Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 27
4
1
3
2
4
1
3
2
A
A
B
B
C
C
D
D
E
E
Árangur
í verki
Stuðlum að sjálfbæru samfélagi
www.mannvit.is
Sérfræðingar okkar búa að áratugalangri reynslu á öllum sviðum skipulags-, leyfis- og umhverfismála,
húsbygginga, samgöngumannvirkja og rannsókna. Við bjóðum ráðgjöf á sviði sjálfbærni og innivistar
og leitumst við að lágmarka áhrif á umhverfi og samfélag.
SVEITARSTJÓRNARMÁL
27
átak til að verja byggðakjarna fyrir
svo óbærilegum miska. En hvar skyldi
byrja? Í kjölfar snjóflóðsins í Súðavík
snerist umræðan á Alþingi fyrst og
fremst um betrumbætur vegna flókinnar
stjórnsýslu málaflokksins og forvarnir
vegna snjóflóða. Stofnuð var nefnd sem
falið var að gera tillögur sem tryggðu að
vald og ábyrgð færu saman. Í júní 1995
var lagt fram frumvarp um breytingar á
lögum um varnir gegn snjóflóðum og
skriðuföllum en þær fólust aðallega í
breytingum á tekjuöflun og fjárveitingum
ofanflóðasjóðs. Ekki hafði náðst að
skila tillögum að frekari úrbótum hvað
varðaði vald- og ábyrgðarskiptingu innan
stjórnsýslunnar þegar snjóflóðið féll á
Flateyri síðar sama haust. Þótt mikið átak
hafi verið gert á næstu árum til að reisa
varnarmannvirki á ofanflóðasvæðum,
fer því fjarri að þeim verkefnum sé lokið.
Það sætti harðri gagnrýni eftir snjóflóðin
á Flateyri í janúar síðastliðnum, því
samkvæmt áætlun um varnarmannvirki
sem gerð var eftir snjóflóðin 1995 átti
framkvæmdum um land allt að ljúka
fyrir árslok 2010. Fjármagn ætlað
Ofanflóðasjóði hefur aðeins að hluta verið
nýtt til slíkra framkvæmda og ljóst að með
þessu áframhaldi tekur áratugi til viðbótar
að ljúka áætluninni.
Þetta endurspeglar þá staðreynd að
þrýstingur á úrbætur er alltaf þyngstur
fyrst eftir válega atburði. Um allan heim
dregur úr drifkrafti mótvægisaðgerða
og eftirfylgni þegar frá líður atburðum.
Endurtekin áföll af sama toga eru sár og
harkaleg áminning um hversu hættulegt
það er að sofna á verðinum.
Rannsóknir og leiðbeiningar
Fyrsta fræðilega rannsóknin á
áfallastjórnun á Íslandi beindist
að viðbúnaði og viðbrögðum við
snjóflóðunum á Vestfjörðum 1995.2 Síðan
hafa bæst við rannsóknir á áfallastjórnun
annarra hamfara, m.a. jarðskjálfta og
2 Ásthildur E. Bernharðsdóttir (2001) Learning from
past Experiences: The 1995 Avalances in Iceland.
Swedish National Defence College, Stockholm.
Eftir áfall leita íbúar strax
til opinberra aðila í sínu
nærumhverfi til að fá lausn
sinna mála. Sveitarstjórnir
eru hins vegar oft hikandi
í viðbrögðum, þar sem
hlutverk þeirra á meðan
á neyðarástandi stendur
og yfirfærsla verkefna til
sveitarfélaga eru ekki nógu
skýrt skilgreind innan
almannavarnakerfisins.”