Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 39
SVEITARSTJÓRNARMÁL Hvað á sveitarfélagið að heita? Kosið verður til nýrrar sveitarstjórnar á Austurlandi í apríl og sameiningarviðræður eru í fullum gangi í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit Austurþing, Austurþinghá, Múlabyggð, Múlaþing, Múlaþinghá og Drekabyggð eru þau nöfn sem íbúar í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu velja á milli 18. apríl. Undirbúningsstjórn sameiningar bætti við heitinu Drekabyggð en Örnefnanefnd lagðist þó gegn því. Alls voru 17 tillögur sendar til Örnefnanefndar en nefndin mælti með nöfnunum Múlabyggð og Múlaþinghá. Íbúar munu því velja á milli þessara sex nafna fyrir hið nýja sveitarfélag samhliða sveitarstjórnarkosningum 18. apríl næstkomandi. Sú atkvæðagreiðsla er leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur ákvörðun að afloknum kosningum. Samstarfsnefnd um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar Á norðurlandi er unnið að því að kanna möguleika á sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Verkefnið hefur hlotið vinnuheitið Þingeyingur. Í upphafi árs var skipað í starfshópa um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki. Hver starfshópur ræðir tiltekin verkefni sem samstarfsnefnd hefur gefið ákveðinn ramma um. Starfshóparnir eru sjö talsins; Stjórnsýsla- og fjármál, fræðslu- og félagsþjónusta, nýsköpun í norðri, skipulagsmál, menningar-, íþrótta- og tómstundamál, fasteignir, mannvirki, veitur og önnur b-hlutafyrirtæki og atvinnulíf, umhverfi og byggðaþróun. Nánari upplýsingar um verkefnið Þingeying, má finna á vefnum www.thingeyingur.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.