Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 12
SVEITARSTJÓRNARMÁL Finnum samnefnara! 12 Nær helmingur þátttakenda tengdust í gegnum Skype á tengiliðafundi um loftslagsmál og heimsmarkmiðin sem fram fór í Mosfellsbæ í byrjun mars Ásta Bjarnadóttir, formaður verkefnisstjórnar forsætisráðuneytisins, um heimsmarkmiðin. Séð yfir fundarsalinn þar sem voru um 25 manns. Ljósm.: Ingibjörg Hinriksdóttir Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi hjá Capacent, flutti magnaða ræðu um sóknaráætlanir og heimsmarkmiðin. Finnum samnefnara var yfirskrift tengiliðafundar um loftslagsmál og heimsmarkmiðin sem fram fór í Mosfellsbæ föstudaginn 6. mars sl. Unnt hefur verið að fylgjast með öllum tengiliðafundunum í gegnum Skype en að þessu sinni kaus nær helmingur þátttakenda að taka þátt í fundinum með þeim hætti, alls tengdust 21 fundinum á þann hátt. Í salnum sátu um 25 þátttakendur. Fundurinn þótti takast mjög vel en þar kynnti m.a. Arnar Jónsson, staðgengill bæjarstjóra, stefnu Mosfellsbæjar og innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri sagði frá endurskoðaðri umhverfisstefnu Mosfellsbæjar. Anna G. Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins, og Ásta Bjarnadóttir, formaður verkefnisstjórnar forsætisráðuneytisins um heimsmarkmiðin fluttu innleiðingafréttir. Loks sagði Theódóra S. Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri hjá ISAVIA frá samvinnuverkefni fyrirtækisins með sveitarfélögum á Suðurnesjum um heimsmarkmiðin og innleiðingu þeirra. Þá flutti Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi hjá Capacent, erindi þar sem hann spurði hvort sóknaráætlanir væru grunnurinn að forgangsröðun sveitarfélaga?

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.