Morgunblaðið - 28.05.2020, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 28.05.2020, Qupperneq 61
MENNING 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI GÓÐ GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU TALI. AFMÆLISVEISLA Í ÁLFABAK Tvær frábærar eftir sögu Stephen King EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI. JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmyndagerðarmennirnir og -framleiðendurnir Þorkell Harðar- son og Örn Marinó Arnarson, sem kalla sig Markelsbræður, láta ekki deigan síga frekar en fyrri daginn og eru með margar kvikmyndir í pípunum. Síðasta veiðiferðin, gamanmynd þeirra félaga sem frumsýnd var 6. mars, hefur slegið í gegn í bíóhúsum landsins þótt kór- ónuveirukófið hafi auðvitað sett strik í reikninginn, fyrst með lok- unum kvikmyndahúsa og nú tak- mörkuðum hámarksfjölda bíógesta. Blaðamaður frétti af því að þeir bíóbræður væru þegar farnir að leggja drög að framhaldsmynd og ákvað að slá á þráðinn til Þorkels. Hafði hann heldur betur fréttir að færa og þá ekki aðeins af framhalds- myndinni því Markelsbræður eru framleiðendur gamanmyndar um konur sem fara saman í sumarbú- staðarferð sem tökur hefjast á í sumar og einnig gamanmyndar sem tekin var upp snemma árs og er með Ladda og Eddu Björgvins í aðalhlutverkum. Fjórar í viðbót Þorkell segir að framhald Síðustu veiðiferðarinnar verði tekið upp næsta sumar en sú fyrri segir af sex félögum sem fara saman í veiði og sletta ærlega úr klaufunum og þá oftar en ekki með skelfilegum afleið- ingum. Myndin hefur frá upphafi sýninga notið mikillar aðsóknar og þegar samkomubann skall á með lokunum kvikmyndahúsa höfðu um tólf til þrettán þúsund manns séð myndina, að sögn Þorkels. Hann segir myndina malla núna, en aðeins tvö kvikmyndahús eru opin á höfuðborgarsvæðinu eins og er. „Við lögðum alltaf upp með að þetta yrðu fimm myndir um þessa kumpána og vorum búnir að leggja niður söguþráðinn í þeim öllum áður en við byrjuðum. Þetta eru Síðasta veiðiferðin, Allra síðasta veiðiferðin, Langsíðasta veiðiferðin, Lang-, lang-, langsíðasta veiðiferðin og svo ein í viðbót sem við erum ekki búnir að ákveða hvað heitir en gæti heitið Næstsíðasta veiðiferðin,“ segir Þor- kell en Allra síðasta veiðiferðin verður tekin upp næsta sumar. Svar kvenna við karlamynd Síðasta veiðiferðin er karlamynd, fjallar um karla og heimskupör þeirra og er bæði skrifuð og leik- stýrt af körlum, en í sumar verður blaðinu snúið við og tekin upp kvik- mynd sem snýst alfarið um konur og er leikstýrt af konu. „Það er svar kvenþjóðarinnar við Síðustu veiði- ferðinni, heitir Síðasti saumaklúbb- urinn og fjallar um fimm konur á besta aldri sem fara saman í sumar- bústað og ætla að gera vel við sig.“ – Var þetta ákveðið eftir að þið frumsýnduð Síðustu veiðiferðina? „Nei, við höfum alltaf talað um þetta, ætluðum að gera veiðimynd þar sem konurnar fá á baukinn af því að nú erum við búnir að útdeila okkar réttlæti gagnvart karlþjóð- inni,“ segir Þorkell. „Okkur finnst gott að hugsa í stórum dráttum, sjá stóru myndina. Fólk heldur alltaf að við séum að grínast þegar við segjumst hafa teiknað upp fimm myndir, finnst nógu flókið að hugsa um eina, en þetta er ekkert grín. Þessi kvenna- mynd var eiginlega möst, þurfti að gerast.“ Þorkell segir að þeir Örn hafi far- ið í ákveðna átt með Síðustu veiði- ferðina, einblínt á karlana og verið gagnrýndir fyrir kvennaleysið í myndinni. „En við vorum alltaf með þetta á teikniborðinu líka, að það kæmi kvennamynd ári seinna,“ segir Þorkell og að sú mynd verði að öllum líkindum frumsýnd í febrúar eða mars á næsta ári. Leikstjóri myndarinnar verður vinkona þeirra félaga, Rannveig „Gagga“ Jóns- dóttir. Þorkell og Örn framleiða myndina og segir Þorkell þá hafa búið til ákveðið módel í kringum framleiðsl- una á Síðustu veiðiferðinni, þar sem þeir hafi ekki fengið neina opinbera framleiðslustyrki. Þeir hafi þurft að leita lausna og sníða sér stakk eftir vexti. Þá hafi komið sér vel að hafa verið í bransanum í 30 ár. „Við smíð- uðum módel sem við setjum þessa framleiðslu í, komum inn með það og fáum Göggu og Snjólaugu Lúð- víksdóttur til að vinna með okkur. Þær skrifa handritið, Gagga leik- stýrir og við verðum á kantinum,“ útskýrir Þorkell og segir ekki tíma- bært að greina frá því hvaða leik- konur muni fara með aðal- hlutverkin. Næsta sumar muni þeir svo taka upp framhald Síðustu veiði- ferðarinnar. Laddi og Edda ræna banka „Svo gerðum við aðra mynd í jan- úar. Hún heitir Amma Hófí og er bankaránsmynd með Ladda og Eddu Björgvins. Þau eru ellilífeyris- þegar sem ræna banka til að komast út af elliheimilinu,“ heldur Þorkell áfram. Leikstjóri og handritshöf- undur þeirrar myndar er Gunnar Björn Guðmundsson sem á m.a. að baki kvikmyndirnar Astrópíu og Gauragang. Einvalalið leikara er í myndinni auk þeirra Ladda og Eddu, m.a. Sveppi, Steindi Jr., Anna Svava Knútsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon og Þorsteinn Guðmunds- son. Amma Hófí verður frumsýnd í júlí, að sögn Þorkels. Saumaklúbbur, veiði og bankarán  Markelsbræður leggja drög að framhaldi Síðustu veiðiferðarinnar og framleiða gamanmyndir um sumarbústaðarferð kvenna og bankarán eldri borgara  Síðasta veiðiferðin hefur slegið í gegn Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Akastamiklir Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson hafa verið lengi í kvikmyndabransanum. Glæpagrín Edda Björgvins og Laddi við tökur á Ömmu Hófí í ársbyrjun. Veiðigrín Úr Síðustu veiðiferðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.