Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 43
43
stórt skref stigið í lok síðasta árs þegar
samgönguráðherra og ferðamálaráðherra
skrifuðu undir viljayfirlýsingu um frekari
uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Var í
kjölfarið skipaður aðgerðarhópur sem
ætlað var að gera tillögur og stilla upp
sviðsmyndum um frekari uppbyggingu
á vellinum og er hópnum ætlað að skila
tillögum fyrir 31. mars n.k.
„Þegar ég horfi til baka yfir þau tæplega
10 ár sem ég hef setið í bæjarstjórn finnst
mér standa upp úr að kröfur til kjörinna
fulltrúa í sveitarstjórnum eru sífellt að
aukast. Kallað er eftir auknu íbúalýðræði,
auknu gagnsæi og faglegri vinnubrögðum
sem er afar jákvætt. Á sama tíma eru
umræður og gagnrýni á samfélagsmiðlum
eru orðnar óvægnari og þó fólk, sem
gefur sig út fyrir pólitískt starf, sé oft með
harðan skráp þá dugar það ekki alltaf
til. En í minningunni munu standa upp
úr góð kynni af aragrúa af frábæru fólki
sem er tilbúið að starfa á sviði stjórnmála
og láta samfélagsmál sig varða“ segir
Guðmundur Baldvin að lokum.
„Við erum öll á sama báti“
„Að taka þátt í sveitarstjórnarmálum
er afar gefandi og lærdómsríkt starf,
stundum vanþakklátt en oftast gaman“
segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson,
formaður bæjarráðs Akureyrabæjar og
oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn.
„Það sem einkennir bæjarstjórn
Akureyrarbæjar að mínu mati er
góð samvinna allra bæjarfulltrúa og
markmið okkar í meirihluta er að halda
minnihluta upplýstum um gang mála,
hlusta á skoðanir allra og reyna að ná
sameiginlegri niðurstöðu í flestum málum.
Þannig hefur pólitíkin hér á Akureyri verið
rekin um árabil og í kjölfar hrunsins 2008
tel ég að þetta verklag hafi styrkst enn
frekar.
Við erum öll í sama bátnum, kosin af
bæjarbúum og þó við séum ekki sammála
um allt þá gerum við okkur grein fyrir
þeirri ábyrgð sem við berum og fullviss
um að samtal og samvinna er líklegra til
árangurs.“
Guðmundur segir að landsbyggðarmál
og hlutverk Akureyrar hafa verið
bæjarfulltrúum afar hugleikin en Akureyri
hefur ríkum skyldum að gegna gagnvart
íbúum á Norðurlandi eystra. „Við höfum á
fundum með ráðherrum og þingmönnum
ítrekað bent á mikilvægi þess að það
hlutverk verði skilgreint með svipuðum
hætti og gert er með Reykjavíkurborg í
byggðaáætlun.
Á síðustu misserum höfum við fundið
fyrir hljómgrunni hjá ráðamönnum og í
nýútgefinni sóknaráætlun Norðurlands
eystra kemur fram skýr vilji íbúa og
sveitarstjórna á Norðurlandi til þess að
Akureyri verði skilgreind opinberlega sem
borgarsvæði og hefur í því samhengi
verið rætt um það sem í sumum löndum
er kallað “second city”“
Eitt af stærstu baráttumálum Akureyrar
hefur að sögn Guðmundar Baldvins verið
að koma á reglulegu millilandaflugi um
Akureyrarflugvöll og hefur verið horft til
þess að bæta aðstöðuna á vellinum með
stærri flugstöð, stærra flughlaði og betri
lendingarbúnaði. „Það hefur verið skýrt
í okkar huga að reglulegt millilandaflug
um Akureyrarflugvöll er ein fljótvirkasta
byggðaaðgerð sem hægt er að ráðast í
og skiptir afar miklu máli ekki bara fyrir
Akureyri og Eyjafjörð heldur norður- og
austurland já og jafnvel landið allt.“
Á árinu 2018 vannst áfangasigur í þessu
baráttumáli þegar samgönguráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson tók af skarið
og tryggði fjármagn til að koma mætti
upp ILS búnaði við völlinn sem hefur
rækilega sannað gildi sitt. Þá var mjög
En í minningunni munu
standa upp úr góð kynni
af aragrúa af frábæru fólki
sem er tilbúið að starfa á
sviði stjórnmála og láta
samfélagsmál sig varða.”
Guðmundur Baldvin Guðmundsson
formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar