Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 22
SVEITARSTJÓRNARMÁL
22
alla hugsanlega vá sem að okkur gæti
steðjað og funduðum meðal annars með
sóttvarnalækni vegna Covid19 veirunnar.
Þetta hefur gert það að verkum að við
erum nú miklu betur búin undir hvers
kyns vá af manna völdum og náttúrunnar
en við vorum áður og munum búa að
þessari vinnu í framtíðinni.“
Vaknað upp við vondan draum
„Ég hygg að fleiri sveitarfélög mættu
hugsa sinn gang hvað þetta varðar og
geti að mörgu leyti lært af okkar reynslu,
enda hef ég fengið fyrirspurnir um okkar
viðbrögð frá öðrum sveitarfélögum.
Það má segja að við höfum vaknað
upp við vondan draum en um leið eru
það ákveðin forréttindi að hafa fengið
þessa viðvörun og getað nýtt sér hana
til undirbúnings án þess að til alvarlegra
áfalla hafi komið. Nú erum við á allt
öðrum stað en við vorum að morgni
26. janúar. Sveitarfélög á Íslandi hafa á
undanförnum vikum og mánuðum þurft
að takast á við margs konar náttúruvá,
vonskuveður, sjávarflóð og ofanflóð með
tilheyrandi skemmdum á mannvirkjum og
innviðum. Við slíkar aðstæður gildir að
hafa réttan viðbúnað og vita hvernig á að
bregðast við,” segir Fannar.
Pólverjarnir óttaslegnir
Eins og í mörgum sveitarfélögum á
Íslandi er hlutfall fólks sem er af erlendu
bergi brotið mjög hátt í Grindavík. Af
rúmlega 3.500 íbúum eru um 630 af
erlendum uppruna. Pólverjar eru þar
langfjölmennastir. Fannar segir að
bæjaryfirvöldum hafi fljótt orðið ljóst að
hlúa þyrfti sérstaklega að þessum íbúum
sveitarfélagsins.
„Við höfðum ekki gert okkur sérstaka
grein fyrir þessu en uppgötvuðum fljótt
að grípa þyrfti til sérstakra ráðstafana
vegna útlendinga í bænum. Hér búa
Það vöknuðu ýmsar
spurningar hjá fólki. Ógnin
af landrisi, jarðskjálftum
og jafnvel eldgosi í grennd
við byggðina var ansi
raunveruleg og nálæg. Við
stóðum frammi fyrir því
að þurfa jafnvel að rýma
bæinn og þá er að mörgu að
hyggja.”
Þann 27. janúar var boðað til íbúafundar í íþróttahúsinu til þess að upplýsa bæjarbúa um stöðu mála. Fundurinn var geysilega fjölsóttur. Um 1.200-
1.400 manns komu til fundarins en tveir aðilar streymdu honum jafnframt á netinu og fékk útsendingin gríðarlega mikið áhorf.