Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 30
SVEITARSTJÓRNARMÁL 30 fjarskiptakerfið datt út. Það gaf forsmekk af því hversu alvarlegri röskun niðurbrot innviða getur valdið. Áföll utanlands geta einnig haft áhrif á daglegt líf á Íslandi, eins og COVID19 veirusýkingin sýnir. Það skiptir sköpum að draga lærdóm af áföllum sem samfélög verða fyrir. En það nægir ekki eitt og sér. Lærdómurinn verður að leiða til breyttra vinnubragða, eigi samfélög að verða betur í stakk búin til að takast á við áföll í framtíðinni. Þar er enginn undanskilinn. Öll samfélög - öll þeirri veiru, sem skapaði mikið álag ekki aðeins á heilbrigðisþjónustuna, heldur á ýmsa aðra opinbera aðila, ekki síst á sveitarstjórnarstiginu. Flest sveitarfélög sem nýtt hafa LVN leiðbeiningarnar eru á Suðurlandi. Það má eflaust rekja til þess að á þessari öld hafa náttúruhamfarir orðið tíðastar í þeim landshluta. Auk jarðskjálfta árin 2000 og 2008, þurftu sveitarfélög þar að glíma við afleiðingar eldgosa í Eyjafjallajökli 2010 og í Grímsvötnum 2011. Hagnýting þekkingar grundvallaratriði Undanfarna mánuði höfum við ítrekað verið minnt á hversu berskjölduð við getum verið gagnvart ýmiss konar áföllum. Óveðrið sem reið yfir landið í desember olli ekki aðeins óþægindum og tjóni, heldur djúpstæðu óöryggi hjá þeim sem þurftu að þola rafmagnsleysi dögum saman, með alvarlegum afleiðingum fyrir menn og dýr. Hús kólnuðu, nauðsynlegur vélbúnaður varð ónothæfur og Öll samfélög - öll sveitarfélög á landinu - geta orðið fyrir áföllum, hvort sem um náttúruhamfarir eða annars konar vá er að ræða. Því er það mikilvægt að öll sveitarfélög á landinu geri áhættumat og viðbragðsáætlanir og skipuleggi hvernig þau geta sem best búið sig undir áföll og byggtt samfélagið upp að nýju.” COVID-19, kórónaveiran hefur dreifst með miklum hraða um heimsbyggðina og Íslendingar hafa ekki farið varhluta af henni. Myndin er tekin af vef matvælastofnunar Bandaríkjanna, www.fda.gov. sveitarfélög á landinu – geta orðið fyrir áföllum, hvort sem um náttúruhamfarir eða annars konar vá er að ræða. Því er það mikilvægt að öll sveitarfélög á landinu geri áhættumat og viðbragðsáætlanir og skipuleggi hvernig þau geta sem best búið sig undir áföll og byggt samfélagið upp að nýju. Þar stendur þeim öllum til boða að nýta LVN leiðbeiningarnar að vild og án endurgjalds.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.