Morgunblaðið - 28.05.2020, Síða 58

Morgunblaðið - 28.05.2020, Síða 58
Knattspyrnumaðurinn Kristófer Konráðsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna en þetta kemur fram á facebook- síðu Garðbæinga. Kristófer er 21 árs gamall en hann lék síðast með KFG í 2. deildinni síðasta sumar. Kristófer hefur verið í námi í Bandaríkjunum undanfarin ár en hann á að baki ellefu leiki í efstu deild með Stjörnunni. Hann lék með Þrótti Reykjavík í 1. deildinni sumarið 2018 og þá á hann að baki 22 landsleiki fyrir yngri landslið Ís- lands. Skrifaði undir í Garðabæ Ljósmynd/Stjarnan Uppalinn Kristófer Konráðsson steig sín fyrstu skref í Garðabæ. 58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 28. maí 1977 Ingunn Einarsdóttir setur Ís- landsmet í 100 metra hlaupi kvenna þegar hún sigrar á vor- móti HSK á Selfossi. Ingunn hleypur á 11,8 sekúndum og er fyrsta íslenska konan sem hleypur vegalengdina á skemmri tíma en 12 sekúndum. 28. maí 1985 Hinn 18 ára gamli Sigurður Jónsson er illa meiddur á ökkla eftir ljóta tæklingu Graeme Souness í leik Íslands og Skot- lands í undankeppni HM á Laugardalsvelli. Ísland tapar 0:1 fyrir Skotlandi en tengda- sonur Íslands, Jim Bett, skorar eina markið. 28. maí 1995 Jón Arnar Magnússon hafnar í fimmta sæti í keppni flestra bestu tugþrautarkappa heims í Götziz í Aust- urríki og setur nýtt Íslandsmet, 8.237 stig. Hann bætir eigið met um 341 stig og bætir líka eigið Íslandsmet í 110 metra grindahlaupi þar sem hann hleypur á 14,32 sek- úndum. 28. maí 1995 Ísland vinnur stórsigur á Skot- landi, 111:69, í undankeppni Evrópumóts karla í körfu- knattleik í Sviss. Guðmundur Bragason skorar 21 stig, Marel Guðlaugsson 18 og Jón Arnar Ingvarsson 18. Íslenska liðið skorar 19 þriggja stiga körfur. 28. maí 1997 Sigríður Anna Guðjónsdóttir setur Íslandsmet í þrístökki þegar hún stekkur 13,18 metra á móti í Óðinsvéum í Dan- mörku og bætir eigið met um ellefu sentimetra. Þetta met hennar stendur enn. 28. maí 2015 Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkast- ari úr Ármanni, nær lágmarki fyrir HM 2015 og Ólympíu- leikana 2016 þegar hún sigr- ar á Riga Cup í Lettlandi. Ás- dís kastar 62,14 metra sem er hennar næstlengsta kast á ferl- inum en ólympíulágmarkið er 62 metrar. Á ÞESSUM DEGI KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Jón Axel Guðmundsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, hefur að undanförnu fundað með fimm NBA- liðum sem hafa sýnt honum áhuga og mun ræða við fulltrúa frá fleiri liðum á næstunni. „Ég hef talað við fimm NBA-lið og á næstu dögum er verið að koma á fundum með fleiri NBA-liðum. Ég er búinn að tala við Charlotte Hornets, Cleveland Cavaliers, Utah Jazz, Phoenix Suns og Milwaukee Bucks. Ég á eftir að tala við Miami Heat, Sacramento Kings, Golden State Warriors og væntanlega fleiri lið. Ég reikna með því að funda með þessum liðum í næstu viku og í næsta mán- uði,“ segir Jón Axel um gang mála hjá sér í Bandaríkjunum. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrr í vetur gefur Jón Axel kost á sér í nýliðavali NBA en skólagöngu hans hjá Davidson er lokið. Jón metur stöðuna þannig að hann eigi mesta möguleika á að komast í NBA nú þegar hann er að koma beint úr há- skólakörfuboltanum, NCAA. „Mér finnst ég vera í góðri stöðu til að komast að hjá NBA-liði. Ég er því ekki viss um að ég myndi stökkva á tilboð frá liði í Evrópu áður en í ljós kemur hvort ég komist í NBA. Ég er að eltast við drauminn sem alltaf hefur verið að komast í NBA og spila í bestu deild í heimi. Ég tel að þetta sé mitt besta tækifæri núna.“ Óvissa um nýliðavalið Ekki hefur verið leikið í NBA- deildinni síðan í mars vegna kór- ónuveirunnar. Enn er gælt við þá hugmynd að ljúka keppnistímabilinu en það er enn óljóst. Nýliðavalinu fyrir næsta tímabil hefur því verið frestað og Jón Axel bíður átekta. „Ef NBA-deildin fer ekki af stað aftur þá er líklegt að nýliðavalið verði í júlí. Ef tímabilið verður klár- að í NBA þá er nýliðavalið kannski ekki fyrr en í september. Þetta fer eftir því hvað gerist varðandi tíma- bilið 2019-2020. Það er lítið sem ég get gert í þessu núna en ég er með umboðsmann sem sér um þessi mál fyrir mig. En til að geta rætt við menn frá þeim liðum sem hafa áhuga þá er fundað í gegn- um Zoom [fjarfundarbúnað].“ Í venjulegu árferði hefði Jón Axel æft og spilað vináttuleiki með NBA- liðum. Til dæmis er staðið fyrir sum- ardeildum NBA þar sem leik- mönnum er boðið að sýna sig og sanna. Tryggvi Snær Hlinason tók til að mynda þátt í því sumarið 2018. „Ég hefði farið í einhvers konar mót þar sem sextíu bestu leikmenn- irnir sem voru að ljúka háskólaferl- inum geta verið með. Þessa dagana hefði ég verið á æfingum með ein- hverjum liðum og nýliðavalið hefði verið eftir mánuð eða svo. Manni heyrist að NBA byrji kannski ekki aftur fyrr en í desember eða janúar. Þá yrði væntanlega einhvers konar haustdeild.“ Er vel kynntur Fyrir Íslendinga er ef til vill svo- lítið óraunverulegt þegar fjallað er um möguleika Íslendings að komast í NBA. Einungis tveir Íslendingar hafa fengið samning hjá NBA-liðum, Pétur Guðmundsson og Jón Arnór Stefánsson, og Pétur sá eini sem hef- ur spilað í deildinni. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með umfjöllun um framgöngu Jóns Axels með Davidson í Bandaríkjunum þá eru ýmsar ástæður fyrir því að hann er á radarnum hjá NBA-liðum þótt samkeppnin sé gífurleg. Eitt sem vegur þungt er að Jón var valinn leikmaður ársins í Atlantic 10 deild- inni í fyrra. Var það mikil kynning fyrir hann og síðasta haust var Jón á lista yfir leikmenn sem áhugafólk var hvatt til að fylgjast með síðasta vetur. Þar að auki leikur hann með Davidson í Norður-Karólínuríki. Mikil körfuboltahefð er í ríkinu og þá lék Stephen Curry með Davidson á sínum tíma. Sjálfur bendir Jón einnig á að þjálfari Davidson, Bob McKillop, nýtur mikillar virðingar í bandarískum körfubolta. „Það skiptir máli að maður hafi spilað fyrir þennan þjálfara því hann nýtur virðingar allra í NBA. Í öllum þeim samtölum sem ég hef átt við fulltrúa NBA-liðanna er ég spurður um hvernig það hafi verið að spila undir hans stjórn.“ Nálægð við Charlotte Hornets Charlotte Hornets er í Norður- Karólínu og á þeim bæ vita allir hverjir eru lykillmenn hjá Davidson. Þar þarf Jón ekki að kynna sig en þegar um ýmis önnur NBA-lið er að ræða þá hafa njósnarar liðanna séð hann spila. „Charlotte er bara í þrjátíu mín- útna fjarlægð og flestallir hjá þeim hafa séð mig spila. Sem er þægilegt fyrir mig en á öðrum fundum eru menn sem hafa kannski lítið séð til mín. Til dæmis hjá Phoenix þar sem það tekur sjö eða átta tíma að fljúga til Charlotte. Hjá þeim höfðu njósn- ararnir séð mig en ekki þjálfar- arnir,“ segir Jón sem dvalið hefur ytra í allan vetur og reynir að halda sér við með einkaþjálfara. „Ég hef unnið mikið í bolta- tækninni og atriðum sem menn telja að ég þurfi að bæta mig í samkvæmt því sem fram hefur komið á fundum með liðunum. Ég er með einkaþjálf- ara og við höfum sal til að æfa í,“ segir Jón Axel Guðmundsson í sam- tali við Morgunblaðið. AFP NCAA Jón Axel í grannaslag með Davidson gegn North Carolina, liðinu sem Michael Jordan lék með á sínum tíma. Erfitt að segja til um hvenær nýliðavalið fer fram  Heldur sér við í N-Karólínu Jón Axel fundar með liðum í NBA-deildinni Knattspyrnumaðurinn Harley Will- ard er að öllum líkindum á förum frá úrvalsdeildarliði Fylkis sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Willard kom til Fylkis frá Víkingi Ólafsvík í nóvember á síðasta ári en hann skoraði 11 mörk í 22 leikjum með Ólsurum í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Fylkir og Víkingur Ólafsvík eiga nú í viðræðum um leikmann- inn sem var valinn í lið ársins í 1. deildinni síðasta sumar af þjálf- urum og fyrirliðum deildarinnar en hann skrifaði undir samning við Fylki til ársins 2021. Willard líklega á förum frá Fylki Ljósmynd/Stjarnan Ólafsvík Harley Willard er orðaður við endurkoma á Snæfellsnesið. Þýskaland Augsburg – Paderborn........................... 0:0  Alfreð Finnbogason var ekki í leik- mannahópi Augsburg vegna meiðsla.  Samúel Kári Friðjónsson var ekki í leik- mannahópi Paderborn vegna meiðsla. RB Leipzig – Hertha Berlín.................... 2:2 Düsseldorf – Schalke ............................... 2:1 Hoffenheim – Köln ................................... 3:1 Union Berlín – Mainz............................... 1:1 Staðan: Bayern M. 28 20 4 4 81:28 64 Dortmund 28 17 6 5 74:34 57 RB Leipzig 28 15 10 3 70:29 55 Mönchengladb. 28 16 5 7 53:34 53 Leverkusen 28 16 5 7 53:36 53 Wolfsburg 28 11 9 8 40:34 42 Hoffenheim 28 11 6 11 39:48 39 Freiburg 28 10 8 10 38:40 38 Schalke 28 9 10 9 34:45 37 Hertha Berlín 28 9 8 11 41:50 35 Köln 28 10 4 14 44:52 34 Augsburg 28 8 7 13 40:54 31 Union Berlin 28 9 4 15 33:48 31 E. Frankfurt 27 8 5 14 44:52 29 Mainz 28 8 4 16 37:61 28 Düsseldorf 28 6 9 13 31:53 27 Werder Bremen 27 5 7 15 29:59 22 Paderborn 28 4 7 17 31:55 19 Færeyjar NSÍ Runavík – ÍF Fuglafjörður ..............5:0 TB Tvoreyri – B36 ....................................1:3 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.