Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 36
SVEITARSTJÓRNARMÁL
36
hvers kyns þjónusta við um 25.000 íbúa
og fyrirtæki á Suðurlandi og svo má ekki
gleyma því að á sumrin eru allt að 25.000
manns í sumarhúsabyggðunum hér í
grennd. Hér eru allar helstu náttúruperlur
í skotfæri og umferð um bæinn er
gríðarlega mikil.“
Það mun hins vegar breytast í fyllingu
tímans því Vegagerðin undirbýr nú
flutning þjóðvegar 1 norður fyrir bæinn
og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá
norðaustan við Selfoss. Tómas Ellert
hefur engar áhyggjur af því að þessar
breytingar muni bitna á ferðaþjónustu eða
annarri þjónustustarfsemi á Selfossi.
„Þvert á móti teljum við að þessar
framkvæmdir skapi ný tækifæri fyrir okkur
við þróun bæjarins og að Selfoss verði
áfram mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn
og aðra. Það hjálpar einnig til að nú
erum við Selfyssingar loksins komnir
á kortið, það er veðurkortið, en hér var
sett upp sjálfvirk veðurathugunarstöð í
samstarfi við Veðurstofu Íslands á síðasta
ári og í kjölfarið upplifðum við eitt besta
sumarveður í manna minnum,“ segir
hann.
Nýi miðbærinn laðar að
Tómas Ellert telur að nýi miðbærinn sem
nú er verið að reisa í gömlum stíl muni
hafa mikið aðdráttarafl. Þar er meðal
annars verið að endurbyggja gamla
mjólkurbúið og er fyrirhugað að þar verði
skyrsafn, sem Tómas Ellert telur að muni
freista margra, enda skyr orðið alþjóðlegt
vörumerki sem á sinn heimastað á
Selfossi. Hann segist hafa orðið var
við áhuga margra verslunareigenda á
höfuðborgarsvæðinu á að flytja starfsemi
sína í nýja miðbæinn.
Hann bendir á að þar sem nýja brúin á að
rísa hefur þegar risið öflugur verslunar-
og þjónustukjarni þar sem stórfyrirtæki á
borð við Byko, Bónus, Vínbúðina og fleiri
hafa komið sér fyrir.
„Þegar umferðin flyst norður fyrir bæinn
skapast alls konar tækifæri fyrir okkur.
Við sjáum til dæmis ýmsa skemmtilega
er 340 rúmmetrar og rennslið getur farið
í 2.500 rúmmetra á sekúndu í flóðum.
Mengun í ánni hefur verið mæld í nokkur
ár og hún reynist sama sem engin.
Gríðarlega mikil fiskgengd er í ánni, ein
mesta gengd af laxi og sjóbirtingi í eina á
í allri Evrópu,“ segir Tómas Ellert.
Umferðin færist
Sveitarfélagið Árborg hefur að
undanförnu verið í auglýsingaherferð
ásamt einkaaðilum til að kynna
sveitarfélagið og kosti þess að velja
sér þar búsetu. Tómas Ellert segir
kynningarherferðina fyrst og fremst
beinast að því að vekja athygli
landsmanna á sveitarfélaginu og hvaða
kosti svæðið hefur. Fyrstu auglýsingarnar
fjölluðu um Selfoss og fljótlega munu
birtast fleiri auglýsingar og þá frá
Eyrarbakka, Stokkseyri og dreifbýlinu í
Árborg.
„Við lítum fyrst og fremst á Selfoss sem
höfuðstað Suðurlands. Selfoss hefur frá
stofnun verið þjónustubær. Hér er veitt
Tómas Ellert situr hér í gröfunni og tekur skóflustungu að fjölnota íþróttahúsi en allur uppgröftur vegna þess fer í brekkurnar við íþróttasvæðið og úr
verður snjóbrettabraut. „Við erum jafnvel að spá í að setja rennslisteppi svo hægt sé að nota hana allt árið,“ segir Tómas.