóknastöðv- arinnar í Sandgerði frá 1992 til lokunar hennar árið 2012. Verk- efnið hefur skilað gríðarlega mik- illi nýrri þekkingu, mörgum vís- indagreinum og 14 meistara- og doktorsritgerðir eru byggðar á gögnum úr því. Rannsóknir Guðmundar Víðis fjölluðu um hryggleysingja og beindust einkum að flokkun burstaorma og hlutdeild þeirra í botndýrasamfélögum á Íslands- miðum. Guðmundur Víðir var okkar helsti sérfræðingur í grein- ingu burstaorma. Guðmundur kenndi í ýmsum námskeiðum við líf- og umhverf- isvísindadeild og forvera hennar, líffræðiskor Háskóla Íslands. Hann var vel liðinn sem kennari og sinnti kennslunni af alúð og kostgæfni. Stúdentar kunnu að meta ró- legt og traust fas hans og yfir- burðaþekkingu á sjávardýrum. Við vinnu- og samstarfsfélagar við Háskóla Íslands minnumst Guð- mundar Víðis með hlýju og þakk- læti og sendum eiginkonu hans, Eddu Guðmundsdóttur, og sonum þeirra þremur samúðarkveðjur. Fyrir hönd námsbrautar, deild- ar og stofnunar, Arnar Pálsson, Snæbjörn Pálsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.