Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 26
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Í aldanna rás hafa Íslendingar þurft að
glíma við afleiðingar náttúruhamfara af
ýmsu tagi og gegnum þá reynslu höfum
við lært að takast á við samfélagsleg
áföll. En aðstæður breytast og við
stöndum sífellt frammi fyrir nýjum
áskorunum eins og síðastliðnir mánuðir
endurspegla. Árið 2020 heilsaði líkt og
árið 2019 kvaddi okkur, með vályndu
veðurfari, slysum og hamförum. Ofan
á það bætist áhætta vegna mögulegra
eldgosa og smitsjúkdóma.
Miklu skiptir að taka rétt á málum.
Þessari grein er ætlað að vekja athygli
á verkefninu Langtímaviðbrögð við
náttúruhamförum (LVN), sem unnið
var fyrir meira en áratug í samstarfi
við sveitarfélög sem orðið höfðu fyrir
Nýtum þá þekkingu sem er til staðar
26
Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir og dr. Guðrún Pétursdóttir, Stofnun Sæmundar
fróða við Háskóla Íslands, skrifa um leiðbeiningar til sveitarfélaga um viðbrögð við áföllum
miklum áföllum.1 Afurð þess samstarfs
eru leiðbeiningar til sveitarfélaga um
hvernig bregðast má við samfélagslegum
áföllum og flýta bata. Leiðbeiningarnar
þarf að laga að þörfum hvers samfélags,
sem kallar á vissan undirbúning.
En þegar á hólminn kemur, oft
fyrirvaralaust, geta slíkar leiðbeiningar
skipt sköpum. Þær geta hjálpað
forsvarsmönnum sveitarfélaga að draga
úr áhrifum áfallanna, flýta bata, og auka
viðnámsþrótt eða seiglu samfélagsins til
langs tíma litið.
1 Sólveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Elva
Bernharðsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Geir
Oddsson og Guðrún Pétursdóttir; Langtímaviðbrögð
við náttúruhamförum, Stofnun Sæmundar fróða,
Reykjavík 2008.
Bakgrunnur
Hinn 14. janúar 2020 féllu tvö snjóflóð
á Flateyri. Þau fóru yfir varnargarða og
annað þeirra yfir íbúðarhús þar sem ungri
stúlku var bjargað úr flóðinu, en hitt fór
yfir höfnina og eyðilagði mannvirki og
báta. Þriðja snjóflóðið féll í Súgandafjörð
og olli flóðbylgju sem gekk yfir hluta
Suðureyrar. Einungis tveimur dögum
síðar voru nákvæmlega 25 ár liðin frá því
að snjóflóð féll í Súðavík sem tók fjórtán
mannslíf. Síðar sama ár, hinn 26. október
1995, dundu hamfarir yfir Flateyringa
með snjóflóði sem kostaði tuttugu manns
lífið.
Þessi mannskæðu snjóflóð á Vestfjörðum
árið 1995 höfðu djúpstæð áhrif á
Íslendinga. Sýnt þótti að gera þyrfti
Frá jarðskjálftunum á Suðurlandi 2008. Myndina tók Magnús Karel Hannesson á Eyrarbakka.