Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 13
SVEITARSTJÓRNARMÁL
13
Samninganefndir Sambands
íslenskra sveitarfélaga
og samninganefnd fjórtán
bæjarstarfsmannafélaga
innan BSRB undirrituðu nýjan
kjarasamning í byrjun mars.
Kjarasamningurinn er gerður í anda
Lífskjarasamningsins sem gildir
á almennum vinnumarkaði. Verði
samningurinn samþykktur mun hann gilda
frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu um
kjarasamninginn meðal félagsmanna
bæjarstarfsmannafélaganna mun liggja
fyrir þann 23. mars.
Samið við Sjúkraliðafélag Íslands
Samninganefndir Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags
Íslands innan BSRB undirrituðu einnig
nýjan kjarasamning við Sjúkraliðafélag
Íslands vegna starfsmanna sem vinna
hjá Akureyrarbæ. Kjarasamningurinn
er gerður, eins og fyrri samningar, í
anda Lífskjarasamningsins sem gildir
á almennum vinnumarkaði. Verði
samningurinn samþykktur mun hann gilda
frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu um
samninginn mun liggja fyrir 25. mars.
Kjarasamningar
við BSRB og
Sjúkraliðafélag Íslands
Opið fyrir tilnefningar til
íslensku menntaverðlaunanna
Íslensku menntaverðlaunin er
viðurkenning fyrir framúrskarandi
skólastarf, menntaumbætur og
þróunarverkefni. Markmið verðlaunanna
er að auka veg menntaumbótastarfs
og vekja athygli samfélagsins á
metnaðarfullu og vönduðu skóla- og
frístundastarfi með börnum og unglingum.
Verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum:
• Framúrskarandi skólastarf eða
menntaumbætur
• Framúrskarandi kennari
• Framúrskarandi þróunarverkefni
Að auki er veitt hvatning til einstaklings,
hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að
menntaumbótum er þykja skara fram
úr. Tilnefningar skulu hafa borist fyrir 1.
júní ár hvert í gegnum vefsíðuna www.
skolathroun.is/menntaverdlaun/.
Einnig má senda tilnefningarnar í pósti á
póstfangið:
Samtök áhugafólks um skólaþróun
Pósthólf 30
270 Mosfellsbær
(Merkið umslagið: Íslensku
menntaverðlaunin)
Tilnefningum skal fylgja skriflegur
rökstuðningur.
Viðurkenningarráð (sjá hér) velur þrjár
til fimm tilnefningar í hverjum flokki til
kynningar á alþjóðadegi kennara 5.
október.
Stefnt er að því að veita verðlaunin við
hátíðlega athöfn í nóvember.