Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 40
SVEITARSTJÓRNARMÁL
40
Stafræn umbreyting sveitarfélaga
Fjóla María Ágústsdóttir, breytingastjóri stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri
sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is
Power BI
innri greining sveitarfélaga
Bjóðum upp á tilbúnar skýrslur fyrir stjórnendur sveitarfélaga.
Power BI stjórnborð auðveldar yfirsýn stjórnenda
með samanburði á rekstri og árfestingum við áætlun.
Stjórnendaupplýsingar settar fram á aðgengilegan hátt
og tengjast beint við NAV, Business Central og eða teninga.
Hægt er nálgast upplýsingarnar í gegnum vafra,
hvar sem er, hvenær sem er.
Fjóla María Ágústsdóttir
Að nota menningu, verklag, verkferla
og tækni internet aldarinnar til að
bregðast við auknum væntingum fólks, er
skilgreining á stafrænni umbreytingu sem
Tom Loosmore, Partner at Public Digital,
hefur sett fram. Stafræn umbreyting
er mikilvægt verkefni sem snertir alla,
ekki síst á þeim tímum sem við lifum
í dag. Um er að ræða breytingaferli
til að einfalda þjónustu og ferla með
aðstoð tækninnar. Stafræn umbreyting
er ákvörðun starfsheilda um að hagnýta
upplýsingatækni til að bæta rekstur,
gera hann skilvirkari og einnig til að
gefa viðskiptavinum, þ.e. fyrst og fremst
íbúum þegar sveitarfélög eiga í hlut, kost
á því að eiga samskipti við sveitarfélagið
hvenær sem þeim hentar á stafrænan
hátt.
Ísland framarlega í heiminum í
tæknilegum innviðum
Á Íslandi erum við mjög vel stödd hvað
varðar tæknilega innviði. Við erum í
fyrsta sæti í heiminum þegar litið er til
aðgengis að háhraða nettengingum og
í öðru sæti í internetnotkun. Samkvæmt
World Economic Forum höfum við hins
vegar dregist aftur úr í samanburði þjóða
þegar kemur að þjónustu hins opinbera á
stafrænu formi. Þjóðirnar í kringum okkur
hafa verið mun markvissari í stafrænni
vegferð hins opinbera. Við erum stutt á
veg komin þó íslenska ríkið hafi unnið að
stefnumörkun í þessum málum um árabil
en búast má við miklu framfarastökki
eftir stofnun Stafræns Íslands. Margar
stofnanir og sveitarfélög hafa þó eflt sína
stafrænu framþróun mikið og eru með
flottar stafrænar þjónustulausnir. Er það
vel.
Heildræn framsetning og
aðgangur að þjónustu skiptir
megin máli gagnvart notendum
Samkvæmt könnun sem Stafrænt Ísland
lét framkvæma um viðhorf almennings
gagnvart stafrænni opinberri þjónustu,
kom í ljós að 82,5% aðspurðra voru
fylgjandi aukinni áherslu á stafræna
þjónustu. Í greiningum kom einnig í ljós
að fólk gerir almennt ekki greinarmun á
því hvaða opinbera þjónusta tilheyri ríkinu
og hvaða þjónusta tilheyri sveitarfélögum.
Fólki er í sjálfu sér nokkuð sama en
vill bara geta nálgast þjónustuna
auðveldlega, helst á einum stað og kýs
stafrænar leiðir séu þær í boði.
Helstu áherslur sveitarfélaga í
stafrænni framþróun
Ávallt er mikilvægt að taka upplýstar
ákvarðanir og veita ráðgjöf sem byggð er
á upplýsingum og gögnum. Sveitarfélögin
eru misjöfn og mjög misjafnlega langt á
veg komin í stafrænni framþróun.
Greining er hafin á stöðu sveitarfélaga til
að hægt sé að ná yfirsýn yfir mismunandi
ferla, kerfi og lausnir sveitarfélaga. Með
því að fara í þessa stafrænu færni- og
innviða greiningu höfum við betri sýn
á stöðu sveitarfélaga m.t.t. stafrænna
innviða og þjónustu. Út frá niðurstöðum
getum við skapað betri grundvöll fyrir
samstarf og kortlagt þá aðila sem eru í
svipaðri stöðu í ákveðnum málaflokkum
. Við getum betur áttað okkur hvar
helstu tækifærin í stafrænni framþróun
sveitarfélaganna liggja og komið auga á
helsta ávinning sveitarfélaga og möguleg
verkefni til að vinna að sameiginlega.
Tækifæri liggja í öllum málaflokkum
sveitarfélaga.
Samvinna og þekkingarmiðlun
sveitarfélaga í þessum málum er
mikið hagsmunamál. Mikilvægt er
fyrir sveitarfélög að skapa rými fyrir
umfjöllun og aðgerðir. Að sveitarfélög séu
upplýst um áhrif og tækifæri stafrænnar
umbreytingar er grundvallaratriði til
að taka stefnumarkandi ákvarðanir
um breytingar til að auka skilvirkni og
bæta þjónustu. Stafræn umbreyting
er breytingarverkefni og það krefst
þess að fólk, samskipti, vinnubrögð og
menning styðji það sem verið er að gera.
Tæknilausnir leysa ekki vandamál einar
og sér.
Sveitarfélögin þurfa að bretta upp
ermar
Sveitarfélögin þurfa að byggja upp
skipulagt samstarf í kringum þessi
mál. Kannski ekki vinsæl hugmynd
fyrir markaðinn en gríðarlegt tækifæri
fyrir sveitarfélögin. Stafræn umbreyting
er átak en miklir möguleikar eru í
endurhönnun innri ferla og nýtingu sama
hugbúnaðar eða sambærilegra lausna
þvert á sveitarfélög. Miklir möguleikar
felast einnig í ytri þjónustuferlum.
Sveitarfélögin þurfa að bretta upp ermar,
skipuleggja samstarfið, nýta greiningarnar
og sammælast um helstur áherslur í
þessum málum, tryggja mannafla og svo
bara keyra af krafti af stað.